22.8.2011 | 18:58
Tilhlökkunarefni.
Það er tilhlökkunarefni að Heimsljós Laxness verði sett upp í Þjóðleikhúsinu. Sýning á verkinu í Borgarleikhúskinu fyrir allmörgum árum var minnisverð, og einkum var frammistaða Ólafíu Hrannar Jónsdóttur eftirminnileg að mínum dómi, því að mér fannst hún skjóta sér upp á stjörnuhimin íslenskra leikara með henni.
Ég var hugsanlega einn af fáum leikhúsgestum þá sem hafði upplifað aðstæður konunnar, sem hún lék, þegar ég var í sveit í Langadal og kynntist niðursetningunum sem þar voru í hálfhrundum torfbæ.
Heimsljós sett upp í Þjóðleikhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.