2.8.2011 | 19:51
Skrýtin fyrirsögn.
"Kaldasti júlí frá 2006" er fyrirsögnin hjá tengdri frétt um hitann í júlímánuði. Ég rak upp stór augu þegar ég sá þessa fyrirsögn því að meðalhitinn var næstum tveimur stigum yfir meðalári og mánuðurinn einn af 14 hlýjustu júlímánuðum frá upphafi mælinga.
En svona geta jákvæðar fréttir orðið neikvæðar með réttri meðhöndlun, - eða öfugt, orðið jákvæðar fyrir þá sem andmæla hlýnun loftslags á jörðinni.
Kaldasti júlí í Reykjavík frá 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona kjánafyrirsagnir eru vatn á myllu andmælenda rannsókna tengdum hlýnandi loftslagi...en það er jú kannski bara hugsunin með fyrirsögninni hvort sem er. Allavega virðast einhverjir "skilja" þetta á einhvern undarlegan hátt um meinta hnattkólnun...enda leita þeir svona fyrirsagnir uppi sem einhverskonar "sönnun" á málatilbúnaði sínum.
PS. Fyrir forvitna þá má geta þess að rannsóknir varðandi hækkun hitastigs vegna aukina gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum eru rannsóknir sem eru vel rökstuddar og rækilega skjalfestar, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna á loftslag.is.
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.8.2011 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.