Tiltölulega einföld tækni getur stórbætt viðbrögð.

Hægt hefði verið að stórminnka truflanir af völdum eldgosanna í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum ef fjölbreyttari mælitækni hefði verið notuð en tölvulíkan í London.

Þetta sýndi einn og hálfur sólarhringur í gosinu í vor þegar hægt var að halda flugvöllum á vestanverðu Íslandi opnum með því að fljúga aftur og aftur á ódýran og einfaldan hátt á lítilli flugvél Sverris Þóroddssonar  með mælitæki, sem Jónas Elíasson hannaði og þeir félagar komu síðan fyrir í flugvélinni.

Stirðbusaháttur kerfisins kom fram í því að allan þann tíma sem þurfti þetta flug til að uppfylla kröfu um "hafa pappír upp á það" að engin aska væri vestan Reykjanesskagans hefði verið hægt að senda með nútímatækni ljósmyndir til Bretlands og jafnvel lofa möppudýrunum þar að sjá beint í gegnum farsíma hvernig himinninn var heiður og blár og skyggni meira en 150 kílómetrar á því svæði þar sem krafist var talna á pappír.

Við skiptumst á að fljúga þessi mælingaflug, ég og Þóroddur Sverrisson, sonur Sverris, og þetta var með þvi óvenjulegra sem ég hef lent í um ævina, - varð að fá leyfi frá störfum í Stjórnlagaráði til þess að halda íslensku flugvöllunum opnum! 

Ég hef áður greint nánar frá þessu máli og aðdraganda þess hér á bloggsíðunni og vísa til þess.  


mbl.is Ræddu viðbrögð við öskuskýjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvar værum við án þín Ómar hafðu þakkir fyrir

Sigurður Haraldsson, 30.8.2011 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband