29.9.2011 | 23:02
Fyrirtæki mótsagnanna.
Ég efast um að allir geri sér grein fyrir því hve gríðarleg bylting fyrir Íslendinga tilkoma Iceland Express var árið 2003.
Rofin var áratuga einokun á flugi til og frá Íslandi, sem var algerlega óviðunandi ástand á 21. öldinni.
Ein af ástæðum þess að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd 1262 var að siglingar til og frá landinu voru ekki lengur tryggar og orðnar of stopular.
Það hefur verið sagt að víglínan í baráttunni við að halda byggð í landinu liggi ekki lengur við Hvalfjörð og Þjórsá, heldur í Leifsstöð, og í alþjóðasamfélagi nútímans er ein af forsendum þess að land sé lífvænlegt fyrir fólk, að samgöngur séu sem greiðastar og frjálsastar.
Saga Iceland Express á þessu ári er full af mótsögnum. Í fréttum er greint frá fjölgun farþega og í sjónvarpi hefur mátt sá afar vel heppnaða og árangursríka auglýsingaherferð.
Á sama tíma hefur fréttum af seinkunum og uppákomum fjölgað svo mjög, að Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Birgir Jónsson ætti að vita hvað hann er að segja og gera og hvað sé helst til ráða, - maður með nokkurra ára reynslu fyrr á árum af því að stýra flugfélaginu, en hverfur nú frá störfum með methraða.
Á sínum tíma lýsti Hannes Smárason því í tímaritsviðtali á eftirminnilegan hátt hvaða hugsunarháttur lægi á bak við eignarhald hans á flugfélögum og sé svipaður hugsunarháttur það sem öllu ræður hjá Iceland Express er það ekki mjög traustvekjandi.
P. S. Nú má sjá á viðbrögðum stjórnar Iceland Express að "einkavinavæðing" Birgis varðandi mannaráðningari og uppsagnir hafi verið aðal ágreiningsmálið. Þar með virðist þetta mál stefna í að verða einhvers konar leðjuslagur.
Forstjóri Iceland Express hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það vill oft gleymast að hægt er að fljúa með fleyrum en ixp og Icelandair nú orðið. Enn þetta fyrirtæki er í eigu stórglæpamanns sem á að vera komin í fangelsi og það er góð ástæða fyrir því að fara ekki í þessar véla þeirra.
óli (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 23:30
Ómar, í niðurlagi þínu þar sem þú vitnar í Hannös Smárason talar þú eins og Iceland Express sé flugfélag. Þú átt að vita að svo er ekki. IE er ekki flugfélag frekar en veitingahús Nings (án þess að ég vilji nokkuð níða það ágæta veitingahús).
Sigurður (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 00:19
Eru öryggismálin í lagi þarna?
Viggó Jörgensson, 30.9.2011 kl. 00:34
Það var nú eitt fyrirbærið, sem kom með Bólunni og heldur velli þrátt fyrir Hrun, að flugfélög eru ekki flugfélög, bensínstöðvar eru ekki bensínstöðvar o. s. frv.
En Icelandic Group var í upphafi byggt upp úr Icelandair, og í tilvitnuðu viðtali er Hannes spurður hvort hann hafi í upphafi eignast það félag vegna áhuga á flugi, flugsamgöngum eða flugvélum og hann neitar því.
Í framhaldinu lýsir hann því hvers vegna það var heppilegt að kaupa þetta félag. Það var vegna þess að það var "hæfilega mikið skuldsett". Sem sagt: Hafði verið í fjárhagslegu basli svo lengi sem elstu menn mundu.
Og blaðakonan spurði hvernig þetta mætti vera, hvers vegna félag sem hafði glímt við taprekstur áratugum saman skiluðu nú gróða upp á 44 milljarða á ári.
Hannes lýsti þessu samviskusamlega. Hæfilega skuldsett fyrirtæki eru keypt, tekin lán eftir þörfum og allar skuldirnar greiddar upp. Þá stóreykst virði fyrirtækisins og hægt að bókfæra aukna viðskiptavild upp á tugi milljarða með því að láta fyrirtækin kaupa hluti í hverju öðru, sameina þau eða búa til ný með nýjum kennitölum.
Svo einfalt, svo mikil "tær viðskiptasnilld".
Ómar Ragnarsson, 30.9.2011 kl. 01:19
Athugasemd nr. 1. Jú, "nú orðið" er hægt að fljúga með fleiri flugfélögum en Icelandair og Iceland Express en árið 2003 og þar á undan var aðeins um það að ræða að fljúga með einu flugfélagi.
Ómar Ragnarsson, 30.9.2011 kl. 01:23
Það er ótúlegt hve menn hafa gert "flugfélagið Iceland Express stórkostlegt". "Flugfélag" sem á ekki og hefur aldrei átt svo mikið sem Twin Otter....................good luck.
Halldór Egill Guðnason, 30.9.2011 kl. 03:49
..................
Halldór Egill Guðnason, 30.9.2011 kl. 04:43
Hverjir voru eigendur Icelander þegaar að unga konan kvaddi forstjórastólinn þar á svipuðum hraða?
axel (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 13:37
Skulda-Birgir, skrafa menn,
skall á farartálma.
Slæðu-Héðinn unir enn
undir Skugga-Pálma
Hrúturinn (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.