Óendanlega langt frá hinum endanlega sannleika.

Á hverjum tíma sögunnar telja menn færustu vísindamenn hafa komist að hinum endanlega sannleika.

Þannig var það alveg pottþétt á sínum tíma að jörðin væri flöt og sól og stjörnur snerust í kringum hana.

Ef einhver hefði spáð því fyrir nokkur hundruð árum að hægt yrði að senda hljóð og myndir á ósýnilegan hátt með 300 þúsund kílómetra hraða á sekúndu hefði sá hinn sami verið talinn genginn af göflunum.

Enn verr haldinn hefði menn talið hann ef hann hefði haldið því fram að úti í geimnum væru svarthol.

Afstæðiskenning Einsteins hefur verið talin hinn endanlegi sannleikur okkar tíma. Nú virðist vera kominn brestur í það og hver getur fullyrt að hún standist nokkuð frekar en margt annað sem færustu vísindamenn síns tíma héldu fram?

Ég á erfitt með að sjá annað en tvær samkynja staðreyndir í tilverunni og sköpunarverkinu.

Það eru óendanleikinn og eilífðin.

Það þýðir að mennirnir verða ævinlega óendanlega langt frá því að komast að hinum endanlega sannleika.

Eða, eins og einhver sagði á sínum tíma: "Því meira sem ég veit, því betur rennur það upp fyrir mér hvað ég veit lítið." 

Mig grunar að við búum yfir hugarorku en höfum mismikla hæfileika til að senda hana frá okkur eða taka við henni.

Sé hún til getur hún áreiðanlega farið mun hraðar en ljósið.

Nú geta menn brugðist við þessu hjá mér með því að segja að maður sé ekki alveg í lagi að halda svona fram og við því er svo sem ekkert að segja.

Sem betur fer er villt ímyndunarafl eitt það besta sem við mennirnir búum yfir, - að vísu mismunandi mikið og mismunandi villt,  því að það gerir okkur kleift að komast út úr spennitreyju þeirrar þekkingar, sem menn telja endanlega á hverjum tíma, en er í raun svo óendanlega langt frá því að vera endanleg.


mbl.is Andstætt afstæðiskenningu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Ómar, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu, Náirðu fram markmiðum þínum, eins og allt bendir til, verður Island orðið einn lítill hreppur í Stórríki Þýskalands, áður en langt um líður. Hvorki þú né aðrir íslendingar koma til með að hafa neitt að segja um ´þjóðgarða´ eða annað. Nýtt fólk hefur tekið yfir með aðra tungu og þjóðfána.

Björn Emilsson, 22.9.2011 kl. 22:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eru engin takmörk fyrir því, Björn, við hvað þú getur tengt alls óskylt síbyljuraus þitt um Stórríki Þýskalands?

Hefur þér aldrei dottið í hug að lesendur bloggsíðu minnar og athugasemda við hana séu að verða þreyttir á þessu?

Ómar Ragnarsson, 22.9.2011 kl. 22:45

3 identicon

“Geocentric model”, oft kennt við Ptolemy er ekki rang. Hinsvegar verða allar hreyfingar reikistjarna og tungla miklu flóknari, en í “heliocentric model”, kennt við Copernicus.

Og hvað hugtakið eilífð varðar, er það einnig byggt á þeirri röngu forsendu, að tíminn hafi ávallt verið til. En svo er ekki. Tímahugtakið hefur enga merkingu fyrr en heimurinn verður til.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 22:52

4 Smámynd: Snowman

Sæll Ómar.

Mér dettur í hug kennarinn sem var að útskýra hraða fyrir nemendum sínum og bað þá um að nefna það hraðasta sem til væri.  Nemendurnir nefndu kappakstursbíla og orustuþotur og annað í þeim dúr.  Kennarinn útskýrði svo fyrir þeim hraða ljóssins.

Þá lyfti einn drengur upp hendinni og segir "Ég veit um tvennt sem er hraðara en hraði ljóssins.  Í fyrsta lagi hugsunin.  Ég get með hugsun einni, komist til sólarinnar á 1 sekúndu á meðan það tekur ljósið 8 mínútur."
"Mér líkar hugsunarháttur þinn", svarar kennarinn.  "Og hvað er hitt ?"

"Það er niðurgangur.  Hann kemur áður en maður nær að hugsa nokkra hugsun"

Haltu áfram baráttu þinni Ómar og bestu kveðjur úr Danmörku

Snowman, 22.9.2011 kl. 23:41

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér skilst að hugtakið eilífð standi utan við tímann, ekki innan í honum, ekki endalaus áfram og áfram tími. Hvort það gengur upp er önnur saga en trúarbrögðin halda þessu fram.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.9.2011 kl. 23:52

6 identicon

Æ, Ómar. "Á hverjum tíma sögunnar telja menn færustu vísindamenn hafa komist að hinum endanlega sannleika." Nei, það er ekki satt. Vísindin eru í eðli sínu leitin að sannleikanum, eða öllu heldur það að reyna að stækka sem mest safn þeirra hluta sem við vitum með vissu. Einu sinni héldu menn að allt snérist í kringum jörðina, vísindalegar aðferðir sýndu fyrst að pláneturnar ganga á hringjum í kringum sólina, svo að pláneturnar fara eftir sporbaugum (ekki fullkomnum hringjum) í kringum sólina, og nú vitum við að sporbaugarnir eru ekki fullkomnir heldur, því að pláneturnar toga hver í aðra.

Ef þú skoðar málið almennilega, þá er það nú yfirleitt þannig að vísindamenn halda því ekki fram að þeir hafi endanlega vitneskju um allt, heldur vita þeir (innan síns sviðs) hvað er búið að sanna að sé rétt, hvað menn halda að sé rétt án þess að það hafi verið sannað og hvað menn hafa sannað að sé ekki rétt.

Þeir sem halda því fram að þeir hafi fundið endanlegan sannleika eru yfirleitt prestar eða aðrir trúarlega frelsaðir.

Valdís (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 10:25

7 identicon

Vísindin telja sig aldrei komast að hinum endanlega sannleika, bara nálgun á sannleikann.

Aðeins trúarbrögð segjast hafa hinn endanlega sannleika.

Einmitt vegna þess að nú er eitthvað sem hugsanlega fer hraðar en ljósið, þá eru trúaðir farnir að taka það öfugt ofan í sig; Taka það jafnvel sem sönnun fyrir því að hjátrú þeirra sé sönn.

DUH

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 11:54

8 identicon

Valdís,

Hvaða viðkvæmni er þetta ;-)

doctor,

Þú ert nú alveg sami spin doctorinn ;-)

Davíð P (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 15:37

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég nefndi aðeins þetta með afstæðiskenninguna vegna þess að hún gæti orðið enn eitt dæmið um það að þegar við héldum að við hefðum höndlað algild og endanleg sannindi í henni reyndist fleira hanga á spýtunni.

Ómar Ragnarsson, 23.9.2011 kl. 22:34

10 identicon

Hér er ágætis spjall um þetta, fyrir áhugasama
http://www.youtube.com/watch?v=yM4Ol4aEcng

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 10:21

11 identicon

Ljóshraðinn er vissulega “fundamental” stærð náttúrulögmálanna. Hið mikla afrek Einsteins var, að hann áttaði sig á því að hraði ljóssins er “constant”. Það höfðu vísindamenn honum samtíma ekki gert. Merkilegar og “popular” útkomur afstæðiskenningar Einsteins, eins og t.d. “time dilation” og “length contraction” höfðu aðrir eðlisfræðingar og stærðfræðingar þegar vakið athygli á (Hendrik Lorenzt, Henri Poincaré). Jafnvel frægasta jafna sögunnar, E = mc2 má lesa úr hinum frægu jöfnum James Clark Maxwells yfir rafsegulsviðið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 12:12

12 identicon

Viðbót við athugasemd fyrir ofan: 

En hvað þýðir að ljóshraðinn sé “constant”? Skoðum eftirfarandi dæmi:  Lest ekur með 100 km/klst hraða í gegnum járnbrautarstöð. Maður á stöðinni horfir á lestina og sér þjón, sem ytir kaffivagni á undar sér í lestinni, í sömu stefnu og lestin fer, og það með 2 km/klst hraða. Hver er hraði þjónsins miðað við manninn á stöðinni? 100 + 2 = 102 km/klst. Rétt. En maðurinn á stöðinni sér einnig mann skjóta ljósi („photons“) í þá stefnu sem lestinn fer. Hver er hraði ljóssins? 300‘000 km/sek + 100 km/klst? Rangt. Hraði ljóssins er óháður hraða lestarinnar. Þetta er nefnilega stórmerkilegt, og sá sem á erfitt með að átta sig á þessu er ekki einn.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband