Mótsagnir í svissnesku þjóðlífi.

Í Stjórnlagaráði var talsverður áhugi á þjóðlífi og högum Svisslendinga vegna þeirrar sérstöðu, sem þeir hafa varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur.  Þær gegna afar miklu hlutverki, ekki bara á landsvísu eins og yrði hér, heldur í hinum einstöku kantónum.

Margt reyndist öðru vísi en ætlað var, og var ferð þeirra Salvarar Nordal og Þorkels Helgasonar til Sviss dýrmæt til þess að varpa ljósi á stjórnmál í Sviss. 

Þótt tiltölulega fáa þurfi til þess að koma af stað atkvæðagreiðslu eru kröfur til málatilbúnaðar svo strangar að að meðaltali eru mál ekki til lykta leitt fyrr en eftir nokkur ár efir að málið er fyrst tekið upp. 

Ákveðna ábyrgðarmenn þarf fyrir málinu og það þarf að vera rétt reifað. 

Mjög áberandi er að svissneskir þingmenn líta á sig sem algera þjóna fólkins og niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslna en ekki öfugt.

Hér á landi felur hugtakið embættismaður, að ekki sé nú talað um "hátt settur embættismaður" eða "embættismaður í feitu embætti" í sér að staða hans snúist fyrst og fremst um völd. 

Talað er með ljóma um "valdamikið embætti".  

Þá vill gleymast að orðið "embætti" er náskylt orðinu "ambátt" sem hefur allt annað yfirbragð. 

En í raun er hugsunin sú sama, embættismenn eru þjónar fólksins en ekki öfugt. 

En enda þótt þjóðaratkvæðagreiðsllur eigi sér alda hefð í Sviss hefur það ekki leitt til þess að í því landi hafi jafnrétti og lýðréttindi fengið meiri framgang en annars staðar. 

Þvert á móti hafa Svisslendingar oft verið meðal síðustu þjóða til að lögleiða réttarbætur. 

Þeir hafa verið lagnir með því að nýta sér miðlæga stöðu og hlutleysi til þess að laða til sín fjármuni og liggja á þeim eins og ormar á gulli. 

Þetta er í grunninn þjóð, sem byggir kjör sín á fjármálaveldinu og þjónar því sem best má verða. 

Þess vegna kemur ekki á óvart tregðan til að aflétta bankaleynd eða til að aðstoða aðrar þjóðir við að finna illa fenginn auð. 

Þetta yfirbragð lands og þjóðar segir þó kannski ekkert beint um það hvort það væri betra eða öðruvísi ef þar væri ekki beitt þjóðaratkvæðagreiðslum í stórum stíl. 

En ljóst virðist að þjóðaratkvæðagreiðslurnar einar hafa ekki orðið til þess að Svisslendingar séu í fararbroddi í jafnréttismálum. Þvert á móti virðist þetta vera afar íhaldssamt og afturhaldssamt þjóðfélag að mörgu leyti. 


mbl.is Segir kröfur bandarískra stjórnvalda ganga of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband