Fröken Reykjavík eldist eins og aðrar konur.

Borgarstjórinn okkar sagðist ætla að klæða sig eins fröken Reykjavík og því kann einhverjum að þykja það skjóta skökku við þegar CNN segir að hann hafi verið klæddur "eins og gömul kona".

En kannski er bara fólgið í þessu ákveðið raunsæi því að nú eru liðin næstum fjörtíu ár síðan Jónas Árnason gerði ljóðið um hina kornungu fröken, sem gekk "eftir Austurstræti á ótrúlega rauðum skóm".

Fröken Reykjavík ætti samkvæmt þessu að vera komin fast að sextugu og Jón Gnarr því alveg á réttu róli ef alls raunsæis er gætt. Fröken Reykjavík eldist eins og aðrir.

Ef Gleðiganga hefði verið haldin um 1960 hefði ég hugsanlega ekið í henni á minnsta bíl landsins, NSU-Prinz, sem í daglegu tali var kallaður "Litli gulur."

Í dag ók ég sem sjötugur karlfauskur á "Litla gul" því að ég eldist eins og aðrir þótt ökulagið hafi ekki breyst vitund.


mbl.is Segir að Jón hafi verið klæddur eins og gömul kona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

CNN segir reyndar að borgarstjórinn hafi verið klæddur í "drag" í ár, en sem gömul kona í fyrra. Bílnum var heldur ekki ekið á "bakvið bandaríska sendiráðið", heldur á næst á eftir starfsfólki bandaríska sendiráðsins í göngunni ....þíðandi fréttarinnar hefur ef til vill verið að notast við "google-translate" eða eitthvað álíka :)

Gretar (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 23:28

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.... en hver er sagan á bak við bílnúmerið ;  Óli Spes?

Þú varst flottur með farþegunum þínum í göngunni Ómar

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.8.2011 kl. 01:30

3 identicon

Jón Gnarr er reyndar langt í frá kominn fast að sextugu.  Hann er 44 ára.

Valli (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 01:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bíllinn var klælddur upp í þennnan búning sem bíll sérstaks saksóknara í Áramótaskaupi Sjónvarpsins í fyrra. Á hliðunum settu Sjónvarpsmenn sérstakt merki sérstaks saksóknara ríkisins og bjuggu til einkanúmerið "Óli spes" sem var sett á bílinn fyrir myndatökuna.

Ég setti þetta númer á bílinn í göngunni svona til gamans, en tók það strax af eftir gönguna og setti aftur á bílinn hans rétta bílnúmer sem er "Örmini".

"Óli spes" er nefnilega einum staf of langt, því að að aðeins mega vera sex stafir í íslenskum bílnúmerum.

Ómar Ragnarsson, 7.8.2011 kl. 07:53

5 identicon

 ER J'ON GNARR KONA EN GAMAN FYRIR HANN:Að leika tveim skjöldum þarna er honum rétt lýst.

stefania sófusdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 01:28

6 identicon

   Jón Gnarr hallærislegur að neðan en bleikur að ofan.

kristinn stefánsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband