13.10.2011 | 21:21
Göng undir Hjallaháls leysa málið.
Göng undir Hjallaháls nægja til þess að gera leiðina milli Kollafjarðar og Þorskafjarðar að láglendisvegi.
160 metra hæð yfir sjávarmáli, sem er hæð vegarins yfir Ódrjúgsháls, er ekki skilgreint sem hálendi á Íslandi, til þess þarf 200 metra hæð hið minnsta.
Að sýna í sjónvarpi 18% bratta brekkuna sem nú er á Ódrjúgshálsi og segja að það sé ekkert grín að mæta stórum vöruflutningabíl þar í hálku er ekki málefnaleg umfjöllun um þann nýja veg, sem hægt er að gera yfir hálsinn.
Hvort sem nýr vegur án slíkrar brekku yrði lagður yfir Ódrjúgsháls eða lagður vegur meðfram honum og yfir Gufufjörð yrði engin brekka í líkingu við þetta á þeim leiðum.
Engin jarðgöng hafa verið gerð á Vestfjörðum í bráðum 20 ár. Það er kominn tími til að bæta úr því.
Láglendisvegur er eina lausnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar þú gleymir Bolungarvíkurgöngum þegar þú segir bráðum 20 ár.
Diddi Siggi, 13.10.2011 kl. 22:39
Þær verða dýrar þessar kræklóttu hríslur í Teigskógi.
Kjartan Sigurgeirsson, 14.10.2011 kl. 08:31
Sammála Kjartani
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 09:35
Auðvitað geta göng undir Hjallaháls leyst vandann, það efast, held ég, enginn um það. Það sem fólk hinsvegar efast um, er að þau verði nokkurntíma gerð.
Hvort sem vegurinn verður lagður um Teigskóg eða yfir Ódrjúgsháls verður mikið rask á náttúrunni, þannig að spurningin er líklega: hvort svæðið er verðmætari náttúra? og svo, hver metur það?
Dagný (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 10:41
Dagný, eigendur tveggja eyðibýlajarða í Teigskógi meta það svo, að land þeirra sé verðmætara undir sumarbús og verðmætið minnki ef lagður er vegur þarna í gegn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 11:26
Þessi vegur sem er fyrirhugaður er hraðbraut -breiður og uppbyggður vegur. Minnsta náttúruraskið er að fara með hann í göng undir Hjallaháls og sennilega ódýrasta lausnin.
Að skera Teigsskóg eftir endilöngu í um 50 m hæð er rústun á þessum stærsta skógi Vestfjarða .
Teigsskógur er ósnortinn af mannskepnunni .
En það er ekki bara skógarsvæðið sem verður fyrir barðinu á þessum framkvæmdum. Mjög mikið náttúrulíf er á þessari leið út Þorskafjörðinn og þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar. þarna er mikið sellátur, álftir,gæsir ásamt haförnum og fl.
Allt þetta dýralíf hyrfi með hraðbrautarlagningu þarna um. Mesta umferðin yrðu þungaflutningar. Með vegi um Teigsskóg yrði allt þetta svæði lagt í eyði -náttúrufarslega.... Mikil skammsýni ef af yrði..
Sævar Helgason, 14.10.2011 kl. 20:55
Þetta er tóm þvæla í þér, Sævar. Þetta eru sömu rök og hjá þeim sem góluðu hæst í mótmælum gegn þverun Gilsfjarðar. Ekkert af því sem þetta fólk sagði, með fulltyngi allskyns "fræðinga", stóðst... og raunar þvert á móti, því fuglalíf jókst í firðinum eftir framkvæmdirnar. Þetta sýnir umhverfisvöktunin svart á hvítu.
Sömuleiðis hefur verið sýnt fram á að arnarvarp truflast ekki af bílaumferð, heldur af umferð gangandi fólks og þá mest í kringum sumarbústaði, en það er það sem landeigendur eyðijarðanna ætla sér að græða á.
Heimafólki á svæðinu þykir ekki mikið til um þessar kræklur í Teigskógi og þ.m.t. bændur sem búa þarna í næsta nágrenni, en veruleikafirrt "lattelepjandi li að sunnan" gónir dolfallið á undrið, eins og annað eins hafi ekki sést í veröldinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 21:49
Ef jarðgöng eru ódýrari, sem auðvitað er líka tóm þvæla, þá væri að sjálfsögðu farin sú leið. Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum eru ekki mótfallnir þeirri leið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 21:51
Ekki veit ég hvort Gunnar Th hefur nokkru sinni farið um það svæði sem ég fjalla um . Allvega ekki finn ég ekki fyrir þekkingu hans á málinu . En hvað um það -bylur oft hátt í tómri tunnu.
Það vill svo til að fyrir örfáum árum þegar þessar deilur um Teigskóg stóðu sem hæst fórum við um 12 manns í nokkurra daga kaykaróðarar ferð um þetta svæði-allt þ.m að fara víða um Teigsskóg. Einkum var dýralífið vandlega skoðað. Þetta var um há sumar. Ferðin stóð í þrjá sólarhringa. Eftir stendur allgóð þekking á málinu. Varaðndi kostnað við göng um Hjallaháls er eingöngu stuðst við verkfræðiálit. En reynsla af gerð jarðgangna er all mikil hér á landi. Ljóst er að varðandi þetta mál hafa öfl bitið það í sig að um Teigsskóg skal leiðin liggja og hvergi annarstaðar.... Við þekkjum svona einsýni Íslendingar....
Sævar Helgason, 16.10.2011 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.