17.9.2011 | 22:12
"I am late".
Það er ekki nýtt að stríðni sé beitt gagnvart flugfélagi, sem hefur átt óstundvísi að glíma í lengri eða skemmri tíma.
Á sínum tíma tókst Loftleiðum að hasla sér völl svo um munaði með því að nota hægfara flugvélar á þeim tíma sem þotur voru að ryðja sér til rúms.
Í fyrstu voru þetta vélar með bulluhreyflum, DC-6B, en síðan Canadair 44 skrúfuþotur.
Að öðru jöfnu er erfiðara að halda áætlun með hægfara flugvélum á löngum flugleiðum heldur en með hraðfleygum, því að óhagstæðir vindar gera þeim mun meiri usla sem vélin fer hægar.
Svo óheppilega vildi til að nafnið Icelandic Airlines hægt var að lesa skammstöfunina IAL (Icelandic AirLines) út úr nafni félagsins og láta það standa fyrir I Am Late og fólst í þessu nokkur stríðni.
Hins vegar skipti þetta farþegana litlu máli, því að félagið bauð lang lægstu fargjöldin yfir Norður-Atlantshafið og þeim viðskiptavinum fjölgaði stöðugt sem að öðrum kosti höfðu ekki efni á því að fljúga yfir hafið.
Alltaf seinir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt fyrir peninginn.
Vilhelmína (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 07:36
Þessi skammstöfunarbrandari um IAL er ágætur enda al íslenskur.
Loftleiðir stóðu sig, minnir mig, all þokkalega með stundvísina á flugum sínum yfir Atlandshafið og ég er ekki frá því að þjónustan sem þeir buðu farþegumm sínum um borð hafi verið vel sambærileg við önnur flugfélög, að millilendingunni fráskyldri.
Loftleiðir höfðu á sínum tíma einokun á flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna en Evrópubúar höfðu ýmsa valkosti og margir kusu eðlilega ódýrasta flugið þrátt fyrir millilendinguna.
Ég er ekki viss um að sú gagnrýni sem í auknum mæli virðist beinast að IE eigi að flokkast undir stríðni. Huganlega er hún að miklu leiti réttmæt og það finnst mér vera áhyggjuefni fyrir þau okkar sem viljum gjarnan eiga fleiri en einn valkost þegar við þurfum eða viljum fljúga til útlandsins öðru hverju.
Agla, 19.9.2011 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.