Sama fyrirbæri og í Bandaríkjunum.

"Tæknilega séð" kann sú stefna hvítra manna að hrekja frumbyggja af löndum sínum og koma þeim fyrir í borgum að sýnast skynsamleg, því að það þurfi að hafa vit fyrir hinu "frumstæða fólki".

Hins vegar er mótsögn fólgin í því hjá þjóðfélögum, sem hafa ákvæði í stjórnarskrá um að eignarétturinn sé friðhelgur að það sé réttlætanlegt að taka landa af frumbyggjum, eyðileggja lífsafkomu þeirra, sem hefur verið óbreytt um aldir, og hrekja þá á brott.

Nú leiðir rannsókn það í ljós, sem hefur lengi blasað við í Bandaríkjunum, að yfirgangur og forræðishyggja hvíta mannsins hefur ekki fært frumbyggjunum hamingju, heldur eru til dæmis indíánar í Ameríku verst setti þjóðfélagshópurinn þar, mesta atvinnuleysið og fátæktin, sem rænir fólk sjálfsvirðingu og veldur því að glæpatíðni verður hærri en annars staðar.

Á ferðum okkar hjóna fyrir áratug um suðvesturríki Bandaríkjanna blasti þetta við á átakanlegan hátt.


mbl.is Hrekja frumbyggja að heiman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú koma súrir og svekktir hvítir menn alveg öskrandi vitlausir að setja "athugasemdir"

DoctorE (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 10:40

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nákvæmlega þetta hafa íslenzk stjórnvöld stundað á vestfirðingum í 28 ár og gera enn þrátt fyrir fögur fyrirheit og kosningaloforð.

Vstfirðingar eru frumbyggjar og mannréttindi okkar hafa verið fótum troðin með kvótakerfinu.

 Ekki stendur helur til að breyta neinu þrátt fyrir fögur orð, það var og er allt lýgi.

Níels A. Ársælsson., 9.8.2011 kl. 10:48

3 identicon

Frumbyggjar á Íslandi?

Ef menn hefðu vit fyrir sér, læsu Íslendingasögurnar aðeins betur. Skoðuðu "sama" í Norður Svíþjóð, og Indíána í Norður-Ameríku. Þá myndi kanski byrja að renna á þær tvær grímur.

Skítt með það.

Frumbyggjar eru hrakktir á braut alls staðar, og hefur alla tíð verið. Og þetta er afskaplega kjánalegt að tala um hvað frumbyggjar hafa það slæmt í dag. Meðal þessara frumbyggja voru (og eru) mannætur, og menn sem hófu fórnir. Og landið þarf að nýta til að rækta matvæli ofan í sí aukandi mannvæðingu í heiminum.

Síðan skal bent á, að menn sem meðal annars Íslendingar hafa stutt í ýmsum umræðum í heiminum. Eins og sænski Carl Bildt, sem er formaður fyrir Lundin Oil, sem hefur einnig staðið fyrir "hreinsun frumbyggja" af mögulegum olíu svæðum. Þetta er sami maðurinn, og bölsótaðist í Austur Evrópu þjóðirnar, fyrir að vilja fá múslima burt. Sami maðurinn, og er í farabroddi auðvalda stefnu Norðulanda, og er því í fararbroddi með að setja Evrópu, og þarmeð Ísland, á hausinn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 11:03

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er spurning um virðingu fyrir þeim sem á landinu búa, en einnig við þá sem búa við aðrar aðstæður. Auðvitað eru þetta fordómar, en einnig kemur þetta fram í hatri. Á Íslandi hef ég ekki mikið orðið var við slíkt hatur, eða slíka fordóma. Einna helst hefur þetta komið fram hjá sértrúarhópi sem kallast samfylkingin og áður Alþýðuflokkur, þau kenna sig að sögn við jafnaðarmennsku, hvernig sem það nú gengur upp. Ég minnist þess að einn sjónvarpsmaður tók sig til og átti viðtal við Gísla á Uppsölum. Daginn eftir að þátturinn var sýndur var ég viðstaddur kaffistofuumræður þar sem ,,jafnaðarmennirnir" sögðu það fáranlegt að taka viðtal við slíkt ,,viðundur" og ,,viðurstyggð". Þátturinn var jú stýrt af manni, hægra mengin við miðju. Hatrið á bændum, sjómönnum og jú mörgum landsbyggðarmönnum er eins og það sem tengir þetta sjórnmálaafl saman. Svo ræðir þetta fólk um ,,fjölmenningu". 

Sigurður Þorsteinsson, 9.8.2011 kl. 16:48

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er líka verið að framkvæma á Íslandi með svokölluðum þjóðlendulögum.  Fulltrúar ríkisvaldsins kefjast upptöku á landi bænda allt niður að bæjarhúsum og taka ekki mark á margra alda landamerkjabréfum sem aldrei hefur verið ágreiningur um.

Sama vilja má sjá í tillögum að nýrri stjórnarskrá hjá stjórnlagaráði.  Þar segir: "Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda".   Í þessu felst t.d. að bóndi sem hefur nýtt heitt vatn á jörð sinni fyrir gróðurhús á ekki lengur heita vatnið.  Hann getur því átt von á því að ríkið krefjist gjalds af honum eða ráðstafi jarðhitanum með öðrum hætti.

Ég hélt reyndar að þú Ómar hefðir setið í Stjórnlagaráði !

Þorsteinn Sverrisson, 9.8.2011 kl. 19:55

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er alltaf traðkað á minni máttar.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.8.2011 kl. 20:01

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þorsteinn Sverrisson tek undir með þér!

Sigurður Þorsteinsson, 9.8.2011 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband