Margfalt áfall.

Ef Talibanar hafa skotið niður Chinook-þyrluna, sem fórst nálægt átakastað í Afganistan getur verið um margfalt áfall að ræða fyrir Bandaríkjamenn.

1. Þetta er mannskæðasta áfall bandaríska hersins í landinu.

2. Ef lunginn af sérsveitinni, sem drap Bin Laden hefur farist með þyrlunni, er það mikið áfall og verður óspart notað af Talibönum til áróðurs.

3. Árásarþyrlur hafa síðustu ár þótt einhver skæðustu vopn nýtískulegustu herja heims. Þótt þær séu ekki nándar nærri eins hraðfleygar og orrustu- og sprengjuþotur vegur fjölhæfni þeirra og lipurð það upp og stærstu þyrlurnar hafa einnig mikinn árásarmátt. Það er áfall ef satt er, að Talibanar hafi grandað svona stóru hernaðarloftfari. Hernaðaryfirvöld munu þurfa að skoða vandlega hvað fór úrskeiðis og hugsanlega að breyta aðferðum sínum.

4. Þegar rándýr hernaðartæki bregðast, sem eiga stóran þátt í því að hernaðarútgjöld Bandaríkjanna ríða efnahag þeirra á slig, er það áfall sem skilar sér inn í kviku þess vanda, sem Bandaríkin standa frammi fyrir .


mbl.is Hefnd vegnar bin Ladens?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var ekki ætlunin að leynt færi hverjir hefðu skipað sveitina sem banaði Ósama? Það er því undarlegt að þyrlan hafi varla skollið í jörðina þegar það er komið í loftið að mennirnir sem bönuðu Ósama hafi verið í henni.

Annað hvort er þetta áróðursbragð Talibana eða fréttamenn hafa farið fram úr sjálfum sér eins og þeir gerðu eftir árásina í Osló þegar hver fréttastofan át upp eftir annarri að Múslímskir hryðjuverkamenn stæðu þar að baki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2011 kl. 22:35

2 Smámynd: Óskar

SEALs deildin er best þjálfaða og öflugasta sérsveit Bandaríkjanna.  Hafi hún verið þurrkuð út á einu bretti þá er það stóráfall.  Stjórnvöld og herinn eru að reyna að gera lítið úr atvikinu en samkvæmt erlendum fréttum viðurkenna þau að hermennirnir tilheyrðu SEALs en segja að banamenn Bin Ladens hafi þó ekki verið í þyrlunni.  Sumir fréttamiðlar fullyrða þó að þeir hafi verið í henni.

Óskar, 6.8.2011 kl. 22:54

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir þetta er leiksýnig sjáið þið það ekki!

Sigurður Haraldsson, 6.8.2011 kl. 23:12

4 identicon

Sæll Ómar; sem aðrir ágætir gestir, þínir !

Huh; ekki gætir minnstu vorkunsemi, af minni hálfu, til Bandaríkjamanna, vegna þessarrar þyrlu gröndunar.

Áttu þeir ekki; að vita betur - hvað; reyndu Rússar og Bretar ekki til, á 19. öldinni ?

Og svo; Sovétmenn, á hinni 20. öld ?

Baktríumenn (Afghanir) hafa; árþúsundunum saman att kappi, hver ættbálkur við annan, að ná tilteknum yfirráðum, burtséð frá trúarkenningum fyrri, sem seinni tíma.

Hvorki; Vestrænir - né Austrænir specúlantar, munu koma til með, að koma á einhverju því skikki, á þessum slóðum, sem viðkomandi þætti viðunandi.

Obama karlinn; er nú ekki beysnari en svo, að ekki hefir honum tekist enn, allt frá meintu drápinu, á frænda hans; Osama Bin Laden í Maí s.l., að færa sönnur fyrir, að Osama væri yfirleitt dauður; yfirhöfuð.

Svona einþáttungar Bandaríkjamanna, minna okkur á pukur gömlu Sovét stjórnanna, fyrr á tíð, piltar.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 00:40

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Smá ábendingar. 

Þessi Chinook-þyrla var ekki árásarþyrla, heldur er um að ræða flutningstæki.

Svo verð ég að benda á að "SEALS-deildin" sem fjallað er um, er bara lítil hersveit en Navy Seals er uppbyggt af mörgum einingum/deildum svo það er rangt að kalla þetta SEALS-deildina, það er ruglandi og getur átt við hvaða deild sem er sem hefur í nafni sínu "SEALS" heitið.

Að öðru leiti tjái ég mig ekki um frétt þessa eða umfjallanir um fréttina.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 7.8.2011 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband