Hvenær skyldum við skilja þetta sjálf?

Í vandaðri bók um 100 undur veraldar voru rúmlega 40 náttúrugerð. Sjö þeirra voru í Evrópu og aðeins tvö á Norðurlöndum, norsku firðirnig og hinn eldvirki hluti Íslands.

Hinn eldvirki hluti Íslands gengur í gegnum miðju þess og blágrýtisbeltin sitt hvorum megin gera ekkert annað en að auka á gildi landsins í heild. 

Þess má geta að Yellowstone, frægasti þjóðgarður heims, með öllum sínum gríðarlegu hversvæðum og fossum, komst ekki á blað í þessari bók, - hinn eldvirki hluti Íslands tók honum langt fram. 

Af hverju er ég að nú að taka þetta fram hér á bloggsíðunni, einu sinni enn?  Af því að það er eins og við viljum ekki kannast við þetta sjálf, þótt erlent kunnáttufólk í fremst röð sjái þetta og viðurkenni. 

Av hverju viljum við ekki kannast við þetta samt?  Af því að það kann að trufla eitthvað þá áráttu okkar að göslast áfram við að gera þetta einstæða land að samansafni iðnaðarsvæða frá stranda á millum. 

Því að virkjansvæði eins og Kárahnjúkasvæðið og Hellisheiðarsvæðið eru einfaldlega iðnaðarsvæði, ekki þær ósnortnu og einstæðu náttúrugersemar sem að heimsins bestu manna yfirsýn gerir land okkar "dýrgrip mannkynsins, sem okkur er fenginn að láni." 


mbl.is Ísland er að öllu leyti einstakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Eftir að hafa lesið um Eldgjáargosið um 960 og Skaftárelda 1783 sem eftir rannsóknum fræðimanna í Evrópu er talið hafa drepið þar um eina miljón af erfiðisvinnu fólki er ég þeirrra skoðunar að nýta þetta strax áður en sú fagra frú móðir náttúra skmmileggur þetta allt saman enn og aftur.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 30.8.2011 kl. 22:39

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fór um Þingvöll snemma á sunnudaginn og sá fjölmenni við Öxará að virða fyrir sér flekaskilin. Fyrir ofan Þingvöll eru eldfjöll og sandar sem segja mikið um eldvirknina. Á toppi Skjaldbreiðar er mikilfenglegur gígur sem fáir vita af, svo nálægt höfuðborginni. Stóra-Björnsfell er hrikalegur og brattur stapi með stórum eldgíg efra, neðra mórauð á frá Þórisjökli og Slunkaríki. Skersli er nafngift sem hæfir vel grjóti og sandauðninni. Allt frekar óafmeðvitað landslag, en meira forvitnilegt fyrir þá sem sjá fegurð í öræfum. Geymdur leyndardómur rétt hjá illfærum línuveg.

Sigurður Antonsson, 30.8.2011 kl. 23:48

3 identicon

Mengandi iðnaður er tilgangslaus fyrir framtíðina, af hverju? Af því að það er nákvæmlega engin prógressív (eða sjálfbær) hugsun á bak við slíkar leiðir. Ég meina iðnaður var byltingarkenndur á 19 öld, ekki þeirri 21. Ég efast reyndar um að Íslendingar skilji þetta áður en um seinan, það þurfa jú víst allir að brenna sig áður en þeir ranka við sér.

Steinar I (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband