14.8.2011 | 20:21
Aldrei eins mikil þörf og nú.
Það er gott og þarft að huga að grunngildum þjóðfélags okkar eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur gert í ræðu sinni á Hólahátíð í dag.
Þeirrar tilhneigingar hefur nefnilega gætt að gefa sér það, að í kjölfar Hrunsins myndu þessi gildi öðast sjálfkrafa meira vægi og allt hér færast til betri vegar.
En svo gæti farið að það fari á annan veg, þann sem Sigmundur Davíð lýsir með orðunum að dramb sé falli næst.
Það felst einkum í því að í ljósi þeirrar nauðsynjar og neyðar, sem menn telja að verði að hafa hliðsjón af, sé það réttlætanlegt að víkja frá helstu siðfræðigildum þjóðfélags okkar þegar mönnum sýnist svo.
Mér finnst áberandi hve hljótt varð fljótlega um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið og ég óttast að sú umræða sem hún kallaði fram í fyrstu, sé að baki og að nú verði flest leyfilegt á ný og jafnvel frekar en áður, af því að nú verði hægt að afsaka fleira en áður með því að kreppan geri þetta eða hitt nauðsynlegt.
Í nokkrum nýjustu stjórnarskrám heimsins, svo sem þeirri færeysku og suður-afrísku, eru aðfararorð í upphafi þeirra, án þess að þau sé hægt að flokka sem sérstaka grein.
Þetta er gert til þess að gefa tóninn um þau markmið og grunngildi, sem felist í stjórnarskránni sem sáttmála þjóðarinnar um grunn samfélagsgerðar landsins.
Óm af þessu má raunar finna í upphafsorðum formóður stjórnarskráa heimsins, þeirri bandarísku: "We, the people of America..." þar sem stjórnarskráin er færð í búning yfirlýsingar þjóðarinnar til sjálfrar sín um mannréttindi og önnur grunngildi samfélagsgerðarinnar.
Á sama hátt og umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og lærdómana af henni má ekki fjara út, verður nú að efna til vandaðrar umræðu um stjórnarskrá Íslands og stoðir hennar.
Vegið að leikreglum réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Omar! Hvada ord kemur fyrst upp i hugann tegar talad er um grunngildi tjodfelags? Heidarleiki er tar mjøg ofarlega, tel eg . Nokkrum sinnum hef eg sed frettir i islensku blødunum um atvinnurekendur sem bisnast yfir tvi ad teir få ekki menn i vinnu eftir ad hafa auglist i blødum. Er tad bara ekki svo ad tegar atvinnurekendur hafa skift 1,2,3 um kennitølu tå hafa menn litinn åhuga å ad vinna hjå svoleidis mønnum. Tad gleymdist liklega hjå ykkur i stjornlagarådi ad setja bann vid kennitøluflakki.med kvedjum frå Norge Einar Olafsson
einar olafsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.