Beitt vopn til kúgunar.

Yfirleitt byggja harðstjórar völd sin á öflugri leyniþjónustu og njósnastarfi. En máttur þess er svo mikill að sé slíku beitt í lýðræðisríki getur það skapað kúgun og ótta, sem getur fært valdhöfum furðu mikið vald.

Þess vegna er það áhyggjuefni hvað okkur Íslendingum virðist sama um rökstuddar grunsemdir um það að símar séu hleraðir. 

Það er nefnilega ein af höfuð forsendum lýðræðis að hver þegn geti verið viss um að ekki sé beitt njósnum um hann. 

Sigurður Líndal hefur sett fram hugtakið "kjörin harðstjórn" um það þegar í raun er svo komið að slíkt ástand ríki. 

Dæmi um slíkt var um og eftir síðustu áramót þegar flestum þótti það skynsamlegast fyrir eigin hag að haga sér þannig að engin hætta væri á því að valdhafanum mislíkaði það. 


mbl.is Leyniþjónusta Gaddafis í lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband