Hvaða reglur gilda um rafhjól erlendis?

Fyrst þetta: Vespa er vörumerki ákveðins framleiðanda og hvergi notað erlendis um "skutlur" eins og kalla mætti hjól með þessu byggingarlagi. (Hreyfill fyrir aftan ökumann en ekki fyrir framan hann)

Rafhjól er meira en tvöfalt styttra orð en rafmagnsvespa og því mun betra orð. 

Í nágrannalöndum heita hjól með þessu byggingarlagi "scooter", - "roller" á þýsku. Ekki vespa.

En víkjum að því uppnámi sem virðist hafa orðið hér á landi út af innreið rafskutlanna. Erlendis hljóta að  gilda ákvæði um fyrirbærið, sem er háð þeim takmörkunum að ná ekki meira en 25 kílómetra hraða. 

Það er miklu minni hraði en hægt er að ná með vöðvaaflinu á reiðhjóli. 

Eru aldursákvæði varðandi rafskutlurnar erlendis ? Er skylt að vera með vélhjólahjálma á þeim þar? 

Hvernig væri að læra af erlendri reynslu og lagaákvæðum í stað þess að reyna að finna upp hjólið eða réttara sagt reglurnar um það. 

Menn hrökkva eðilega í kút vegna aukinnar slysatíðni á reiðhjólum hér á landi en hún á sér þær eðlilegu skýringar að stóraukin notkun þeirra hefur óhjákvæmilega í för með sér aukna slysatíðni og að líklega fækkar bifreiðaóhöppum að sama skapi ef hjólin eru notuð í stað bíla. 

Maður á reiðhjóli á 40 kílómetra hraða veldur áreiðanlega meira tjóni við árekstur heldur en maður á 25 kílómetra hraða á rafskutlu.

Ég tel óþarfa að fara á límingunum yfir jafn góðri og þarfri nýjung og rafhjólin eru. Lærum af reynslu margfalt stærra þjóða í stað þess að rjúka af stað með boð og bönn út og suður. 

 


mbl.is Brjóta reglur á rafmagnsvespum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála Ómar !

Hitt er svo annað, að ég hefi ítrekað séð 2 unga krakka á rafhjóli, ( 13-14 ára) á talsvert miklum hraða. Hvorugt með hjálm, klædd stutterma bolum og stuttbuxum.

Þar liggur mikil slysahætta.

Held enginn myndi reiða á hljóli svona hratt.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 18:17

2 identicon

Þessi umræða er lituð af vilja tryggingafélaga til að fá skerf af þessari köku. Ég fyllyrði að þessi rafhjól eru ekki hættulegri en reiðhjól sem Íslendingar eru búnir að nota í hundrað ár, án þess að þjóðfélagið leggðist á hliðina. Vissulega er asnalegt að sjá lítil börn hjólandi á rafhjólum, en það er ekki hægt að banna heimska og þröngsýna foreldra með regluverki. Það verður aldrei.

Þessi forræðishyggja er hins vegar að ganga útí öfgar. Hvenær verður bannað að hlaupa hraðar en hið opinbera ákveður að sé hættulaust? Hvenær verða settar reglur um að bannað verði að ganga úti í hálku? Notum skynsemina og hættum þessu tuði. Rafhjól eru ekki verkfæri djöfulsins eins og sumir virðast halda. Þetta eru sauðmeinlaus samgöngutæki sem fer ótt fjölgandi og því klæjar tryggingafélög í puttana. Nútímamaðurinn er þar að auki svo ofverndaður að það er hlægilegt. Unglingar í dag hafa margir hverjir aldrei staðið úti í rigningu. Aldrei dottið og meitt sig, aldrei fengið rispu á hné án þess að það komi grein í DV um hve hættulegur sá staður sé sem hrufli fólk. Hættum þessari vitleysu og förum að lifa lífinu án þess að hið opinbera og tryggingafélög ákveði hvað sé í lagi og hvað ekki.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 19:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt hjá þér, Birgir, að sjö ára krakki hjólar ekki hratt. En ég man það vel, þegar ég var 10-11 ára að ég komst ansi hratt og hraðar en 25km/klst niður brekku.

Ég lýsi eftir þeim reglum, sem í gildi eru hjá þjóðum sem hafa margfalt meiri reynslu en við af hjólreiðum. 

Ómar Ragnarsson, 5.9.2011 kl. 19:45

4 identicon

Þegar ég var 13 ára þá náði ég tæplega 70km hraða á fjallahjóli.  Til að toppa það þá var þetta innanbæjar.  Félagi minn átti þá 50cc Suzuki TS og það stoppaði í 45km hraða þó að það væri niður í móti, en við fundum svo ráð við því.  En þangað til að innsiglið var tekið úr Súkkuni þá var hún hættuminna ökutæki en 18 gíra fjallahjólið mitt, enda heyrði fólk hávaðan of fann lyktina í mörg hundruð metra fjarlægð.

Rafskutla sem er takmörkuð við 25km hraða er langt því frá að vera jafn hættuleg og reiðhjól sem hraðatakmarkast aðeins af greind og vöðvaafli þess sem hjólar því.  Gerum því Íslandi greiða með því að kjósa ekki þessa vitleysinga aftur á þing.

Stebbi (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 22:28

5 Smámynd: Landfari

Stebbi, þó að þú hafir náð 70 km hraða á reiðhjóli þá var það nú ekki almennur ferðahraði hjá þér. En jafnvel þó þú á þínu hjóli værir á 70 en súkkan á 45 þá var súkkan hættulegri að lenda fyrir en þú á hjólinu. Það gerir þyngdin á súkkunni. Hitt er rétt hjá þér að minnkar líkurnar að hinn aðilinn getur áttað sig frekar á hættunni sem nálgast þega hann heyrir hljóðið.

Það eru ekki margir krakkar sem geta haldið 25 km hraða að jafnðai á reiðhjóli þó ekki sé tiltökumál að ná þeim hraða við sérstakar aðstæður.

Landfari, 6.9.2011 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband