Góðan dag og gott kvöld, takk!

"Góðan daginn" er dálítið sérkennileg kveðja þegar hún er borin saman við sambærileg ávarpsorð nágrannaþjóðanna.

Mér hefur alltaf fundist bæði einfaldara, réttara og fallegra að segja "góðan dag."

Hjá þeim er ekki settur greinir við orðið samanber "god dag", "guten tag" eða "good morning" eða "good afternoon". 

Ef það væri gert í þessum tungumálum myndu Danir segja: "Den gode dag" og Bretar "the good morning" eða "the good afternoon."

Nú sækir á ávarpið "góða kvöldið" og þykir ákaflega fínt. Ég hef aldrei kunnað að meta þetta tilgerðarlega ávarp heldur haldið mig við hina einföldu kveðju: "Gott kvöld". 

Mér þótti alltaf vænt um það hérna í gamla daga þegar Ingólfur Guðbrandsson, frændi minn, las sjálfur inn á auglýsingu ferðaskrifstofunnar Útsýnar, sem hann átti og sagði: "Útsýn, góðan dag. Alveg sjálfsagt, - IT ferð verður ódýrari."

 


mbl.is Góðan daginn dagurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar!

Nú hefði Laddi sagt: Rangur misskilningur!

Það sem þú lofar svo mjög er málvilla!

Lýsingarorð taka sterkri og veikri beygingu.

Sterk beyging lýsingarorða > nafnorð er ævinlega án greinis.
Því ber að segja: Góðan dag!

góður dagur (nf)
góðan dag   (þf)

Veik beyging  lýsingarorða > nafnorð með greini.

góði maðurinn (nf)
góða manninn (þf)

En Ómar minn, neitaður þér um að segja:

Góða daginn, ungfrú Odegaard!!

Húsari. (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 19:54

2 identicon

Gott kvöld Ómar og vonandi áttu góðan dag á morgun en ekki góðan daginn.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 20:08

3 identicon

Það er kórrétt málfræðilega
að segja: Gott kvöld!
Þannig hljómar þessi kveðja best.
(sterk beyging lýsingarorða >nafnorð er ævinlega án greinis)

Þó svo að "góða kvöldið" teljist málfræðilega ekki
rangt mál þá er merking að baki kveðjunni óljós
og kynni að flokkast undir heilabilun!

Húsari. (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 20:09

4 identicon

boa noite, até amanhã, bom dia, allt án greinis.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 20:33

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

ég er farinn að segja samkvæmt nútíma málvenju: Ég vona þú hafir góðan dag.

Ég vona þú hafir góðan vikuenda. Í búðinni: Þakka þér hafðu góða helgi. Afmælið: Ég vona að þú hafir góðan fæðingardag.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.9.2011 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband