Björn að baki Kára.

Í sögubókum má sjá ýmsar frásagnir af mönnum sem gerðu afrek annarra að sínum með því að eigna sér stóran hlut af þeim. Orðin "Björn að baki Kára" koma í hugann.

Meðan Tiger Woods var stórstjarna og einhver glæstasti íþróttamaður heims var nafnið Steve Williams aðeins þekkt í þröngum hópi þeirra, sem næst stóðu golfsnillingunum sjálfum.

Hlálegt er að sjá hvernig þessum kylfusveini hefur tekist að beina svo mjög athyglinni að sér að ætla mætti að hann hefði verið sigurvegari mótsins.

Þetta minnir mig á frásögn gortara eins af viðureign sinni við skæðan andstæðing, sem ég lærði þegar ég var ungur:  "Hann óð að mér með krepptan hnefann í annarri hendinni en ég var fyrri til og sló hann á kjaftinn - bak við eyrað, - hitti ekki, - sló hann aftur á sama stað. Þá lagði hann á flótta, - ég á undan, hann á eftir."


mbl.is Mikil viðbrögð við ummælum Williams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tiger Woods, sá mæti maður, rekur kylfusvein sinn til margra ára.

Það er gert að umtalsefni.

Annar maður ræður þann nýrekna í sína þjónustu.

Sá vinnur.

Kylfusveinninn segir hróðugur:

"Þetta var frábært! Besta svar sem Tiger Woods (sá mæti maður) gat fengið!"

Og allir láta eins og þessi "nobody" hafi misst sig!

Big deal...

Jóhann (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband