Eitt minnsta líffærið og stærsta atriðið.

Raddböndin eru svo hlægilega lítið líffæri að miðað við smæðina ættu þau að vera lítils virði.

En þrátt fyrir þessa smæð virðast möguleikar á mismun mannsradda vera svo óendanlega miklir, að sífellt koma fram nýjar raddir sem eru engum öðrum líkar.

Og slíkar raddir eru margar hverjar milljarða virði og hver millmetri viðkomandi raddbanda metinn á milljónir.

Björk Guðmundsdóttir er ákaflega hæfileikaríkur listamaður og snillingur á sínu sviði, en þegar öllu er á botninn hvolft, er það rödd hennar sem er svo einstök, að án hennar hefði hún varla náð heimsfrægð og við missi hennar væri illa komið fyrir henni.

Sumar raddir eru svo einstakar og svo persónulegar að engu verður við jafnað.  Nokkur dæmi:  Ellý Vilhjálms, Nat King Cole, Jussi Björling, Haukur Morthens, Guðrún Á Símonar, Stefán Íslandi, Erla Þorsteinsdóttir, Michael Buffer.

Þekkjast úr á löngu færi.

Og raddönd þeirra, sem verða að nota þau sem verkfæri, verða seint ofmetnar, jafnvel þótt þau séu út af fyrir sig  ekkert sérstök.

Allt frá fyrstu árum mínum sem

Smá reynslussaga:  Þegar ég byrjaði að koma fram, misbauð ég raddböndum mínum gróflega, einkum með eftirhermum og ofnotkun.

Margir tugir jólaskemmtana á "jólasveinavertíð", sem stóð í aðeins tíu daga með allt að 50-60 skemmtunum, fóru alveg sérstaklega illa með röddina.  Á öllum þessum skemmtunum bjagaði ég röddina og breytti henni til að skapa persónuna Gáttaþef.  Slíkt fer alveg sérstaklega illa með raddöndin.

Í lok þessarar jólatranar þurfti ég að lækka hæðina á lögunum í allt að hálftón á dag, og með tímanum fórum við Haukur Heiðar Ingólfsson að kalla þetta "jólasveinatóntegundir."

Tónsvið mitt í upphafi var ekki hátt, náði í mesta lagi upp á F eða Fís, en þegar héraðsmótin og einkum Sumargleðin bættust á sumrin við jólasveinastandið á veturna og "áramótavertíðina" í janúar-apríl sumrin,  féll röddin og varð afar tæp á löngum köflum.

Sem dæmi um "áramótavertíðina" má nefna að í febrúar 1973 skemmti ég um fjórar helgar á 55 skemmtunum eða 14 skemmtunum hverja helgi.

Oft var prógrammið með gríðarlegri líkamlegri áreynslu í ætt við aerobikk í reykmettuðu lofti og innbyrtur var sígarettureykur á við það sem gerist hjá reykingamönnum sem keðjureykja.

Á síðustu árum Sumargleðinnar voru raddböndin þanin í allt að sex klukkstundir hvert kvöld á tímabilinu frá klukkan 9 um kvöldið til þrjú um nóttina.

Þetta var náttúrulega bilun.

Svo var komið að eftir 40 ára feril fyrir um það bil tíu árum var efsta nótan, sem ég tók án mikilla vandræða, komin niður í D, og læknar sögðu´mér að hnúðar væru á bólgnum raddböndunum og ég myndi missa röddina ef ég söðlaði ekki um í notkun hennar.

Eina lækningin væri hvíld og að "halda kjafti".

Að sjálfsögðu var ekki um það að ræða að þagna heldur að fara í áreynslubindindi og stórminnka álagið.

Þetta var þolinmæðisverk sem hefur ekki skilað sér til fulls fyrr en á síðasta ári, þegar ég uppgötvaði, að ég komst á ný upp á F eða Fís eins og fyrir 50 árum.

 


mbl.is Björk óttaðist að missa röddina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Allar raddir eiga að heyrast. Sumar verða frægari en aðrar. Þín rödd heyrist enn og skiptir ekki máli í hvaða dúr eða moll hún er, frekar en Bjarkar. Reynslusögur um raddir gera raddirnar ekkert betri. Veit minna en ekkert um tónstigann, enda gjörsamlega radd, lag og tónlaus. Það, hvernig rödd er "matreidd" skiptir ef til vill mestu máli. Það er meira að segja hægt að segja ótrúlegustu hluti, nánast í hljóði. Þetta fer allt eftir því hvað þú hefur að segja, hvernig þú "matreiðir" og spilar undir. Hvað svo sem á daga frægra sem óþekktra hefur drifið, hér eftir sem hingað til, er aðeins eitt sem sameinar okkur öll að lokum og það er þögnin. Að hafa heyrt eitthvað og skilið fram að því, hlýtur að vera mikil blessun, hvernig svo sem við matreiðum það.   

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2011 kl. 01:48

2 identicon

Skítt með "F"-ið Ómar, málið er að þú ert mjög tónviss, - og svo auðþekkjanlegur í rödd ;)

Þetta er guðsgjöf.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband