9.9.2011 | 19:30
Fáráðar hafa verið víðar á ferð í sumar.
Á þeim hálendisslóðum, sem ég hef ekið á norðausturhálendinu í sumar hef ég séð allt of víða för utan slóðanna eftir bæði vélhjól og bílum.
Förin gefa til kynna að þeir, sem þeim hafa valdið, hafa haft lítið vit á því hvað þeir voru að gera og akstursleiðirnar oft algerlega út í hött, tilgangslaus, óþarfur og óverjandi.
Nú stendur hreindýraveiðitíminn yfir eystra og smalað verður eftir 2-3 vikur, og þótt þá þurfi að smala fé og fella hreindýr utan vegaslóða, hef ég séð það greinilega í "búskap" mínum á Brúaröræfum hvernig veiðimenn og smalamenn kunna vel til verka og sjá til þess að skemma ekki landið.
Óku víða utan vega og voru gripnir við iðjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.