16.8.2011 | 18:24
Hleranir sjálfsagt mál hér á landi.
Í raun eru símhleranir sjálfsagðar hér á landi og óhugsandi að "símhlerunarhneyksli" geti komið upp hér.
Fyrir nokkrum árum kom fram að símar hefðu verið hleraðir hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum í Kalda stríðinu og þrátt fyrir nokkra umræðu um þær um stund, dó hún út og aldrei kom til greina að biðja viðkomandi afsökunar eða kafa nánar niður í málið.
Öðru máli gegndi um svipað mál í Noregi, sem var kannað til hlítar og birt afsökunarbeiðni.
Ég hef áður í þessum pistlum sagt frá rökstuddum grun um ótrúlega víðtækar símahleranir síðsumars 2005 í framhaldi af sérstakri æfingu á vegum NATÓ þar sem æfð voru viðbrögð við aðgerðum "umhverfishryðjuverkamanna", en sá skilgreindi hópur þótti greinilega hættulegri en nokkur annar hér á landi og ógna mest öryggi landsmanna.
Ekki urðu nein viðbrögð við þessu og virðist svo sem Íslendingar sætti sig við þá miklu skerðingu á persónufrelsi og friðhelgi einkalífs sem hleranir eru, og sætti sig líka við að enginn í þjóðfélaginu geti verið óhultur fyrir hlerunum.
Hins vegar er slíkt ástand talið hneyksli erlendis og óþolandi.
Allir vissu um hleranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.