22.9.2011 | 09:43
Gerir illt verra.
Verkföll, órói og truflanir á grísku þjóðlífi og efnahagslífi vegna mótmæla gegn efnahagsráðstöfunum mun líklega aðeins gera illt verra.
Gríski vandinn hefur tvær hliðar:
Annars vegar er komið að óhjákvæmilegum skuldadögum vegna lánafyllerís landsins í bland við víðtæka pólitíska spillingu sem sýkt frá sér niður í gegnum þjóðfélagið.
Ef Grikkir líta í eigin barm sjá þeir að fjöldaþátttaka í svindli innan ríkis- og velferðarkerfisins var orðið þjóðarmein, sem gekk svo langt, að fólk tók til dæmis í stórum stíl út lífeyri fyrir dáið fólk.
Ofan á þetta bættist svipuð fjöldaþátttaka í lánasprengingunni og var hér á landi í aðdraganda Hrunsins.
Hins vegar verður að líta á það að enda þótt hægt sé að segja að þjóðir fái þá ráðamenn, sem þær eiga skilið, eiga milljónir Grikkja engan þátt í því hvernig komið er og meðal þeirra ríkir réttlát reiði yfir því hvernig þeir, sem eru ríkir og hafa rétt sambönd, sleppa við að borga það tjón sem þeir ollu.
![]() |
Engar almenningssamgöngur í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei nei nei nei.. sei sei; Stundum verður fólk að berjast til að ná fram breytingum/réttlæti; Það má ekki alltaf kjagast á því að það megi ekki beita hörku, það er bara til þess fallið að hákarlar taka til sín enn stærri bita, að almenningur missi enn meira. Alveg eins og við sjáum hér á íslandi; Hákarlarnir eru í enn betri málum, líkast til; Almenningur ber byrðarnar, ber ríkidæmi þeirra á baki sér.
Það verður að brjóta egg til að gera eggjaköku
DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 10:00
103 milljarðar evra voru í fyrsta pakkanum. Af þeim fóru 101 milljarður beint í bankana. Ekki vænlegt til að byggja upp efnahaf eða snúa neinu við. Nokkrum dögum eftir einhvern fund ráðamanna voru grikkir gagnrýndir af ESB og IMF fyrir að selja ríkiseignir ekki hraðar.
Það er nefninlega málið. Steypa landinu í skuldir og selja svo allt sem einhvers er virði. Sama gamla tuggan. Embættismenn sjá um þá sem komu þeim í stólinn.
Ef grikkir voru duglegir í að svindla á kerfinu er það vegna þess að kerfið bauð upp á það. Við horfum upp til þeirra sem völdin hafa. Ef þeir haga sér eins og svín, gerum við það líka.
Íslendingar voru reiðir eftir hrunið þó þeir geti sjálfum sér um kennt. Eftir á að hyggja. Það getur verið svo sárt þegar maður kemst að því að maður hefur verið dreginn á asnaeyrunum. Stundum eru mótmæli nauðsynleg, skiljanleg og réttlætanleg.
Villi Asgeirsson, 22.9.2011 kl. 20:17
Þetta er skelfilegt hvernig komið er fyrir Grikjum,hvernig pólitísk spilling þar í landi, er búin að rústa heilu þjóðfélagi, það er alveg kristal tært að það þarf að afskrifa 50% skulda Grikja,ef þjóðin á að eiga sér einhverja framtíð.
Nú skamast maður sín fyrir að vera Íslendingur, þegar maður heyrir að Færeyigur sem var búin að vera 3 ár í viðskiptum við Arion banka, fær ekki 50.000 kr yfirdrátt hjá Arion,nú þarf almenningur að hætta öllum viðskiptum við þessa sjoppu sem Arion banki er.
Þeir hjá Arion eru sennilega búnir að gleyma fyrirgreiðslu Færeyinga til Íslands strax eftir hrun, þegar aðrar norðulandaþjóðir vildu ekki lána Íslendingum, en og aftur nú skammast maður sín fyrir að vera Íslendingur, fyrir skítinn 50.000 kall.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.