Hálffalin flugeldasýning og daufur hjúpur.

Hvaða snillingi datt það í hug að þegar metfjöldi fólks var staddur á Arnarhóli, hafði óhindrað útsýni til vesturs og norðvesturs og var búinn að horfa í þá átt allt kvöldið, að hafa flugeldasýninguna í öfugri átt, þar sem háu húsin við Skúlagötu földu allan neðri hluta hennar?

Þessum sama skara áhorfenda, sem stærstum hluta stóð all fjarri Hörpu, var búið að telja trú um það dögum saman, að þegar ljósin yrðu kveikt í glerhjúpi Hörpu yrði það einhver mesta ljósadýrð og bjarmi allra tíma, svo mikið hafði verið gert úr þessu. 

En allir þeir, sem ég hitti þarna, voru sammála um að uppblásin stóryrði um ofurbjarma allra tíma hefðu gert það að verkum að þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. 

Flestir héldu að eitthvað hefði farið úrskeiðis og að aðeins hluti ljósanna hefði kviknað, enda virkuðu þau mjög dauf þegar staðið var fjarri þeim, eins og öllum þeim, sem auglýstu þetta hefði mátt vera ljóst. 

Mér sýnist ljóst að listaverkið njóti sín ekki nema séð tiltölulega nálægt húsinui af Geirsgötunni og í stað þess að þessi frumsýning ylli vonbrigðum hefði átt að taka þetta fram og hafa lýsinguna á því sem í vændum var heldur hófstilltari. 

Að öðru leyti skóp eindæma blíðviðrið og metfjöldi fólks með tilheyrandi stemningu eftirminnilega kvöldstund.

Það stefnir í að sumarið 2011 verði skráð í sögubækurnar á sunnanverðu landinu sem blíðviðrissumarið mikla og lendi þar á pari með blíðviðrissumrinu mikla 1939. 

 

P. S.  Mér finnst rétt að geta þess að mér finnst ljósaskreyting glerhjúpsins bæði falleg og vel heppnuð.  En uppspennt kynningin í langan tíma á á undan vakti væntingar langt umfram það sem í vændum var. 


mbl.is Glerhjúpur Hörpu tendraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Downer, er orðið yfir þennan glataða gjörning..........

hilmar jónsson, 21.8.2011 kl. 01:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir að hafa lesið ummæli bloggara um ljósaseríuna í glugganum á Hörpu, þá er ég gríðarlega feginn að hafa misst algjörlega af henni. Ég kom nefninlega gangandi eftir Lækjargötunni þegar talið var niður og þegar fyrsta bomban sprakk var ég staddur nákvæmlega beint fyrir neðan tröppur stjórnarráðsins. Þaðan var prýðilegt útsýni til flugeldasýningarinnar, líklega talsvert betra en uppi á hól í hvarfi seðlabankans.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2011 kl. 01:36

3 Smámynd: Dexter Morgan

Við hjónin sátum í andakt við sjónvarpið, þar sem við búum út á landi, og eftir smá stund sagði ég "þetta hlýtur að hafa klikkað eitthvað". En svo varð okkur ljóst að þetta var allt of sumt. Þvílíkt hæp á mjög svo slappan gjörning. Þetta voru ein og bilaðar flúorperur, blikkandi hér og þar og enginn "lýsing". Sem sagt; eins og annað í sambandi við þetta dýrasta hús sögunar, algjört prump.

Dexter Morgan, 21.8.2011 kl. 08:50

4 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta er akkúrat það sama og ég hugsaði í gærkveldi, flugeldasýningin á "vitlausum" stað og "ljósadýrðin" á Hörpunni .......... mér finnst hún svolítið jólaleg.

Sigrún Óskars, 21.8.2011 kl. 10:50

5 identicon

Það sem verra er að með þessari viðbót grænna, rauðra og blárra neonlita lítur fyrirbærið Harpan nú út eins og misheppnuð framtíðarsýn úr kvikmynd frá 1982 og er með öllu orðin and-tímalaus. Vinsamlegast slökkvið ljósin, takk!

Jón Flón (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 10:57

6 identicon

Þó að þetta sumar hafi verið blíðviðurssumar á Suðurlandi og í borginni þá voru samt fyrstu 10 dagarnir í júni hörmulegir.

Ari (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 11:33

7 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 11:42

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jólaseríurnar eru tendraðar óvenju snemma í ár.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.8.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband