En hvað um Öskju?

Nú er talað um Kötlu og það sem er að gerast þar.  En hvað um Öskju?

2007 byrjaði jarðskjálfahrina á svæðinu skammt fyrir austan og norðaustan Öskju. Hræringar hafa verið þar viðvarandi æ síðan og kvika hefur verið talin þar á uppleið, komin upp í 2,5 kílómetra dýpi.

Skjálftarnir nú eru þeir sterkustu sem hafa komið lengi. Síðasta Öskjugos var 1961 en stóra Öskjugosið 1875 var eitthvert versta öskugos síðari alda. 

Full ástæða er til að hafa gætur á þessu svæði og ekki slæmt að gera viðbragðsáætlun, því að þarna er oft mikil umferð ferðamanna á sumrin.

Ég persónulega hef gert þær ráðstafanir að koma á fót stórum náttúrugerðum flugvelli með fjórum völtuðum og merktum flugbrautum,  og getur Fokker notað tvær þeirra sem eru 1000m og 1300m langar. 

Völlurinn er viðurkenndur af Flugmálastjórn og kominn á alþjóðlega skrá með einkennisstöfunum BISA. 


mbl.is Á tánum vegna Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokkuð gott hjá þér að vera kominn með viðurkenningu á BISA eftir að hafa "bisað" við hann um hríð.

Karl Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 10:14

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Enginn þekkir landið betur en Ómar, og það er meira, en nokkuð gott hjá honum að fá viðurkenningu Bisa fyrir vellina. Gangi þér allt í haginn Ómar, það mættu margir taka þig til fyrirmyndar!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.10.2011 kl. 15:26

3 identicon

Fóru framkvæmdirnar þínar nokkuð í umhverfismat?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 16:23

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Dyngjufjöll eru en á sínum stað og standa þar vaktina grjóttröll um fæðingavegi jarðar. 

En burður á sér stað þá móðurinni hentar og flýtir eða seinkar þar í eingu engu fjöldi flugvalla Ómars Ragnarssonar.       

Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2011 kl. 16:41

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur Ómar ávalt.

Sigurður Haraldsson, 14.10.2011 kl. 18:11

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sauðárflugvöllur (BISA) fór í gegnum nálaraugað hjá eftirtöldum stofnunum og aðilum, ýmist með athugununum, umsögnum, umfjöllun eða samráði:

Umhverfisstofnun. Flugmálastjórn. sveitarstjórn. Vegagerðin. Landmælingar Íslands. Landeigendur á Brú. Rannsóknarlögreglan á Egilsstöðum og sýslumaðurinn á Seyðisfirði (vegna kæru). Landsvirkjun. Impregilo.

Flugvöllurinn er algerlega náttúrugerður og þurfti ég ekki að gera neitt annað en að en að velja brautarstæði, mæla þau út, valta hann og merkja eftir ákveðnum reglum og setja upp vindpoka á stöng til þess að  hann yrði löggiltur á sama hátt og þeir örfáu flugvellir aðrir á hálendinu, sem viðurkenningu hafa hlotið.

Sé flugvöllurinn ekki valtaður sést enginn munur á brautunum og umhverfi þeirra eftir aðeins einn vetur. Merkingarnar, stöngina með vindpokanum og flugstöðina (gamall Econoline húsbíll) er jafn auðvelt að fjarlægja og það var að setja þau upp.

Vegna lengdar tveggja stærstu brautanna urðu þær að standast aukalega sérstakar tæknilegar kröfur varðandi halla- og hindranamælingar.

Hann ber elsta örnefni á Íslandi af þessu tagi, staðurinn hefur verið kallaður "Flugvöllurinn" í 72 ár, allt frá því er Agnar Koefoed-Hansen og/ eða þýski jarðfræðiprófessorinn Emmy Todtmann hlóðu á honum vörður rétt fyrir stríð.

Um Ísland liggja að minnsta kosti 24 þúsund kílómetrar af vegaslóðum, sem grafast niður við það að bílarnir aka alltaf í sömu förunum.

Flugvellirnir gera það ekki vegna þess að engar tvær flugvélar lenda í sömu förum og aðrar flugvélar.

Flugbrautir Sauðárflugvallar eru alls 3,7 kílómetrar en brautir annarra flugvalla á hálendinu eru rúmlega fjórir kílómetrar samtals.

Þessir vellir eru: Kerlingarfjöll, Veiðivötn, Sprengisandur (Hreysiskvísl), Nýidalur og Herðubreiðarlindir.

Ef það kæmi nú allt í einu upp að umhverfisspjöll fælust í tilvist Sauðárflugvallar, þá yrði væntanlega til samræmis að leggja alla hina flugvellina niður líka.  Eftir stæðu 24 þúsund kílómetrar af niðurgröfnum vegaslóðum.  

Þess má geta að auðvelt væri, með því að hnika lengstu brautinni aðeins til, að lengja hana upp í 1600 metra. En þá þyrfti að jafna til með jarðýtu nyrsta hluta hennar og þar með væri hann orðinn manngerður.  Slíkt kemur að mínu mati ekki til greina enda eru 1320 metrar kappnóg fyrir Fokker og jafnvel  stórar Herkules eða Boeing herflutningaflugvélar.

Ómar Ragnarsson, 14.10.2011 kl. 22:36

7 identicon

Mátti svo sem vita það að þú létir ekki hanka þig á svona atriði, takk fyrir greinagóðar útskýringar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband