Svona er knattspyrnan.

Þetta virtist svo einfalt hjá stelpunum í kvöld, allar tölur, skot á mark, hornspyrnur o. s. frv. sýndu það sama og maður sá á skjánum, að þær íslensku áttu miklu meira í leiknum.

En svona er knattspyrnan; það er markatalan ein sem skiptir máli þegar upp er staðið, hvernig sem allt annað er í pottinn búið.

Í einum leiknum leggst þetta svona, í öðrum á hinn veginn, og aðalatriðið er að halda karakter, jafnvægi og stóiskri ró og gera betur næst.

Gott dæmi um gildi þessa má sjá í úrvalsdeild karla hjá liði Fram. "Lánlausir Framarar" var lýsingin á liðinu langt fram á haust og hjá sumum hefði verið búið að reka þjálfarann og ráða nýjan.

En það hlaut að koma að því að sama hliðin á lukkupeningnum kæmi alltaf upp, þegar honum var kastað og hin hliðin færi að sjást.

Þannig verður það vonandi varðandi íslenska kvennalandsliðið. Áfram, stelpur!


mbl.is Vonbrigði gegn Belgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband