Mesta þolraunin framundan?

Kornungur þurfti Eiður Smári Guðjonsen að ganga í gegnum langan meiðslatíma og voru sumir svo svartsýnir að þeir efuðust um að hann gæti náð sér aftur.

En Eiður stóðst þessa raun með mikilli prýði og í hönd fór glæsilegur ferill þeirra ára sem hver afreksmaður er venjulega upp á sitt besta. 

Meiðslin núna þurfa kannski ekki að verða eins langdregin og forðum, en nú er Eiður ekki ungur lengur heldur kominn á þann aldur að mun erfiðara er að koma sér í form eftir áföll en þegar líkaminn var enn á uppleið. 

Eiður stóðst þolraunina á sínum tíma og naut þar kannski æsku sinnar, sem ekki er fyrir hendi nú.

Þess vegna kann þessi nýja þolraun að reynast sú mesta á ferlinum. Á móti kemur að hann hefur reynslu af því að fást við viðfangsefni af þessu tagi og því er honum óskað alls hins besta við að glíma við þessa erfiðleika og vinna bug á þeim. 


mbl.is Eiður fótbrotinn og í aðgerð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband