14.8.2011 | 23:33
Ræður ekki við hið ómögulega.
Þær miklu vonir, sem voru bundnar við Barack Obama, bæði í kosningabaráttunni 2008 og einnig á fyrri hluta kjörtímabils hans, hafa nú dofnað verulega.
Obama kom sem ferskur blær inn í bandarísk stjórnmál eftir ömurlega forsetatíð George W. Bush.
Hann hefur feykilega persónutöfra, kemur vel og skipulega fyrir sig orði og setti fram háleit markmið og hugsjónir í kosningabaráttu sinni og fyrst eftir að hann tók við stjórnartaumum og fór að takast á við afleiðingar fjármálakreppunnar.
Honum tókst að koma í gegnum þingið heilbrigðismálafrumvarpi, sem verður að teljast merkasta verk hans.
En Obama stendur nú andspænis verkefnum, sem eru ekki á hans færi að leysa.
Má að ýmsu leyti líkja stöðu hans við stöðu Lyndons B. Johnsons, sem réði ekki við það ástand sem Vietnamstríðið skapaði í Bandaríkjunum.
Johnson hafði, eins og og Obama, komið í gegn tímamótalöggjöf, mestu réttarbótum í mannréttindamálum í sögu Bandaríkjanna.
En hann missti stjórn á atburðarásinni varðandi Vietnam og ástandinu í þjóðfélaginu, sem markaðist af hippabyltingunni og nýjum viðhorfum og skoðunum, sem ruddu sér rúms.
Obama stendur frammi fyrir enn erfiðari verkefnum en Johnson, þeim erfiðustu, sem Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir hafa staðið fyrir, en það er að sigla þjóðum heims í gegnum þá kreppu og erfiðleika sem dvínandi orkulindir og fjármálaóstjórn skuldafíknar hafa skapað og munu halda áfram að skapa.
Obama á tvo slæma kosti í stöðunni: Að reyna að láta reka á reiðanum fram yfir næstu kosningar og taka þá til hendi, - eða að taka á sig rögg, rísa upp og stíga fram af svipuðum myndugleik og Roosevelt forseti gerði í aðdraganda og upphafi þátttökku Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöldinni.
Verkefni Obama er hins vegar miklu erfiðara en Roosevelts, því að það er auðveldara að þjappa þjóð saman þegar á hana er ráðist eins og gert var með árás Japana á Perluhöfn, heldur en að þjappa þjóð saman um að fara í þá þrautargöngu, sem óhjákvæmilega þarf að fara vegna hnignunar stórveldis, sem byggst hefur á bruðli og sóun takmarkaðra orkulinda.
Í ofanálag verður Obama að semja við andstæðinga sína á þingi, eins og gerðist varðandi skuldaþak ríkissjóðs Bandaríkjanna á dögunum og afleiðingarnar geta ekki orðið aðrar en þær að honum verði gersamlega ófært að ná þeim árangri í stjórn landsins, sem er forsenda fyrir því að halda fylgi.
Þrátt fyrir hæfileika sína og persónutöfra er Obama aðeins maður, - ekki ofurmenni eða guð og ræður ekki við hið ómögulega, því miður.
Fylgishrun hjá Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki vinsælt starf ríkisstjórna sem reyna að taka til eftir óráðsíu hægri aflanna. Slíkar ríkisstjórnir endast oftast stutt enda fær almenningur nóg af skattahækkunum, niðurskurði og öðru sem þarf að framkvæma til að laga ríkissjóði viðkomandi ríkja.
Oftast duga þær aðgerðir til að rétta úr kútnum og laga ástandið en þolinmæði almennings gagnvart slíkum aðgerðum er lítil og skilar sér yfirleitt í auknu fylgi hægri flokkanna í næstu kosningum, sem taka þá oftast við mun betra búi en þeir skiluðu af sér.
Guðmundur (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 23:57
What crap. He has played more golf then Bush did in 8 years, had 39 fundraisers while Bush had 5 fundraiser and Clinton had 7 during the same timeframe. Bush spend 800 billion in 8 years with 5.5% unemployment when he left. Obama has spent 4 trillion in 3 years with unemployment over 10% YES over 10% with real unemployment sitting at 18%. Always on vacation, and has used Airforce One more then Bush did in 8 years. Health care bill that is going to bankrupt families like mine. Before the bill I paid no more then $750 a year in health care cost, today the number is $6000. I can not offered to take my kids to the ER but they have to wait until the doctors office open the next day. My life here in the great state of Maine sucks because of the current president.
Sigurbjorn (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 00:20
Þetta heilbrigðisfrumvarp Obama kemur sér vel fyrir lyfja- og tryggingaveldi en ekki fyrir sjúklinga og lækna. Það minnkar gæði og eykur verð þjónustunnuar. Allar aðgerðir Obama virðast miða að því að ræna almenning og koma þýfinu í vasa auðjöfranna sem studdu hann.
Arnar Styr (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 00:45
Þetta er býsna flókið mál, og þó ekki. "The greatest" land í heimi eins og Bush nefndi það gjarnan riðar nú til skuldafalls með 14 eða meir trilljóna skuldahala, og Obama á ekki hár úr þeim hala.
Helsti lánadrottninn KÍNA er auk þess aðal útflytjandi til landsins, svo þeir eru í limbói.
Ef Kína fer í fýlu og byrjar að gjaldfella, þá mun ....... og reyndar hefur nú þegar útflutningur minnkað, sem aftur setur pressu á efnahag innan múrsins.
Kína hefur verið með margra ára "agenda" og þeir munu ekki gleyma á neinum lið í þeirri dagskrá "heimsyfirráða", þó þeir hafi e.t.v. planað þau nokkru síðar.
"Teboðshreyfingin" er farin að minna á Gnarr-hreyfinguna þó hin síðarnefnda sé öllu meinlausari í áhrifalausu (not so great) landi. (Er fólk að fatta boðskap Bachmann konunnar?)
Það er eins og það sé mantra "stjórnarandstöðu" í þessu tilfellu repúblikana, að tala eins og ríkisstjórn og forseti skíti peningum. Þeir voru tilbúnir að fara í þann darraðadans að setja Bandaríki Norður Ameríku í greiðsluþrot, frekar en að brjóta odd af dramblæti sínu og greiða skatta til þjóðfélagsins eins og skyldan bíður þeim, en niðurfelling skattaafsláttar til "einsprósentelítunnar" náði ekki fram að ganga eins og frægt er. Og Obama er eins og þú segir réttilega Ómar;
" aðeins maður, - ekki ofurmenni eða guð og ræður ekki við hið ómögulega"
sama þótt frekjurnar gargi sig hása og drukkni í te - inu sínu.
Þetta lítur hvorki vel út til skamms né langs tíma ...... því miður.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.8.2011 kl. 05:15
Hann erfði vandamálapakkann frá forverum sínum; Hans verður minnst sem mannsins sem var með innantóm loforð á fagurkeramáli, mannsins sem gerði lítið annað en að reyna að sanna fyrir þjóðinni að hann væri innfæddur ofurkrissi.
Núna er spurningin: Hversu slæman ofsatrúarmann fá þeir yfir sig.. og þar með okkur.
Uhh ræður guð ekki við hið ómögulega, mér skilst að guð sé almáttugur, geti jafnvel skapað svo stórt vandamál að hann ráði ekki við það..úps damn ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 07:56
Það var ekkert smá-verk sem Roosevelt þurfti að kljást við, og hann skilaði ótrúlega vel.
Hef samt hitt fyrir í orðræðu heit-trúaða suðurríkjabúa og repúblikana sem telja Roosevelt og Lincoln hafa verið verstu forseta sögunnar.
Er það kannski aðal ógæfa Bandaríkjamanna að þeirra "borgarastríð" er ekki búið?
Allavega, Obama er með bölvaða brunarúst í höndunum, en hann er EKKI sá fyrsti. Bandaríkin upp úr 1929, ja svona til 1933 eða fram að "New Deal" voru ekki auðvelt viðfangsefni, og ekki var það bara vegna stjórnmála og heimsviðburða, heldur hrjáði þá einnig erfitt tíðarfar. Mig minnir að 1935 hafi verið einna verst.
Nú stendur Obama einfaldlega í nokkuð svipuðum sporum og Roosevelt heitinn, en hann er ekki búinn að veifa "New Deal" ennþá.
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 09:36
Óvinsældir Obama voru fyrirséðar. Persónutöfrar mannsins ná ekki að hylma yfir skelfilega efnahagsstefnu, til þess fallin að mistakast eftir skuldasöfnunar Bush-stjórnarinnar. Bandaríkin geta ekki til langframa tekið við skuldasöfnun Obama-stjórnarinnar, sem er að ná nýjum hæðum.
Ýmis stór kosningaloforð hafa ekki verið efnd, segja má að maðurinn hafi legið flatur fyrir "peningaöflunum" á Watt Street og víðar, enda hefur það verið háttur Demókrata lengi. Hin dýra aðkoma alríkisstjórnarinnar að fjármálahruninu (Bush og Obama bera hér sameiginlega ábyrgð) hefur ekki skilað ríkissjóði tekjum, sem nokkru nemur, þrátt fyrir góðan hag fjármálastofnana eftir að þær réttu sinn hag.
Hinn sögulegi Lyndon var nú einn af haukunum að baki stríðsrekstrinum, sem Kennedy setti í gang í Vietnam og kom því einungis í hærri hæðir en þó aldrei með þeim hætti að fyrirsjáanlegur "sigur" væri þar mögulegur - ekki frekar en hjá Nixon sem erfði þessa skelfingu Kennedys og Johnsons.
Stór hætta er á að það fari eins fyrir Obama og Carter á sínum tíma. Þegar Carter komst til valda hafði hann mikinn meðbyr. Það fjaraði fljótt undan hans vinsældum enda var stjórnarstíll hans meingallaður. Enda fór það svo að hans beið einungis eitt kjörtímabil. Ef Repúblikanar ná að velja frambærilegan kandídat gæti sá hinn sami átt möguleika gegn hinum annars sjarmerandi Obama - svona eins og við Evrópumenn sjáum hann, sem er náttúrulega ekki það sama og við almenningi blasir þar vestra.
Ólafur Als, 15.8.2011 kl. 11:31
Sæll Ómar - sem og aðrir ágætir gestir, þínir !
Hvað; sem ''gáfnakerlingunum'' Palin - O´Connor og Bachmann líður, og viðurstyggilegu trúarofstæki þeirra - sem; meðfæddri og áunninni heimsku þeirra líður, má fullyrða, að Barack þessi Obama, er lydda og aumingi, af 1°.
Flónið þorir ekki; né getur kannski ekki - viðurkennt fyrir þér, sem mér, hvað þá samlöndum sínum, að hann hafi látið drepa frænda sinn, Osama Bin Laden, í Maí byrjun, s.l., þó gumað hafi af, við hvert tækifæri.
Meira að segja; gömlu Sovétleiðtogarnir upplýstu flest sinna verka, þó mis langan tíma tæki, eins og þú manst, Ómar.
Saif Al- Adel; hinn Egypski arftaki Osama´s, í Al- Kaída samtökunum, á vafalítið eftir að ylja Bandarísku Heimsvaldasinnunum, sem og leppríkja flóru þeirra, ESB; vel undir uggum, áður en langt um líður, síðuhafi góður, enda,...... maklegt, í ljósi hryðjuverka Vesturlanda, víða um veröldu.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 17:44
Sem valdamesti maður USA fylgdist hann með drápinu á Laden (og farið hefur fé betra), þannig að það er fásinna að halda því fram að hann hafi ekki sett græna stimpilinn á gjörninginn.
Og "gömlu" sovétleiðtogarnir hafa ekki verið að upplýsa meira en þau bein sem farið er að sjást í. SBR morðin á Pólverjum í Katyn skógi og þar um, - opinbera talan var með trega sett í 5.000 eða svo eftir seinna stríð (ath! að ekki var þetta nefnt í sögubókum austurblokkarinnar!!) þar til nýverið, þegar ca 15.000 fundust til viðbótar nálægt Smolensk. Þá fyrst var ekki lengur hægt að þræta, járntjaldið fallið, og pressan fljót á vettvang, og niðurstaðan var sú að Rússar báðu Pólsku þjóðina afsökunar. Minnir að það hafi verið Pútín (það er ekki langt síðan). En hann er nú það klár að hann gerði rétt frekar en það sem áður hefði verið....að neita öllu. Saif kallinn á svo væntanlega eftir að fá svarta punktinn bráðlega, ef þú skilur hvað ég meina. Punkturinn verður reyndar líkast til rauður.Svona er þetta.Jón Logi (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 15:52
Komið þið sæl; að nýju !
Jón Logi !
Þakka þér fyrir; þessa ágætu útlistun, frá þínum bæjardurum, séðum.
Hins vegar; tel ég líklegt, að Saif Al- Adel, eigi eftir að ná langt í, að láta Bandaríkin og leppríkja flóru þeirra, nr. 1 - Evrópusambandið; snýta rauðu, að verðugu, áður en Pentagon/NATÓ og Obama fengju rönd við reist, að nokkru.
Svo; má ekki gleyma piltunum, í röðum Talibana - sem og Lhaskar-e-Tayiba, auk annarra, Jón Logi.
Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 16:29
Og þeir eru svooooo.gagnlegir þessir gangsterar. Enda heimaríki þeirra í góðum málum, og þeir hafa unnið svooooo mikla sigra ef þeir ná að stinga hausnum upp úr hellisholunni sinni í nógu langan tíma til að taka vídeóviðtal í 1 mínútu.
Skoðaðu bakgrunn Laden. Kominn af auðugu fólki. Aldrei einu sinni tekið upp kartöflu eða hreytt úr belju, en massaður fjöldamorðingi. Hann gat hreykt sér yfir því þegar hann náði að stinga hausnum upp úr villunni sinni......
Jón Logi (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 17:05
Komið þið sæl; sem fyrr !
Jón Logi !
O; jæja - o, jæja. Bentu mér á; hinn algilda fullkomleika - í mínu fari, sem þínu, sem sönnun þinna síðustu orða, ágæti drengur.
Þó svo; við báðir kysum - erum við; víst ekkert gallalausir heldur, Jón minn.
Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 17:15
Enginn er fullkominn, en mér finnst það bara herða á ófullkomleikanum að vera hampa einhverjum fjöldamorðingjum.
Svo má náttúrúlega deila um skilgreininguna á þeim ;)
Held reyndar að ófullkomleikinn sé flottastur og gegnsýrðastur af trú hins vestræna heims á endalausan vöxt, og ávöxtunarkröfu kapítalsins, og þetta er lykilatriðið á bak við allt svona hnoð við "önnur" ríki. Það sem er sérstakast í þessu er að það er eins og allir fræðingarnir flaski á einfaldi stærðfræðireglu sem hefur ekkert með pólitík að gera.
Ef áhugi er, skal ég finna hlekk á stóráhugaverðan fyrirlestur um þetta. Ég horfði tvisvar á hann, og geri það aftur alveg hiklaust. Hlæ mig stundum alveg máttlausan yfir bullinu í stjórnmálamönnunum sem eru ekki að fatta þetta.
Lausnin á vanda Obama er fólgin í skilningi á lögmálinu, hún er þó reyndar þver-öfug við lausn Roosevelts, - og þó ekki.....
Forvitni?
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.