2.8.2011 | 20:05
Gott hjá forsetanum!
Það var vel til fundið hjá forseta Íslands að senda Annie Mist Þóridóttur hamingjuóskir með frækilegan sigur hennar á Heimsleikjum í crossfit.
Það var nefnilega ekki sjálfgefið að gera þetta, því að greinin er ekki innan vébanda ÍSÍ og stundum hefur það verið svo að það hefur verið láta ráða miklu þegar lagt er mat á íþróttir, til dæmis með vali á íþróttafólki ársins.
Forsetinn sendir Annie Mist heillaóskir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara að forsetinn taki nú þessa ungu konu sér til fyrirmyndar og sýni framvegis hve langt hann getur náð með aga, þjálfun og einbeitingu.
Tómas H Sveinsson, 2.8.2011 kl. 20:12
Fálkaorðan hefir verið veitt af minna tilefni en þessu. Fálkaorðuna á þessa glæsilegu íþróttakonu,hún á það svo sannarlega skilið,þjóðin er stolt af henni.
Númi (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 22:00
Ómar það ræður öllu þegar íþróttafólk ársins er valið, ef greinin er ekki innan ÍSÍ, sbr. t.d. bardagakappann okkar, þá skiptir engu máli hvert afrekið er. Viðkomandi er ekki gjaldgengur sem íþróttamaður ársins.
Auðvitað þurfa að vera einhverjar reglur en fyrr má nú rota en dauðrota... spurning hvort við verðum ekki bara að kjósa hana Íslending ársins!?
Karl J. (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 22:13
PS
Sjaldan held ég að Sannleikurinn hafi haft jafn mikið til málanna að leggja og núna.
http://sannleikurinn.com/heim/valid-skiptir-engu-mali
„Reglur íþróttafréttamanna útiloka fjóra helstu afreksmenn landsins í einstaklingsgreinum frá því að hljóta sæmdarheitið Íþróttamaður ársins.
Þau Annie Mist, heimsmeistari í Crossfit, Gunnar Nelsson, einn fremsti bardagamaður heims, Karen Axelsdóttir, Íslandsmeistari í þríþraut (Iron Man) sem hefur sett Íslandsmet kvenna sem er mun betra en Íslandsmet karla í greininni og Halldór Helgason, snjóbrettamaður frá Akureyri, sem er meðal hinna fremstu á sterkum mótum erlendis, geta ekki fengið nafnbótina því þau spila ekki í réttu liði, sem er ÍSÍ.“
Karl J. (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.