Auka þarf vald þingsins.

Í frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá eru ákvæði um það að skylt sé að hafa jafnan samráð við fjárlaganefnd varðandi aukaútgjöld ríkissjóðs áður en þau eru ákveðin.

Mótrök gegn þessu hafa verið þau, að stundum þurfi að bregðast skjótt við óvæntum vanda og að þá sé ekki tryggt að hægt sé að ná í fulltrúa í frjárlaganefnd.

Þessi rök eru að mestu orðin úrelt á tímum stórbatnaðra fjarskipta auk þess sem verk fjárlaganefndar dreifast nú orðið á allt árið.

Ef menn vilja tryggja að fyrir hendi sé möguleiki á að bregðast við óvæntum atvikum nánast á stundinni má hugsa sér sérstakan neyðarsjóð í því efni.

Aðalatriðið er það að í þessum efnum eins og mörgum fleirum hefur framkvæmdavaldið seilst of langt og gert þingið að afgreiðslustofnun eftir á.


mbl.is Vill draga úr valdheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gaman var að hitta þig á Geirlandi á dögunum Ómar.

Valdgreiningin milli framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds er byggð á traustum rökum. Frá upphafi var framkvæmdavaldið alltaf valdamest. Frá fyrstu stjórnarskránni 1874 var valdakjarni Íslands klíka sem myndaðist einkum kringum Magnús Stephensen landshöfðinga. Þessi klíka borgara og embættismanna réð nánast öllu í landinu: dómsvaldinu, löggjafarvaldinu, bankavaldinu og nánast öllu sem máli skipti. Við erum enn að súpa seyðið af því.

Þingið á að vera sá eðlilegi vettvangur valdsins á Íslandi ef byggt er á skynsömu lýðræði og hvernig það er praktísérað. Lýðræðið í höndum Sjálfstæðisflokksins var á ýmsar lundir mjög einkennilegt. Aldrei var minnst á lýðræði þegar valdamenn SJálfstæðisflokksins tóku umdeildar ákvarðanir. Þeir töldu sig vera hafna yfir þjóðina og fóru með valdið eins og þeir hefðu þegið það af guði almáttugum og þyrftu þess vegna aldrei að bera undir einn né neinn.

Svo setja þeir sig á háan stall þegar þeir eru allt í einu utan Stjórnarráðsins, valdalausir og allt að því vandalausir. Hverjir treysta þeim öllu lengur þegar þessir sömu aðilar geta ekki einu sinni rekið gamalgróið olíufélag.

Góðar stundir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.8.2011 kl. 18:31

2 identicon

Ég sé bara einn galla á þessu hjá ykkur Ómari og Mosa. Það er það, að því miður er ég alveg sammála...

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 19:46

3 identicon

Það var við því að búast að þingskipuðum fulltrúa í stjórnlagaráði sé umhugað að 'auka vald þingsins!'

Núverandi stjórnarskrá er ekkert að leyna löggjafarvaldi þingsins. Málið er bara að til þingsetu hafa valist duglausir einstaklingar, ofurseldir flokksræðinu.

Eina leiðin til að takmarka flokksræðið er auðvitað að auka lýðræðið, auka vald fólksins í landinu. En það hugnast flokkshestunum í stjórnlagaráðinu eðlilega ekki.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 22:44

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jæja?  Er það minnkun á "valdi fólksins í landinu" að setjá í stjórnarskrá að 10% þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál?

Er það minnkun á valdi fólksins í landinu að setja í stjórnarskrá að 2% þjóðarinnar geti borið upp mál á Alþingi? 

Nú er á ótvíræðan hátt í stjórnarskrá að forsetinn, þjóðkjörinn, hafi málskotsrétt. 

Þrátt fyrir ákvæði í núverandi stjórnarskrá hefur þingið orðið að afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Í frumvarpi okkar að stjórnarskrá eru færð völd frá framkvæmdavaldinu til þingsins, forseta þess og formanna þingnefnda. 

Í frumvarpi okkar eru þingmenn ekki lengur "ofurseldir flokksræðinu" því að tekið er upp persónukjör í kjörklefanum sjálfum og heimild til að kjósa frambjóðendur þvert á flokka. Ber það vott um að "flokkshestunum" í Stjórnlagaráðinu "hugnist" ekki að auka völd fólksins í landinu? 

Ég spyr þig bara, Hilmar Þór, hvers konar bull er þetta í þér? Hefurðu ekkert kynnt þér það sem þú ert að tala um? 

Hverjir eru þessir "flokkshestar" í Stjórnlagaráðinu?  Samkvæmt könnun DV hafði helmingur ráðsfólksins tengst stjórnmálastarfi einhvern tíma á ævinni. 

4 tengdust Sjálfstæðisflokknum, 4 Samfylkingu, 2 Framsóknarflokknum, 2 VG og einn Frjálslynda flokknum.  Sem sagt: Nokkurn veginn hlutföllum stjórnmálaaflanna. 

Hinn helmingur ráðsins hafði aldrei tengst stjórnmálaflokkum.  Voru þeir "flokkshestar"? 

Dómur Hæstaréttar véfengdi ekki atkvæðatölur í kosningum til Stjórnlagaþings heldur (ranglega) að ekki hefði verið gætt nægilegrar leyndar á kjörstað. 

Voru 28 þúsund manns, sem settu nafn Þorvalds Gylfasonar á seðil sinn "flokkshestar"? 

Voru 24 þúsund manns sem settu nafn mitt á seðil sinn "flokkshestar"? 

Voru álíka margir sem settu nafn Salvarar Nordal á seðil sinn "flokkshestar"? 

Ómar Ragnarsson, 15.8.2011 kl. 00:34

5 identicon

Ómar Ragnarsson, 15.8.2011 kl. 00:34: Láttu nú ekki svona Ómar minn, þú veist fullvel hvað ég er að tala um.

1. 10% reglan er hlægileg fegrunaraðgerð. Þjóðin fær ekki rétt til að kjósa um stórmál, smbr. IceSave. Hún má allra náðarsamlegast kjósa um hunda- og kattahald á hálendinu.

2. 2% reglan er enn hlægilegri og kemur aldrei til með að virka í praxís.

3. Forsetinn hefur málskotsrétt í dag. Þið eruð einfaldlega að slá á puttana á honum.

4. Talandi um bullið í öðrum Ómar minn! Þingið, forseti þess og formenn þingnefnda sitja í umboði flokka. Meðan fjórflokkurinn ræður ferðinni verður flokksræði á Íslandi.

5. Þú sjálfur, karlinn, ert nærtækt dæmi um flokkshest í stjórnlagaráðinu. Fórst fram með 'Íslandshreyfinguna' sem galt afhroð og skreiðst þá upp í sængina hjá samspillingunni. Hver reddaði þér úr snörunni?

6. Dómur (álit) Hæstaréttar ómerkti allt heila klabbið, karlinn. Það sem er ólöglega til stofnað er ómerkt í framkvæmd. Þið fixuðuð bara nýja kennitölu á ómerkinginn.

7. Þorvaldur er og verður sonur föður síns. Það þarf ekki að fjölyrða um það.

8. Já, Ómar minn. Ómengaðir samspillingarmenn (les: Íslands-samspillingar-hreyfingar-menn).

9. Já, svo sannarlega Ómar.

10. Það fyndnasta í þessum stjórnlagaóráðsfarsa er að þið eruð að gera ykkur breið þessa dagana og viðra möguleika á 'sérframboði' ef flokkarnir á alþingi taka ekki mark á tillögum ykkar að nýrri stjórnarskrá!

Hantering forseta alþingis á opinberri móttöku á kjánahrollinum ykkar segir allt sem segja þarf um áhuga fjórflokksins á króganum. Föstudagur fyrir verslunarmannahelgi!

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 07:07

6 identicon

Bíðið nú við....

"1. 10% reglan er hlægileg fegrunaraðgerð. Þjóðin fær ekki rétt til að kjósa um stórmál, smbr. IceSave. Hún má allra náðarsamlegast kjósa um hunda- og kattahald á hálendinu."

Hvaðan hefur þú þetta???

Og er þetta satt?

"3. Forsetinn hefur málskotsrétt í dag. Þið eruð einfaldlega að slá á puttana á honum."

Því að #3 er magnaður varnagli. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 11:57

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hilmar Þór. Föstudagurinn 29. júlí var síðasti vinnudagurinn í júlí, sem var síðasti vinnudagur þess mánaðar.

Það hefur hingað til verið deilt um það meðal fræðimanna, hvort forsetinn hafi haft málskotsrétt. Ég hef alla tíð verið í hópi þeirra, sem hafa talið hann hafa þennan rétt. 

Nú er lagt til að afdráttarlaust ákvæði verði í stjórnarskrá um þetta svo að ekki verði um það deilt að forsetinn hafi málskotsrétt í öllum málum. Hvernig geturðu sagt að með því sé verið "að slá á puttana á honum"? 

Þú talar um lítinn áhuga fjórflokksins á frumvarpinu. Hvernig rímar það við það sem þú segir að við höfum reynt að gera þessum sama fjórflokki allt til geðs. 

Ummælin um Þorvald Gylfason sýna landlæga þröngsýni Íslendinga sem spyrja fyrst um það hver segi eða geri eitthvað en ekki um það hvað maðurinn segi eða geri. 

Ég kannast ekki við það að við séum að "viðra möguleika á sérframboði" eins og þú heldur fram. 

Samkvæmt frumvarpinu er hægt að vísa hvaða máli sem er í þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt málskotsréttur 10% kjósenda nái ekki til fjárlaga, fjáraukalaga, þjóðréttarskuldbindinga, skattamálefna eða ríkisborgararéttar. Það er svipað og hjá í hliðstæðum lögum hjá öðrum þjóðum í Evrópu. 

Við höfum það þó framyfir þessar þjóðir að málskotsréttur forsetans er ekki bundinn takmörkunum og í heild er því möguleikinn á málskoti ekki takmarkaður. 

En þú telur einu málin, sem séu tæk til þjóðaratkvæðagreiðslu vera hunda- og kattahald á hálendinu. 

Í frumvarpinu eru réttarbætur og aukið lýðræði, valddreifing, valdtemprun og gegnsæi gegnumgangandi og lítt skiljanlegt hvernig Hilmar Þór getur fengið hið gagnstæða út. 

Ómar Ragnarsson, 15.8.2011 kl. 13:16

8 identicon

1. Dr. Ólafur Ragnar Grímsson veit manna best um refilstigu íslenska stjórnkerfisins og hvað  núverandi stjórnarskrá heimilar forsetaembættinu. Hann veit í öllu falli meira um málskotsréttinn en þú og Þorvaldur Gylfason til samans.

Ef fjórflokkurinn hefði mögulega getað fundið einhverja meinbugi á túlkun Ólafs Ragnars hefði hann örugglega hjólað í forsetann, fyrst í fjölmiðlalagamálinu og svo aftur núna í Icesave-málinu - í tvígang.

2. Þar sem er reykur leynis glóð, eins og gamall fréttahundur ætti að vita. Fjölmiðlar hafa ekki gert annað en að benda á fésbækur og blogg stjórnlagaráðsmanna.

Ykkur svíður eðlilega að fjórflokkurinn virðist ætla að stinga vinnu ykkar niður í skúffu - en það máttuð þið vita fyrirfram.

3. Ég var að segja það Ómar. Þjóðin má allra náðarsamlegast kjósa um hunda- og kattahald á hálendinu!

4. Þú ert góður í útúrsnúningunum Ómar. Ég tel að þið séuð að loka á öll stóru málin og þjóðin fái einungis að kjósa um smámál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er athyglisvert að ef að þetta pantaða álit ykkar hefði verið orðið partur af nýrri stjórnarskrá 2008 hefði þjóðin ekki getað sagt múkk um Icesave! Með þessu móti er líka verið að smygla ESB bakdyramegin inn á Íslendinga.

5. Mig langar til að benda þér á einkar athyglisvert erindi sem Magni Guðmundsson hagfræðingur hélt í RÚV árið 1968. Það nefnist 'Alþingi og Alþingismenn - áhrif stjórnarskrár. (í bókinni 'Þættir um efnahagsmál/Hlaðbúð/útg. 1968).

Í þessu erindi rekur Magni nákvæmlega á hvaða helferð íslenska stjórnkerfið var og er. Hann rekur skelfilega reynslu Íslendinga af hlutfallskosningum:

1. Skortur á vali fyrir kjósendur (tékk)

2. Samábyrgð flokka/fjórflokkurinn (tékk)

3. Vanmáttur í viðureign sérhagsmuna (tékk)

4. Þingmenn geta raunverulega tryggt sér þingsæti til lífstíðar/Jóhanna/Steingrímur (tékk)

5. Áhugi almennings minnkar á stjórnmálum (tékk)

6. Alþingismenn hirða minna um þjóðarviljann (tékk)

7. Flokkalínur ruglast smátt og smátt/fjórflokkurinn (tékk)

Niðurstaða Magna, 1968: Núverandi kosningakerfi og skipan mála er ekki lengur viðunandi fyrir hið háa Alþingi. Þörf er gagngerðrar endurskoðunar, og byggja verður á nýjum grunni.

Tillögur stjórnlagaráðs eru misheppnuð lýtaaðgerð sem mun aldrei komast til framkvæmda og lenda ofan í læstri skúffu á Alþingi.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 15:34

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnast sjónarmið Hilmars Þórs vera illa ígrundaðir sleggudómar.

Stjórnlagaráð vann mjög vel að mótun nýrrar stjórnarskrár. Auðvitað fer það í taugarnar á vissum aðilum sem leit á sínum tíma sem einkamál Sjálfstæðisflokksins og að þjóðinni kæmi þetta ekki við.

Pælingin og rökstuðningurinn á bak við að fela sérstöku ópólitísku stjórnlagaþingi að móta nýja stjórnarskrá var að koma þessu starfi ofar pólitíkinni, hefja þetta upp á hærra plan. Furðulegt að gamaldags kerfisþrælar átta sig ekki á þessu.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.8.2011 kl. 19:29

10 identicon

Guðjón Sigþór Jensson, 15.8.2011 kl. 19:29: 'Furðulegt að gamaldags kerfisþrælar átta sig ekki á þessu,' ritar Mosi - og sakar svo aðra um sleggjudóma!

Mosi virðist sjálfur svo fastur í fjórflokkspólitíkinni að honum kemur ekki til hugar að aðilar ofar pólitíkinni skuli sjá meinbugi á starfi stjórnlagaráðs.

Nú skal ég reyna að s t a f a þetta ofan í ykkur, gömlu kerfisþrælana. 

Upplag stjórnlagaþings/stjórnlagaráðs var feigðarför sem dæmd var til að mistakast. Frá upphafi átti stjórnlagaþing/stjórnlagaráð að vera 'ráðgefandi fyrir alþingi'. Takið eftir því góðir hálsar. Aulasamkundan sem setti landið á hausinn, með annan Hrunflokkinn í fararbroddi, átti allra náðarsamlegast að taka við tillögum stjórnlagaþings/stjórnlagaráðs og yfirfara - velja og hafna - að eigin geðþótta.

Það var svo ekki nóg að Hæstiréttur ógilti kosningu í stjórnlagaráð, áfram skyldi haldið í ruglinu. Skipt var um kennitölu á samspillingarsukkinu (þekkt bragð Hrunverja) og sama gengið og dómsvaldið hafði dæmt óhæft fékk hæfnisstimpil hjá heimsins óhæfustu þingmönnum!

Þetta er ekki að hefja pólitík upp á hærra plan heldur að draga þjóðina niður á ræsisrottuplan íslenskra stjórnmála.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband