Það er og verður alltaf til ríkt fólk.

Vegna kvikmyndagerðar er ég talsvert á faraldsfæti um vegi landsins. Á Suðurlandsvegi hefur umferðin minnkað eitthvað eftir Hrunið en það hefur vakið athygli mína að umferð dýrra og stórra lúxusbíla hefur síst minnkað.

Það minnir á að þrátt fyrir áföll af því tagi, sem nú hafa bitnað á almenningi, virðast alltaf þeir vera til, sem slíkt virðist ekki bíta hið minnsta á.

Það kemur mér því ekki á óvart þótt dýrar lúxusíbúðir renni út eins og heitar lummur meðan fasteignamarkaðurinn er í frosti.

Það er ekki aðeins að ævinlega verða þeir til sem eiga nóga peninga heldur líka hitt, að ævinlega verða þeir til sem kunna á það að græða á kreppunni, - eins dauði er annars brauð.


mbl.is 50 lúxusíbúðir á einu bretti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já afæturnar og arðræningjarnir Ómar. Verða þeir ekki til jafn lengi og almenningur er tilbúinn að láta sér við myslsnuna frá borði þeirra nægja án frekari krafna.

Hér virðist fólk elska það að láta auðmýkja sig og éta það sem úti frýs.

hilmar jónsson, 22.9.2011 kl. 12:31

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Nú er hilmar jónsson flottur!

Aðalsteinn Agnarsson, 22.9.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband