Þegar hætt var við æfinguna.

Fyrir rúmum hálfum öðrum áratug báðu yfirvöld Axel Einarsson jarðfræðing um að gera áætlun um það, hvað gæti gerst ef svipuð umbrotahrina yrði á Reykjanesskaga og varð nálægt árinu 1000 og síðan um tveimur öldum síðar.

Axel setti upp módel sem sýndi upphaf syðst á skaganum og teygðist síðan allt upp á Hellisheiði.

Þegar þetta verk var komið vel á veg virtist mönnum ekkert lítast á blikuna varðandi þau áhrif sem umbrot á nyrðri hluta svæðisins gæti haft og var Axel beðinn um að sleppa því en klára syðri hlutann.

Í framhaldi af þessu var síðan sett upp gróf viðbragðsáætlun varðandi gos, sprungur og hraunstrauma á syðri hlutanum, þar með talið að hraun rynni í átt til sjávar fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Aldrei var síðan gert neitt meira með nyrðri hlutann, líklega vegna þess að þar gætu afleiðingarnar orðið mun verri.

Þær gætu meðal annars falist í því að vegna misgengis rofnuðu bæði hitavatnsleiðslur, vatnsleiðslur, háspennulínur og vegir sem liggja til höfuðborgarsvæðisins og hraun rynnu úr Bláfjöllum niður yfir bæði vatnsöflunarsvæðin, Gvendarbrunna og Kaldárbotna auk hraunstrauma, sem færi niður Elliðaárdal út í sjó í Elliðavogi og niður í sjó í Hafnarfirði og á Álftanesi, en þar með myndu landsamgöngur frá Reykjavík rofna í báðar áttir og einungis Reykjavíkurflugvöllur og hafnirnar í Reykjavík og Kópavogi verða nothæf samgöngumannvirki.

Það var sem sagt haldin æfing vegna hins vægari hluta afleiðinga af eldvirknitímabili en það þaggað niður sem gerst gæti á höfuðborgarsvæðinu og skipti í raun og veru aðalmáli !

Ég flutti um þetta frétt á sínum tíma sem vakti nákvæmlega enga athygli.


mbl.is Ber „sjúkdómseinkenni" eldgosa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumt fólk af höfuðborgarsvæðinu, og jafnvel fólk í vinnu fyrir opinber fyrirtæki sem höfðu með áhrif gossins í Eyjafjallajökli fleygði því fram í almúgann undir fjöllunum hvað það væri eiginlega að búa á svona stað.

Kastar grjóti úr glerhúsi hugsaði ég, búandi á sjóðvirkum hraunskaga.

"Hamfaragos" þyrfti ekki að vera stórt til að koma stærstum hluta landsmanna á flótta og í þvílíkt heljar klandur.

Það var smásaga um þetta í vikunni gömlu, gæti hafa verið svona 1968-1970. Skratti væri gaman að fá hana endurbirta ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:14

2 identicon

Hversu margir íbúar höfuðborgarsvæðisins skyldu gera sér grein fyrir því hvar þeir virkilega búa og hversu nálægt einu af eldvirkasta svæði landsins?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:44

3 identicon

Sæll 'omar. Nokkuð fróðleg lesning, sérstaklega þegar ég minnist smásögu sem ég las að ég held í Vikunni einhverntínan á árunum 1960 - 1970. Sagan fjallar einmitt um þetta, gos í eldstöð ofan Hafnafjarðar, hraun renna fram í sjó meðfram Heiðmörk annars vegar og hins vegar fram í sjó um Elliðaárdal. Þar með er stór hluti höfuðborgarsvæðisins inni lokað.

Kjartan (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 11:11

4 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Á meðan ég var enn starfandi á Fréttastofu Ríkisútvarpsins, fyrir svona einu og hálfu til tveimur árum, vaknaði ég einn morgun upp frá óvenju skýrum en ansi ónotalegum draumi, þeim eina sem ég man skýrt og greinilega. Ég sagði einhverjum kollegum mínum drauminn og við brostum að. Draumurinn var svona:

 Mér þótti ég standa inni á Fréttastofu, við suðurgluggana í átt að veröndinni og þar í suðri blasti við eldveggur, firna hár, líkur þeim eldvegg þunnfljótandi kviku sem upp kom í Kröflueldum. Einhvers staðar sunnan við buyggðina í Kópavogi. Útvarpið var á og fréttalestur að hefjast og við heyrðum Brodda lesa, orðrétt eins og í draumnum: "Gríðarlegt eldgos er hafið á höfuðborgarsvæðinu." Ég man yfirleitt aldrei drauma og hef síst af öllu verið berdreyminn, sennilega var þetta speglun frá eldgosafréttum. En, mér fannst athyglisverðast, og kannski þess vegna sem ég man þetta, hve skýrt Broddi las á höfuðborgarsvæðinu, það ver greinilega ekki í grennd við það eða sunnan við það eða neitt slíkt.

En - auðvitað er ekki út í hött að hafa vara á sér varðandi þetta. Ef maður fær google til að finna orðið Leitahraun kemur margt fróðlegt í ljós, það hraun rann að norðan til sjávar niður í Elliðaárvog og líka til suðurs og í í sjó fram hjá Þorlákshöfn. Mörg hraun hafa runnið á þessum slóðum til sjávar beggja megin á Reykjanesskaganum.

Og - ekki er ég hissa á að frétt þín um þetta hafi engin viðbrögð vakið. Sambærilegt þekki ég úr fréttunum í aðdraganda efnahagshrunsins.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 13.10.2011 kl. 11:58

5 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Það er ekki seinna vænna en að menn fari að undirbúa byggingu Sundabrautar, hún gæti hugsanlega orðið eina flóttaleiðin út úr borginni á landi.

Stefán Þ Ingólfsson, 13.10.2011 kl. 12:15

6 Smámynd: Birnuson

Þurfum við ekki að byrja að færa borgina strax, t.d. upp á Mýrar?

Birnuson, 13.10.2011 kl. 12:17

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þennan fróðleik Ómar. Það er undarlegt hvað er reynt að þagga niður staðreyndir á Íslandi, enda eru sumir íbúar á landinu með hugsunarhátt í samræmi við þessa þöggun, og skiljanlega. Það er ekkert vit og algjört ábyrgðarleysi af yfirvöldum (sem stjórna ríkisfjölmiðlunum) að þagga niður fyrir almenningi staðreyndir um svo alvarleg mál sem eldgos eru.

Ég heyrði eitt sinn að Elliðaárdalurinn hefði ekki verið byggður, einmitt vegna þessa sem þú ert að lýsa hér í þínum pistli. En það er víst ekki í tísku á Íslandi að tala um staðreyndir á málefnalegan hátt, enda þöggunar-stjórnsýslu-stórslysin eftir því hörmuleg (hrunið), sem hefði mátt koma í veg fyrir með opinni og heiðarlegri fréttaumfjöllun og viðbragðsundirbúningi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2011 kl. 12:37

8 identicon

Takk fyrir þetta ÓR.

Hvernig var ástandið á umferðinni út úr borginni er hátíðin á Þingvöllum var haldin 1974??

Ásgeir (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 13:29

9 identicon

Heldurðu virkilega að þetta myndi gerast sisona eins og í amrízkri hamfaramynd, eins og ýtt væri bara á "on" og þá kæmi eldgos óforvarandis yfir höfuðborgarsvæðið. Heldurðu að eldvirknin myndi ekki láta kræla á sér smám saman, áratugum saman, smágos hér fyrst og meðalgos þar svo einhvers staðar á Reykjanesskaga, ekki strax eitthvað fullscale hamfaragos sem stefnir strax beint á borgarsvæðið.   Seinustu gosin í Reykjaneseldum 1210-1240 sem bent er á er ekki einu sinni í námunda við borgarsvæðið, það var mikið til yst á Reykjanesskaga og að hluta út í sjó (sbr. Eldey). Seinasta gosið sem varð þar sem er byggð núna er Kapelluhraun frá goshrinu Krísuvíkurelda 1151-1180, má ekki telja líklegast að hraun geti runnið þar aftur í kringum Vallahverfið (frá Undirhlíðum?), þó það sé ólíklegt í nánustu framtíð.  Jarðfræðingar segja að eldgosahrinur á Reykjanesi komi á þúsund ára fresti og standi yfir í nokkrar aldir.  Seinasta hrina stóð ca. 950-1250 og ef hrina byrjar núna er ekkert líklegt að hún byrji með strax með hraunstraumi yfir hluta borgarsvæðisins ( Kapelluhraunið kom t.d. 200 árum eftir að þessi hrina byrjaði eins og áður sagði). Þannig að ef eldvirknihrina byrjar aftur á Reykjanesskaga er langlíklegast að við fáum svona aldar fyrirvara.

Ari (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 14:02

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú hefur ríkisstjórnin samþykkt að láta vinna hættumat vegna eldgosa.  Það á að vísu að gerast á næstu 20 árum, en vonandi verður eldvirkni svæðið frá Hengli og út eftir Reykjanesskaga framanlega í forgangi.

Út frá sögulegum gögnum, þá var síðasta umbrotahryna tiltölulega væg.  Búrfellshraunin sem kom upp fyrir rúmlega 7.000 árum er t.d. mun umfangsmeiri en flest af þeim hraunum sem komu upp í kringum 1000 og Leitahraunin runnu til sjávar í tvær áttir fyrir 4.500 árum.  Í jarðfræðilegum skilningi var það fyrir hálftíma.

Menn áttuðu sig snemma á því, að þar sem hraun hefur einu sinni runnið getur hraun aftur runnið.  Þetta eru sannindi sem við þurfum að hafa í huga.  Draumur Þórhalls er því langt frá því að vera fjarstæðukenndur.

Marinó G. Njálsson, 13.10.2011 kl. 14:31

11 identicon

Ari,

eflaust hárrétt hjá þér - ólíklegt - en hvað getur mögulega gerst og hvað getur aldrei gerst?

Er ekki dálítið mikið í húfi hérna?  Það væri viturlegt að vega upp ólíklegar hamfarir í hlutfalli við þann skaðan sem þær geta orsakað.

Jonsi (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 14:34

12 identicon

Ari, þú hlýtur að átta þig á því að Eldgosið í Eyjafjallajökli kom aldeilis eins og þruma úr heiðskíru lofti, það var heldur engin viðvörun um Grímsvatnagosið, Hekla er tilbúin og gæti gosið með fyrirvara upp á hálftíma (sem til er kominn vegna gervihnattamælinga í fyrri gosum).

Katla er tilbúin, en ekki búist við að hægt sé að vara við að neinu viti. Svona er þetta um flest. Og vísbendingar er um það að það sé að fara að lifna á hraunskaganum Reykjanesi.

Talandi um Ammrízkar hamfaramyndir þá minni ég á eldgosið í Heymaey 1973....þess varð vart þegar það byrjaði. En þetta vóru jú Eyjamenn og ekki kanar....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 14:39

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og svo vilja menn Reykjavíkurflugvöll burt úr borginni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2011 kl. 14:45

14 identicon

Kollafjörðurinn er í miðju milljóna ára gamalrar megineldstöðvar sem er útkulnuð núna.  Eldvirknin færðis með tímanum sunnar og austar vegna landreksins. 

Eldstöðvarnar í nágrenni höfuðborgarinnar og á Reykjanesinu geta vaknað úr dvala án aldarlangs fyrirvara, fyrirvarin getur verið mjög stuttur.  Hvað var fyrirvari eldgosins í Heimaey 1973 langur?  Helgafell hafði verið í dvala í um 5000 ár þegar það gaus aðfaranótt 23. janúar fyrir 38 árum.

Það er ekki gott að segja til um hvað er að gerast í jarðkvikunni nokkrum kílómetrum undir fótum okkar en jarðsagan ber vitni um að miklar hamfarir koma endrum og eins og því rétt að hafa þennan möguleika í huga þegar maður býr við "hliðina" á eldfjalli.

Alvarlegt er það þó einnig með þessa þöggunaráráttu og blindni á mögulega váboða.  Eins og hann Þórhallur (#4) segir hér þá voru allar viðvaranir og umræður um yfirvofandi hruns fjármálakerfisins hér á landi.  Ég man að það birtust við og við greinar og fréttir um stórhættu á kerfishruni en þetta var hundsað af öllum.  Hvað ætla menn að gera ef upp kemur STÓRT eldgos í nágrenni höfuðborgarinnar með tilheyrandi hraunflóði og gjóskufalli?  Má ekki skoða þennan möguleika og eiga til viðbragðsáætlun sem vonandi þarf aldrei að grípa til í stað þess að hlaupa til og kenna hinum og þessum um vandann? 

Er sannleikurinn kannski of alvarlegur til þess að hægt sé að horfast í augu við hann og því þægilegast að fljóta bara sofandi að feigðarósi og vona að þessar náttúruhamfarir komi bara yfir komandi kynslóðir eftir að við erum fallin frá?

Jóhannes (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 15:04

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ari, ef þetta tekur svona langan tíma að gerast, hvers vegna voru þá æfð viðbrögð við umbrotum á syðri hluta svæðisins?

Ómar Ragnarsson, 13.10.2011 kl. 15:18

16 identicon

Á alveg að hrauna yfir mann...?

Nostradamyou (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 15:41

17 identicon

Ómar er ekki ágætt að vera viðbúinn öllu :)   .   En er ekki jafnlíklegt að ég vinni í lottóinu og að það komi gos á næsta ári sem stefnir á höfuðborgarsvæðið. Auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt.

Ari (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 15:55

18 identicon

Ari þegar gaus á Heimaey þá gerðist það einmitt svona eins og þú ert að pæla, það var bara eins og hefði verið ýtt á on og gosið hófst án nokkurra fyrirboða, þá hafði ekki gosið í Heimaey í þúsundir ára.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 15:58

19 identicon

Jájá, satt, en það á aldrei eftir að gjósa Á R.víkursvæðinu sjálfu, sbr. í miðju svari hér: "engar líkur eru á því að eldspúandi gjá opnist innan borgarmarkanna "http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3045

Ef við gerum ráð fyrir að gjósi aftur á sama stað , t.d. í Undirhlíðum þá eru það rúmir 7 km frá Vallahverfinu (gæti auðvitað valdið einhverjum skaða)

(Svo gæti verið að eldstöðvarnar séu einnig kannski einhvers annars eðlis á reykjanesinu en á heimaey, kann ekki að fara með það, minni gos sem opnast í sprungum hér og þar en ekki eldkeilum sem byggjast upp t.d.?)

Ari (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 17:27

20 Smámynd: Alfreð K

Flugvöllinn burt, ha, ha, góður! 

En yrði þetta ekki bara góð landkynning?  ÞÁ FYRST kæmumst við sko í heimsfréttirnar!  Á þessu mætti byggja ...

Alfreð K, 13.10.2011 kl. 18:59

21 identicon

Góðærishýsi

?

Eða kannski eitthvað handa Ara. 

Það eru sprungusvæði um allt á höfuðborgarsvæðinu. Vísindavefurinn hefur aldrei tekið að sér að veita ábyrgðir á staðsetningum á gosvirkni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 19:20

22 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

Ef við tökum gosið á fimmvörðuhálsi til athugunar þá gæti að sama skapi komið upp gos t.d. á Austurvelli eða bara á laugaveginum ég veit ekki hvort allar hugsanlegar sprungur hafi verið kartlagðar en eitt veit ég að alltaf er gott að eiga borð fyrir báru.

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 13.10.2011 kl. 19:56

23 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

ennfremur vil ég hvetja þig Ómar til að halda þessu m´li vel á lofti ég tel vís að þöggunin hafi átt sér stað til að hræða ekki fólk að óþörfu en ekki er betra að hræða fólk þegar váin er mætt á svæðið sem vonandi verður ekki

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 13.10.2011 kl. 20:02

24 identicon

Er til viðbragðsáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið, ef til goss kæmi?

Hér býr jú þriðjungur þjóðarinnar.

Jóhann (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 20:13

25 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slíkar hamfarir verða. Því þarf að vera til aðgerðaráætlun, sem tekur mið að versta tilfelli.

Ég efast um að tilvist flugvallarins skipti miklu máli. Hve langan tíma tæki að ferja burt fólk frá höfuðborgarsvæðinu með þeim vélakosti sem við búum yfir?

Brjánn Guðjónsson, 13.10.2011 kl. 20:16

26 identicon

þetta er að öllum líkindum rétt hjá Brjáni það er ekki spurning um hvort heldur hvenær og svo er ómögulegt að segja hvar þessi fjandi gæti komið upp, það má benda á það að flugvellinum í Vestmannaeyjum var haldið opnum í gosinu þar og er hann mjög nærri gosstöðvunum þar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 20:30

27 identicon

Best að flytja vestur á firði. Öruggasti staðurinn á landinu sagði kennari mér í den.

Rut (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 20:51

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, við flytjum ekki höfuðborgarbúa burt með flugvélum, en það hlýtur að vera not fyrir flugvöll í borginn ef samgöngur á landi lamast, t.d. með hjálpargögn o.þ.h.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2011 kl. 21:13

29 Smámynd: Alfreð K

Er ekki snjóflóðahætta á Vestfjörðum?  Það er hvergi öruggt að búa.

Alfreð K, 13.10.2011 kl. 21:26

30 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Margt til í þessu Ómar. Þegar langt er frá gosi gleymist það en þá er einmitt líklegast að það fari í gang. Sama er að segja um fjármálaheiminn; þegar ekki hefur verið kreppa lengi telja menn kreppur vera hluti fortíðar en einmitt þá er líklegast að þær skelli yfir. Dæmin sanna.

Annað mál og ástæðan fyrir því að ég vildi leggja orð í blogg-belg: Mig dreymdi fyrir 2 árum að ég væri staddur við Álftavatn í Grímsnesinu góða og sæi þá svartan gosmökk frá Vatnajökli mér verður svo litið yfir Ingólfsfjall og sá þar annan mökk frá Suðurnesjum/Hengli og eldbjarma.

Ekki er þetta í frásögur færandi nema vegna þess að 21. maí 2011 er ég að hlaupa með fram Álftavatni í suðurátt þegar gosið hefst í Grímsvötnum (í Vatnajökli). Nokkuð merkileg tilviljun! Nú skulum við vona að restin af draumnum sé ómark.

Eyþór Laxdal Arnalds, 13.10.2011 kl. 22:39

31 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég ekki vel hvers vegna fólk ætti að flýja höfuðborgarsvæðið í stórum stíl þótt það muni gjósa á Reykjanesskaga. Hraun mun ekki renna í byggð nema kannski á stöku stað s.s. syðst í Hafnarfirði og í efstu byggðum við Elliðavatn. Vandræðaástand getur þó skapast vegna rafmagn- eða vatnsleysis en skyndileg allsherjarrýming er varla nauðsynleg. Samanburðurinn við Heimaey er síðan ekki margtækur því þar er kaupstaðurinn beint ofan á megineldstöð þar sem gosið getur í miðju svefnherbergi hjá fólki. Slíkt mun ekki gerast í Reykjavík.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.10.2011 kl. 22:40

32 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þ.e.a.s. skil ekki vel …

Annars er margt sem maður skilur ekki.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.10.2011 kl. 23:10

33 identicon

Fyrir rúmum 20 árum var ég í Bláfjallanefndinni og hafði þá orð á því hvort ekki væri ráðlegt að eiga til áætlun um björgun á skíðasvæðinu ef upp kæmi gos í nágrenninu eða ef yrðu snjóflóð á svæðinu. Lítill gaumur var gefinn að þessum hugmyndum mínum þá, gott ef þær voru ekki álitnar undarlegar. Snjóflóðaviðbrögð eru til núna skilst mér en hvað ef gýs á svæðinu? Er til áætlun um viðbrögð?

Hildur Rögnvaldsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 23:22

34 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hér spyr Ari ofar hvort menn haldi virkilega að allt í einu verði fyrirvaralaust gos og hamfarir.

Margir virðast ekki gera sér grein fyrir að nú langvarandi atburðarás á Reykjkanesinu sýnir skýr merki um mögulega eldvirkni í vændum. Þar eru tvær megin atburðarásir. Fyrsta lagi viðvarandi skjálftahrynur sl 15 ár með meiri virkni á Hengilssvæðinu og á Hellisheiði en vant er — og svo seinni ár með miklum breytingum á Kleifarvatni og Krýsuvíkursvæðinu þar sem t.d. miklar vatnsbreytingar í Kleifarvatni hafa orðið og landssvæðið þar hefu risið um a.m.k. 7 cm á stóru svæði ásamt breytingu á hversvæðum að meðtalinni mikilli sprengingu í leirhver sem varð þar fyrir fáum árum.

Þetta eru allta einkennin sem við væntum á undan eldgosum — við vitun hinsvegar aldrei hvað einkennin geta varað lengi áður en dregur til tíðinda eða hvort þeim linnir án þess að gjósi. —Einkennin eru samt öll til staðar um að eldgos gæti verið yfirvofandi á Trölldyngjusvæðinu, á Hengilssvæðinu og í nágrenni Grindavíkur. Öll þessi svæði hafa líka orðið fyrir borunum og gætu breytingar stafað af þeim — en við Kröflu fóru saman boranir og eftirfylgjandi langvarandi eldsumbrot — þó án þess að við þekkjum samhengið þar á milli.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2011 kl. 23:32

35 identicon

Er ekki algjör óþarfi að halda snjófljóðaviðbrögðum uppi í miðju eldgosi!!!

Hákon (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 23:37

36 identicon

Ég vil leggja eitt orð í belg. Það voru bornar saman líkurnar á því að vinna í lottói og að það gysi nálægt reykjavík. Ég veit ekki hverjar líkurnar eru nákvæmlega en það að líkur séu meiri en 0 segir að í óendanlega mörgum tilvikum hlýtur það að gerast einhverntíman. Einn íslendingur vinnur í lottói að meðaltali einu sinni á mánuði. Líkurnar á að það komi gos á einhverjum handahófsvöldum ferkílómetra stórum fleti á jörðinni eru stjarnfræðilega litlar en samt er oftast í gangi að minnsta kosti eitt til tvö eldgos ofansjávar á hverjum tíma. Í flugvélaiðnaðinum vinna menn alltaf út frá murphylögmálinu (hef ég heyrt), en það segir að ef eitthvað geti mögulega farið úrskeðis þá fer það úrskeðis. Ef það eru einhverjar líkur á að flugvél klessi á brunabíl við lendingu og endi út í skurði þá þarf að reikna með því að það gerist og skikka alla farþega til að setja á sig öryggisbelti við lendingu. Almannavarnir eiga að reikna með hinu sama út frá heilbrigði skynsemi. Ef það eru einhverjar líkur á að samgöngu- rafmagns- og vatnsveitukerfi Reykjavíkur lamist vegna eldgosa á næstu 100.000 árum þá á að reikna með því að það gerist á morgun. Líkurnar eru meiri en 0.

Rúnar (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 23:46

37 identicon

Eldvirkni á Reykjanesskaganum mun einhverntíma taka sig upp aftur og valda óþægindum, truflun og eignatjóni fyrir þá sem þar munu búa þegar það gerist.  Reykjavíkursvæðið er ekki undanskilið.   En miðað við þá eldvirkni sem orðið hefur á síðustu árþúsundum er erfitt að sjá að stórkostlegar hörmungar myndu hljótast af.  Líkur á að hraun flæði til sjávar bæði um Elliðavog og sunnan Reykjavíkur í sama gosinu eru ákaflega litlar.  Vatnsleiðslur og raflagnir geta vissulega farið í sundur við misgengishreyfingar.  En ef það gerist þá einfaldlega laga menn slíkt og ætti að geta gert það á mun styttri tíma en það tekur að byggja brú yfir Múlakvísl. 

Það er athyglisvert að heyra að niðurstöður úttektar um áhrif eldgosa á Reykjanesskaga hafi verið þaggaðar niður.  Ég hef unnið að málum sem tengjast eldgosavá í 15 ár og hef aldrei heyrt um þetta.  Hættur af hraungosum á Reykjanesskaga eru ræddar frjálslega í hópi jarðvísindamanna, engin þöggun þar a.m.k.   

Umræða um þessi mál þarf að byggjast á skynsemi.   Það er vissulega rétt að ef gos á stærð við Skaftárelda kæmi upp í Bláfjöllum myndi verulegur hluti höfuðborgarsvæðisins fara undir hraun.  Staðreyndin er hinsvegar sú að gos af þeirri stærð hefur ekki orðið á þessu svæði síðan ísöld lauk.  Og þó svo að enginn geti útilokað með öllu slíka atburði eru líkurnar svo litlar að rétt er að finna sér önnur áhyggjuefni.  Þegar gosvirkni hefst aftur á Reykjanesskaga, munu áhrifin einkum ráðast af skipulagi byggðarinnar.  Það er skynsamlegt að byggja ekki heilu hverfin ofan í dældum eða náttúrulegum farvegum hrauna.  Og það er skynsamlegt að huga að því hvaða áhrif hraungos í nágrenni höfuðborgarsvæðisins gæti haft.  Engin hætta er á öðru en að þessi mál verði skoðuð vandlega í því stóra verkefni um hættumat vegna eldgosa sem nú er að hefjast.   Að lokum:  Fyrir nokkrum árum vöktum við athygli á því að líkur á að Kötluhlaup gætu farið til vesturs, niður Markarfljót, væru meiri en áður hefði verið talið, þó svo að endurkomutími slíkra hlaupa væri varla minni en 500-700 ár.  Jafnframt var vakin athygli á hættu af jökulhlaupum samfara gosum í Eyjafjallajökli. Þetta vakti í fyrstu litla hrifningu hjá sumum og þótti óþarft að mála skrattann á vegginn.  Eigi að síður var að frumkvæði forystumanna í héraði unnið ítarlegt hættumat og viðbragðs- og rýmingaráætlanir.  Þessi viðbúnaður kom síðan í góðar þarfir í gosinu í Eyjafjallajökli.  Þarna var engin þöggun og ég sé enga ástæðu til að öðruvísi verði tekið á hættu vegna gosa á Reykjanesskaga.  Magnús Tumi Guðmundsson

Magnús Tumi Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 23:49

38 Smámynd: Sigurður Haraldsson

TAKK ÓMAR ÞAÐ ER EKKI GOTT AÐ STANDA EINN ÞEGAR VIÐ ÞURFUM AÐ AÐVARA FÓLK OG  VEKJA UPP UMRÆÐUR HVAÐ VARÐAR ÞETTA SVÆÐI MEÐ TILLIT TIL HAMFARA!

Sigurður Haraldsson, 14.10.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband