Góðgerðarstarfsemi ?

Þegar Ross Beaty kom inn í íslenskst fjármálalíf tóku margir honum eins og manni, sem ætlar að stunda góðgerðastarfsemi, enda mikil "vöntun á erlendri fjárfestingu".

Beaty stundaði fagurgala og maður gekk undir manns hönd við að útvega honum mestallt fjármagnið, sem hann kvaðst ætla að leggja fram fé í HS Orku. Voru með ólíkindum þau fríðindi sem hann fékk.

Nú sjá menn að auðvitað var innkoma Beaty ekki undir neinum öðrum formerkjum en til þess að hann gæti grætt sem mesta peninga og tekið þá frá lífeyri landsmanna ef ekki vildi betur.

Var til lítils fyrir alþýðufólk að nurla saman því fé til efri ára til þess að hlaða undir rassinn á Beaty.

Hin raunverulega góðgerðastarfsemi hefur falist í íslenskri orkusölustefnu, sem náði nýrri lægð fyrir 15 árum þegar sendur var bæklingurinn "Lowest energy prizes" til helstu stóriðjufyrirtækja heimsins þar sem orkulindir Íslands voru falboðnar á gjafverði.

Þessi góðgerðastarfsemi Íslendinga fyrir erlenda auðmenn er því miður enn lifandi, samanber mál Magma energy og Ross Beaty.

 


mbl.is Segir peninga lífeyrissjóða renna í vasa Ross Beaty
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki svona mikið kvartað yfir uppboði Seðlabankans á íslenskum krónum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 11:39

2 identicon

Stefán: svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.

Daníel (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 19:45

3 identicon

Daníel:  Ég er ekki að benda á eitthvað annað.  Þetta er það sama.  Það er ekkert öðruvísi við kaupa Magma á HS Orku með aflandskrónum og kaupum manna á aflandskrónum á uppboði hjá Seðlabankanum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband