6.8.2011 | 22:05
Byrjun, sem hefði átt að hefjast fyrr.
Lækkun Standard & Poor.s á lánshæfismati Bandaríkjanna hefði átt að koma miklu fyrr, því að síhækkandi skuldir Bandaríkjamanna hafa verið kunnar um langt skeið og einnig það að ekkert væri að gert til að stöðva þessa þróun.
Raunar hafði kínverskt matsfyrirtæki lækkað lánshæfismat BNA fyrst allra og en reynt var að gera lítið úr því á Vesturlöndum.
Þetta virðist hins vegar bara vera byrjunin því að lækkun matsins byggir á því að langt er í frá að Bandaríkjamenn hafi gert þær ráðstafanir, sem til þarf til að stöðva þann samdrátt, sem virðist óstöðvandi.
S&P lækkar Bandaríkin í AA+ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.