Lögmál Murphys og íslensk hliðstæða.

Lögmál Murphys hljóðar þannig að sé hægt að gera eitthvað öðruvísi en á að gera það eða geti eitthvað farið úrskeiðis, muni það gera það fyrr eða síðar.

Vixlun barna á fæðingardeild í frétt, sem tengd er þessu bloggi, getur verið eitt af þessum atvikum. Í fyrradag sagði maður mér frá íslensku tilviki, sem var þannig, að DNA rannsókn, sem var gerð á barni hans, leiddi í ljós að hann var ekki faðir þess.

En þetta var ekki allt, því að þegar farið var að kanna málið nánar kom í ljós að maðurinn átti ekkert af börnunum, sem báru föðurnafn hans og var þar af leiðandi heldur ekki afi afabarnanna.

Geta má nærri hvílíkt áfall þetta hefur verið fyrir manninn sém  stóð skyndilega uppi sviptur fjölskyldu sinni og "afkomendum" hvað þetta varðaði.

Á hinn bóginn er á það að líta að í svona tilfellum hafa myndast svo sterk tilfinningabönd á milli aðila máls, að þeim er hægt að viðhalda ef vilji er til þess og skilningur.


mbl.is Víxluðu börnum á fæðingardeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband