5.9.2011 | 14:53
Meðlætið mest fitandi.
Ef leggja á mat á það hve fitandi Big Mac í hlutfalli við aðrar matvörur verður maður að vita hve margar hitaeiningar eru í hverjum 100 grömmum.
Sé Big Mac 100 grömm er hann meira fitandi en flest annað. Sé hann hins vegar 150 grömm er varla hægt að telja hann fitandi.
Ég efast um að kjötið sjálft sé svo mikið fitandi, heldur er brauðið og þó einkum sósur, sem étnar eru með honum, sennilega meira fitandi.
Ofan á hitaeiningarnar í Big Mac sjálfum verður síðan að bæta hitaeiningunum í gosdrykknum, sem drukkinn er með. Sé það magn fólgið í 250 ml flösku eru hitaeiningarnar í því tæplega 200 og heildarorkan því tæplega 600 hitaeiningar.
En þetta og fituinnihaldið veður upp ef étnar eru sósur með.
McDonald's birtir tölur um fjölda hitaeininga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.