Fáráðar hafa verið víðar á ferð í sumar.

Á þeim hálendisslóðum, sem ég hef ekið á norðausturhálendinu í sumar hef ég séð allt of víða för utan slóðanna eftir bæði vélhjól og bílum. 

Förin gefa til kynna að þeir, sem þeim hafa valdið, hafa haft lítið vit á því hvað þeir voru að gera og akstursleiðirnar oft algerlega út í hött, tilgangslaus, óþarfur og óverjandi. 

Nú stendur hreindýraveiðitíminn yfir eystra og smalað verður eftir 2-3 vikur, og þótt þá þurfi að smala fé og fella hreindýr utan vegaslóða, hef ég séð það greinilega í "búskap" mínum á Brúaröræfum hvernig veiðimenn og smalamenn kunna vel til verka og sjá til þess að skemma ekki landið. 


mbl.is Óku víða utan vega og voru gripnir við iðjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband