24.8.2011 | 09:55
Mýtan um "fitandi mjólk".
Á öðrum stað hér á blogginu má sjá þann gamla og margtuggna fróðleik að mjólk sé fitandi.
Birt er mynd af undanrennufernu með pistlinum. Ef lesin er áletrun á fernunni um innihald hennar kemur í ljós að í hverjum 100 grömmum eru aðeins 0,1 g af fitu og 4,7 grömm af kolvetnum.
Orkan í hverjum 100 grömmum er aðeins 34 hitaeiningar sem er lítið brot af því sem er í flestum öðrum fæðutegundum. Ég man ekki eftir annarri fæðutegund í augnlblikinu sem hefur minni fitandi áhrif en undanrenna.
Þótt meiri orka og fita sé í mjólk en undanrennu er fullyrðingin um "fitandi mjólk" í meginatriðum röng ef marka má það, hvað er í mjólkurafurðum samkvæmt því sem stendur utan á umbúðum um þær.
Ég horfi nú á fernu utan af sykurskertri kókómjólk og þar sést, að varla er hægt að innbyrða afurð sem er með færri hitaeingum á hver 100 grömm. Þær eru aðeins 50.
Í morgunkorninu eru yfirleitt um 350-380 hitaeiningar eða sjö sinnum fleiri.
Sykurskerta kókómjólkin er ekki fituskert, sem samt er fitan þar aðeins 1%. Í höfrum og brauði er fitan margfalt meiri og jafnvel meiri en í mjólk.
Það er hins vegar í sumum unnum mjólkurvörum sem fitan er skelfilega mikil. Í smjöri og smjörva er hún 75% eða hundrað sinnum meiri en í skyri.
Í súkkulalð, eins og rjóma, er fitan um 35-40% og þess vegna er súkkulaði, þar með talið "megrunarkexið" Prins póló að verða einn helsti og lúmskasti heilsuspillir samtímans.
Þegar ég af heilsufarsástæðum varð fyrir þremur árum að fara að lesa utan á umbúðir um allt sem ég át, uppgötvaði ég að fáfræði mín hafði verið mjög mikil og þar með fordómar.
Lesum utan á umbúðirnar um það sem við étum!
P. S. Af óskiljanlegum ástæðum tengdust þrír bloggpistlar dagsins við frétt um Selmu og Dolly Parton en eins og sjá má á aðeins einn þeirra að vera tengdur við Dolly. Kannski gæti skýringin verið sú að vaxtarlag Dollýjar tengist mataræði, en ég hélt að línurnar hennar hefðu ekki áhrif á dauð tækniatriði.
Selma kolféll fyrir Dolly Parton sjö ára gömul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.