1.9.2011 | 20:29
Þegar komið meira en nóg.
1992 undirritaði Eiður Guðnason, þáverandi umhverfisráðherra Íslands, Ríósáttmálann svonefnda þar sem aðildarríkin skuldbundu sig til þess að hlíta lögumálum sjálfbærrar þróunar og að láta náttúruna njóta vafans.
Skemmst er frá því að segja að fáar þjóðir hafa brotið gegn þessu eins ítrekað og við Íslendingar, enda veit fólk almennt ekki hvað þessi hugtök þýða í raun.
Sjálfbær þróun gerir ráð fyrir því að nýting okkar á auðlindum sé þannig, að hún skerði ekki möguleika komandi kynslóða til að ákveða,hvernig þær haga nýtingu sinni.
Hvað jarðvarmann snertir miða menn við nokkrar aldir, því að erfitt er að sjá lengra.
Þær takmörkuðu rannsóknir, sem hafa verið gerðar á Hengils-Hellisheiðarsvæðinu benda til þess að verði allar þær jarðvarmavirkjanir að veruleika, sem þar hafa lent í nýtingarflokki í drögum að Rammaáæltu, verði orka svæðisins uppurin þegar kemur fram á síðari hluta þessarar aldar.
Slík rányrkja er fjarri því að standast kröfur um sjálfbæra þróun og endurnýjanlega orku.
Nú þegar er nýtt það mikil orka í virkjunum á þessu svæði, að eina leiðin til að nálgast það að brjóta ekki á komandi kynslóðum, væri að virkja ekki meira, heldur grípa til Hverahlíðarvirkjunar og virkjana suður af Hveradölum þegar orkan í núverandi virkjunum fer að dofna.
Þegar ltið er á ofangreint sést hve fráleitt er að fara út í virkjanir í Bitru og Grændal í ljósi þess að þegar hefur verið gengið of langt í virkjunum á þessu svæði.
Fagna verndun Bitrusvæðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir um 60 árum síðan hefðir þú verið ásamt þínum líkum að berjast fyrir að vernda mó. Engin stöðvar tímans þunga nið. Og er mannskeppnan ekki hluti af náttúrinni. Ég hef þá trú að komandi kynslóðir leysi bullið eftir okkur eins og við leystum bullið sem okkar áar skildu eftir en litu ekki á sem bull heldur við í hroka okkar og heimsku, en næsta ísöld eða supervova mun redda þessu nema þú og Svandís stoppið tímans þunga nið.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 1.9.2011 kl. 20:56
Mótakan var nauðsynleg til að fólk gæti hitað upp híbýli sín. Þetta er algerlega ósambærilegt við núverandi ástand þegar við Íslendingar framleiðum fimm sinnum meiri raforku en við þurfum til eigin nota.
Fyrir tæpum 50 árum var ég meðmæltur bæði Búrfellsvirkjun og álveri í Straumsvík. Ég var líka meðmæltur öðrum virkjunum á Þjórsár-Tungnaársvæðinu sem og Blönduvirkjun, þótt ég hefði viljað hafa stífluna lægri og lónið minna.
Ég hef verið meðmæltur 24 af þeim 28 virkjunum, sem þegar hafa verið gerðar.
Allt tal um að ég "og mínir likar" séum á móti rafmagni og framförum er út í hött.
Þú segir nákvæmlega það sama um komandi kynslóðir og einn helstu ráðamanna Íslands sagði við mig fyrir tíu árum: "Við verðum að virkja stanslaust til þess að ekki komi kreppa og atvinnuleysi."
Þegar ég spurði hvað ætti að gera þegar búið væri að virkja allt sem virkjanlegt væri sagði hann: "Þá verðum við dauðir og þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, - það verður verkefni þeirrar kynslóðar sem þá verður uppi. "
Glæsilegur hugsanagangur? Barnabörnum okkar lagt á herðar að reyna að greiða fram úr afleiðingum stjórnlausrar og siðlausrar græðgi okkar.
Ómar Ragnarsson, 1.9.2011 kl. 21:04
Ómar ég var að skrifa um málefnið en ekki þína persónu sem ég ber mikla virðingu fyrir því án þín væri ég ekki að rita um þetta málefni, með vinsemd og virðingu undirritaður.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 21:21
Það á ekki að hreyfa við fleiri gufuaflsvirkjunum hér á suðvesturhorninu fyrr en búið er að ná tökum á tækni við að hreinsa gufuna. Þegar haldið verður áfam á að fara hóflega í sakirnar sleppa Bitru, Grendal og Trölladyngju, - að minnsta kosti.
Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 21:44
Flestir okkar eiga börn og kannski barnabörn. Hvernig í ósköpunum geta menn hugsað bara til næsta dags? Við skuldum komandi kynslóðum nú þegar afsökun fyrir alla rányrkju sem við höfum stundað með skammfengnum gróða í huga.
Úrsúla Jünemann, 1.9.2011 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.