Innlit hjá bresku konungsfjölskyldunni?

Mummar Gaddafi var einræðisherra í Líbíu og uppreisn var gerð gegn honum að því er uppreisnarmenn sjálfir segja til þess að koma á lýðræði og frelsi.  Nú þarf að huga að því hvort loforð um þau efni verða efnd. 

Hitt er vafasamara að dæma um stjórn hans með því að skoða hýbýli hans og byggja dóma á því hvort þar var "ríkmannlega" búið eða ekki.  

Það er nefnilega þannig að hjá flestum þjóðum, líka þeim sem okkur standa næst, má sjá "ríkmannleg" húsakynni hjá þjóðhöfðingjum.  Nægir að nefna konungsfjölskyldur á Norðulöndum og í Bretlandi. 

Í Kreml eru stórkostlegar þjóðargersemar geymdar og ekki vantar minnismerkin í Washington. 

Forsætisráðherrar Íslands bjuggu á tímabili í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu sem var afar "ríkmannleg" bygging og ekki verða húsin á Bessastöðum talin smáíbúðahverfisleg. 


mbl.is Innlit hjá Muammar Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband