13.8.2011 | 19:34
"Sumargleðin í Aratungu í kvöld. Sætaferðir frá..."
Svona hljóðaði upphafið á mörgum auglýsingum á árunum 1972-86 þegar Sumargleðin hélt tveggja tíma skemmtun og dansleik á eftir í samkomuhúsum landsins.
Ef segja má að sumargleði hafi ríkt í dag á 50 ára afmælishátíð Aratungu eins og getið er í frétt mbl.is er mér ánægja að bæta því við að Sumargleðin með stórum staf mun ríkja þar á skemmtun í kvöld, sem hefst á ellefta tímanum.
Síðan 1986 hefur Sumargleðin aðeins einu sinni komið fram í gamla sveitaballastílnum og það var í Aratungu fyrir um 15 árum.
Sumarið 1976 var tekinn upp stuttur heimildarþáttur í svart-hvítu í Aratungu með nafninu "Sveitaball."
Það er líklega nokkurn veginn allt sem til er um þessar minnisverðu samkomur á þessum tímum, sem áttu blómaskeið sitt í rúm 30 ár á árunum upp úr 1950 og fram á miðjan níunda áratuginn.
Líkur eru á húsfylli í kvöld og hörku sveitaballi á eftir.
P. S. Það ótrúleg sjón (og heyrn) sem blasti við í Aratungu í gærkvöldi. Húsið var smekkfullt af fólki, sem söng, trallaði, veifaði höndum, klappaði og stóð uppi á borðum rétt eins og fyrir 30 árum. Það var rétt eins og aðeins hefði liðið ein vika frá síðustu skemmtun Sumargleðinnar en ekki áratugir.
Ætla, ef tími vinnst til, að skreyta pistilinn með myndum af ósköpunum.
Gleðin við völd í Aratungu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sætaferðir frá BSÍ !!!! gaman gaman, gítar og stuð, flaskan mín fríð og allt það
guðmundur julisusson (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.