Átök hita og kulda.

Það var magnað að aka vestur yfir Hellisheiði í kvöld á leið til Reykjavíkur frá Hvolsvelli. Eldingar leiftruðu með reglulegu millibili allan Flóann og vestur til Reykjavíkur og á heiðinni var öskurok á sunnan með slydduhryðjum, þótt það stæði á veðurskiltunum að þar væri fimm stiga hiti.

Eins og sjá má á veðurkortum sækir nú svalt loft að landinu og skil átaka þess við hlýja loftið sem hörfar eru nokkurs konar víglína með afar óstöðugu lofti, þrumum og eldingum.

Mörgum finnst óhugnanlegt og erfitt að vera á ferli í svona veðri og vildu gjarna vera lausir við það.

En samt er þetta heillandi í aðra röndina og hluti af þeim einstöku átökum elds og íss, hita og kulda, sem gerir Ísland ólíkt öllum öðrum löndum.


mbl.is Rafmagn sló út vegna eldinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband