Óverjandi að treysta á svona hundaheppni.

TF-LÍF bjargaði fólki úr sjálfheldu í Býðargili í kvöld þegar engin önnur ráð voru til björgunar. Og er ekki allt gott um það að segja?  Jú, vissulega en hvað ef þyrlan hefði enn verið óflughæf eins og hún var í gær. Í miðnæturfrétum útvarpsins sagði að hún hefði orðið flughæf rétt fyrir útkallið í kvöld. 

Ef hún hefði ekki verið lofthæf hefði bara verið kallað á þyrlu Norðurflugs eins og í Kverkfjöllum, segja einhverjir. En þannig er það bara ekki.  Í Búðargili gat aðeins sérbúin björgunarþyrla komið að notum, því að aðeins úr slíkum þyrlum er hægt að hífa fólk upp í þyrluna af jörðu niðri. 

Það er verið að spila rússneska rúllettu um mannslíf með því að Landhelgisgæslan hafi aðeins tvær björgunarþyrlur. 

"Algert lágmark" sagði innanríkisráðherra í fréttum í kvöld. 

Rangt. 

Hið rétta er að þetta er fyrir neðan algert lágmark og því lengur sem þetta er látið viðgangast því meira aukast líkurnar á mannskaða af völdum óverjandi stefnu í þessum málum. 


mbl.is Þyrlan bjargaði fólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama mætti segja um sparnaðinn í heilbrigðiskerfinu?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 00:18

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Ómar : það að harpa ofan á Esjunni á Frúnni og lifa það af var hundaheppni, hver ert þú til að vera með svona tilvitnanir?, til hvers eru björgubnar þyrlu,r ef ekki vegna fólks sem kemur sér í lífsháska, á það fólk sem fer illi búið á fjöll að kanna fyrst hvort þirla sé til taks, lítu þér nær maður, sammála um þyrlurnar þær þurfa að vera 3.

Magnús Jónsson, 20.8.2011 kl. 01:09

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flólk á að fara passa sig sjáft og ekki alltaf treysta á bjögun!

Sigurður Haraldsson, 20.8.2011 kl. 02:02

4 identicon

Mikið óskaplega blaðrar Magnús af mikilli vanþekkingu !!

Bjössi (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 10:52

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Sammála þér Ómar, hér er verið að spila rússneska rúllettu með mannslíf.  Búum í hrikalegu og stórbrotnu landslagi á okkar litla Fróni, auðvelt að villast af leið og festast í björgum.  Tvær þyrlur langt frá því að duga.  Og innilega sammála Ólafi Sveinssyni hér að ofan, langt síðan að búið var að naga heilbrigðiskerfið inn að merg í  niðurskurði sparnaði. Langt síðan að þetta fór að bitna á sjúku fólki á okkar litla landi.  Spyrjið til dæmis fólk á besta aldri sem bíður eftir hjartarannsóknum, hjartaaðgerðum, mjaðmaskiptaaðgerðum og svo mætti lengi telja, HVE LENGI það er búið að bíða.  Er þetta boðlegt fólki sem býr við verki og þjáningar á degi hverjum?

Sigríður Sigurðardóttir, 20.8.2011 kl. 11:43

6 identicon

Mér þykir með eindæmum að 330þúsund manna þjóð skuli þurfa fleiri en tvær sérútbúnar björgunarþyrlur.

 Meiri frekjan að ekki megi viðhalda vélum áður en tækjaóðir túristatappar eru farnir að heimta björgun, úr heimsins vonlausustu aðstæðum sem þeir komu sér í sjálfviljugir.

Maggi (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband