Eru 24 þúsund kílómetrar ekki nóg?

Hvergi í nokkru vestrænu landi eru að finna jafn langa og marga vegaslóða og á íslandi, miðað við stærð landsins. Ekki er vitað nákæmlega hve þeir eru langir samtals en lægsta ágiskunartala, sem ég hef heyrt, er um 24 þúsund kílómetrar.

Til samanburðar má nefna að í grennd við Moab, Mekku torfæruaksturs í Bandaríkjunum, er stór þjóðgarður, Canyonland eða Giljaland, sem hefur sérhæft sig í að þjóna eigendum aldrifsbíla. 

Þeir stæra sig af því að 1600 kílómetrar af merktum vegaslóðum séu í þjóðgarðinum. 

Algert bann liggur við því að fara ekki út fyrir þessa slóða og liggja háar sektir við, enda þykja 1600 kílómetrar kappnóg. 

Hér á landi virðast hins vegar 24 þúsund kílómetrar ekki nægja og í sumar hef ég séð ljót dæmi um utanvegaakstur sem virðist ævinlega algerlega tilefnislaus og heimskulegur. 

Einnig hef ég séð ljót för, sem komu þegar menn fóru greinilega inn á leiðir á meðan þær voru enn lokaðar vegna aurbleytu. 

Ég hef komið á fundi um þessi mál þar sem einstakir menn hafa haldið því fram að allar göngugötur og kindagötur landsins eigi að vera til afnota fyrir vélhjól. 

Svo er að sjá að þeim nægi ekki 24 þúsund kílómetrar, heldur líkast til tvöfalt meira. 


mbl.is Utanvegaakstur með ólíkindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir verða ekki ánægðir fyrr en landið allt er eitt drullusvað.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 13:08

2 identicon

"Algert bann liggur við því að fara ekki út fyrir þessa slóða og liggja háar sektir við"

Getum við ekki verið sammála um að þetta "ekki" eigi að hverfa?

Rófulangur (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 14:23

3 identicon

Það er af mörgu að hyggja þegar kemur að þessu málefni. Ég skil t.d. ekki hvers vegna yfirvöld eru ekki löngu búin að banna millilandaflutning stórra uppgerðra vörutrukka sem nota á sem ferðabíla hér um slóðir. Þetta er óþarfur gamaldags hugsunarháttur að halda að hér þurfi á slíkum bílum að halda. Flestir algengir ferðaslóðar á hálendinu eru færir mun smærri bílum enda mikið eknir. Ef ferðamenn óttast að fara um nema á stórum tækjum er spurning hvort þeir eigi nokkuð erindi hingað. Það er til smánar að ekki sé búið að taka á þessu málum. Hafa þau komið upp árlega um áratuga skeið.

Snævarr Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 17:09

4 identicon

Ein aðferð til að draga úr meðvituðum utanvegaakstri þungra bíla og bíla á hörðum dekkjum (útlendingar) er að banna "flugvélajárn" sem kallast "sand ladders".

Þetta má oft sjá á erlendum "off road" jeppum og trukkum og er notað þegar bílar eru fastir í deiglendi og lausum sandi.

Það dregur ábýggilega kjarkinn úr mörgum að hafa ekki þessi hjálpartæki meðferðis.

Það er hinsvegar engin þörf fyrir þetta glingur á þeim vegum sem opnir eru til umferðar.

Framkvæmd bannsins gæti falist í því að gera þetta upptækt á Seyðisfirði og hafhenda aftur við brottför gegn 5 - 10 þús. kr. geymsugjaldi.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 18:50

5 identicon

Ég hef ferðast mikið vinnu minnar vegan um allt landi á þessu ári og er hálendið engin undanteknig þar á. Með mér í síðustu ferð minni var þýskur leiðsögumaður sem er jarðfræðiprófessor. Ég spurði þennan mann um sektir þegar einhverjir aðilar með háttarlagi sínu skemma og menga í þjóðgörðum Þýskalands á svipaðan hátt og guli Tatra trukkurinn sem margir vilja kalla rútu. Þær eru 50000 evrur = 8,000,000. kr. Eru okkar lög svona sterk eða á að taka á þessu máli einhverjum vettlinga tökum. Verði það gert er það íslenskum lögum og aðstandendum þessa þjóðgarðs til mikillar skammar. Ég vona heitt og innilega að þeir aðilar sem þarn voru að verki verði dæmdit il hárrar fjársektar og til leifis missis í 10 ár. Við höfum ekkert við svona ferðaþjónustu aðila að gera hér á landi. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband