"Katla og Grímsvötn kallast á."

Fyrir sjö árum stefndu orkufyrirtæki inn á Fjallabakssvæðið til borana sem áttu að verða upphaf virkjanaframkvæmda eins og myndast hafði venja fyrir.

Af því tilefni hóf ég myndatökur fyrir myndina "Katla og Grímsvötn kallast á" sem átti að sýna fram á að þetta svæði eitt og sér væri mun merkilegra en frægasti þjóðgarður heims, Yellowstone.

Þrýstingnum til að fá að fara inn á svæðið með virkjunarframkvæmdir var aflétt að hluta þegar ekki var leyft að bora þar og átakasvæðin vegna íslenskra náttúrugersema færðust annað. Ég sit því uppi með þann kostnað og það efni sem ég tók í fjölmörgum ferðum um svæðið, en önnur kvikmyndaverkefni hafa færst framar í forgangsröðina.

Þegar Skaftá hljóp um 1970 þóttu það  mikil tíðindi og kvikmyndir, sem Rúnar Gunnarsson, þá kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins, tók þóttu mikilfenglegar.

Í kjölfarið fylgdu fleiri Skaftárhlaup á stangli með nokkurra ára millibil, en síðan fór þeim smám saman fjölgandi.

Nú er svo komið að tvö hlaup komi á ári og að það hlaupi úr báðum Skaftárkötlunum. Ofan á þetta bættist hugsanlegt smágos við Lokahrygg í sumar og Grímsvatnagosið auk óróans í Kötlu.

Allt þetta aukna sjónarspil er orðið hluti af því sem ég nefndi "Katla og Grímsvötn kallast á".

Á svæðinu er því stanslaust fjör í sýningunni "Stærsta leiksýning veraldar" sem ég hef nýlega bloggað um.

 


mbl.is Nýtt Skaftárhlaup að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Nýlega stækkaði Vatnajökulsþjóðgarður suður fyrir Langasjó. Gott mál það og fór ekki hátt. Allt svæðið frá Síðujökli og til Þórsmerkur og Skóga ætti að vera friðland. Laust við alla virkjunardrauma. Allt einn ævintýraheimur sem aðeins þeir sem eru ferðafærir njóta, en það eru sem betur fer flestir. Á sumrum er á Fjallabaksleið iðulega betra veður en við ströndina og því kjörið útvistarsvæði.Fjölga þarf skálum og létta umferðinni af Landmannalaugum.

Sigurður Antonsson, 3.8.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband