Einu sinni á öld ?

"Maður kemur í manns stað". "Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki."

Þetta er oft hent á lofti og má til sanns vegar færa enda ættu möguleikarnir sem felast í fjölbreytninni meðan allra milljarðanna sem lifa á jörðinni að tryggja að ævinlega komi maður í manns stað.

Þó er það svo að einstaka sinnum kemur fram fólk sem er alveg einstakt, svo að segja megi að aðeins komi fram ein slík manneskja á öld.

Hvenær kemur fram annar Einstein? Annar Jón Sigurðsson? Annar Guðlaugur Friðþórsson?  Eftir áratug?  Eftir öld? Aldrei?

Besta dæmið úr íþróttaheiminum er kannski Muhammad Ali. Nútíma hnefaleikar hafa verið stundaðir í rúmlega 120 ár en enginn þeirra milljóna sem hafa stundað þessa íþrótt líkist Ali þegar hann var upp á sitt besta á árunum 1965-67.  Enginn í 120 ár.

Þrátt fyrir  


mbl.is „Finna aldrei annan slíkan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Maður kemur aldrei í manns stað!

Þetta ætti hverjum manni að vera auðskilið.

Sú hugsun sem ef til vill býr upprunalega
að baki þessu orðatiltæki er einfaldlega viðhald
tegundarinnar en jafnvel þar er ekki á vísan að róa
því ekki þarf endilega svo mikið til að koma
að allt aðrar lífverur og óþekktar með öllu nú á tíð
stjórni því hvað verða vill næstu árþúsund.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 23:38

2 identicon

Það er svo merkilegt við það að standa í búskap, að vinir manns og félagar, - aðrir bændur, - eru ekki endilega á sama aldursskeiði. Því upplifði ég það að hver félagi minn á eftir öðrum fór ... að spila á hörpu.

Einhvern tímann var ég mæddur yfir þessu, - þá var granni minn og stórvinur nýfarinn.

"Nú er skarð fyrir skildi" sagði ég, - "það kemur enginn í stað fyrir annan eins karakter eins og þennan".

Kona mín setti mig í jarðsamband með einföldu svari. "Hvernig heldur þú að þú og frændur þínir á Rangárvöllum verði orðnir eftir svona 30-40 ár, ha?"

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband