Þetta verður líka framtíð Mývetninga.

Það hefur verið viðkvæðið alla tíð þegar kvartað hefur verið yfir því að lausnir séu ekki enn fundnar varðandi virkjanir: Ný tækni mun bjarga þessu síðar.

Þetta var sagt um lélega orkunýtingu og vandann með affallsvatn á Hellisheiði og þetta er sagt varðandi það að reis 30 sinnum stærri virkjun við Bjarnarflag en nú er. Og lausnarorðið á báðum stöðum hið sama: Niðurdæling. 

Svo byrjaði hún á Hellisheiði og allt skelfur í meira en tíu kílómetra fjarlægð. En róandi frétt var í Fréttablaðinu í dag: Verið að rannsaka þetta og skjálftarnir eru að minnka. 

Allir anda léttar en sést kannski yfir það sem er með smáu letri í einni setningu í lok fréttarinnar: Skjálftarnir munu ekki byrja aftur fyrr en niðurdæling hefst að nýju! 

Nú þegar rennur affallsvatn frá 3ja megavatta virkjun í Bjarnarflagi í áttina að Mývatni, sem er í aðeins 3ja kílómetra fjarlægð. Vatnið í Grjótagjá er ekki lengur tært, það er orði gruggugt enda hallar landi niður frá Bjarnarflagi að vatninu. 

Samt er sagt að niðurdæling muni bjarga málum þegar 30 sinnum stærri virkjun verður komin. 

Nærri má geta hvort ekki muni skjálfa meira í hótelunum þarna rétt hjá þegar hún hefst. 

En það skiptir engu. Hvergi er hægt að sjá annað en að fullákveðið sé að þarna rísi 90 megavatta virkjun, komin inn í rammaáætlun og allt klárt. 

Og huggunin er að þetta verður vaktað. Hvenær? Þegar virkjunin hefur tekið til starfa og búið verður að ráðstafa allri orku hennar til næstu 40 ára! 

Lífríki Mývatns og svefnfriður íbúanna, hvað um það? Skiptir engu. Stóriðja í 60 kílómetra fjarlægð á að ráða. Það verður framtíð Mývefninga. 


mbl.is Skjálftarnir setja óhug í fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður flott fyrir hótel Reykjahlíð að geta auglýst jarðskjálfta með morgunmatnum. Það er örugglega hellingur af erlendum ferðamönnum sem eru til í að kaupa það.

Þetta er tækifæri fyrir einstaka upplifun erlendra (og innlendra) ferðamanna. Hvaða ferðamannaland getur boðið upp á hættulausa jarðskjálfta, innifalda í verðinu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2011 kl. 13:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta átti að vera "Hótel Reynihlíð".

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2011 kl. 13:37

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... Reynihlíð líka

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2011 kl. 13:38

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reykjahlíð.... nú er ég hættur

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2011 kl. 13:38

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Nesjavallavirkjun er líklega á góðri leið með að útrýma lífríkinu í Þingvallavatni sbr. kvikasilfurmagnið í stóra urriðanum í vatninu. Menn vita ekkert hvað þeir eiga að gera við affallsvatnið og þau skaðlegu efni sem það inniheldur. Hvað þá með gufuna.
"Skjálftatilraunirnar" í Henglinum ætti e.t.v. frekar að framkvæma fjærri mannabyggðum? 

Júlíus Valsson, 15.10.2011 kl. 14:40

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Síðustu ár hefur urriðastofnin í Þingvallavatni verið að styrkjast. Er kvikasilfrið að koma frá Nesjavöllum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2011 kl. 16:16

7 identicon

Þessi niðurdælingarmál eru í megnum ólestri.

Þó svo að í starfsleyfi Reykjanesvirkjunar sé kveðið á um að affallsvatni skuli dælt niður þá rennir það allt að á yfirborði til sjávar. Orkan í þeim læk nægði til kyndingar allra húsa utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjanessskaga.

Einungis hluta affallsvatns er dælt niður á Nesjavöllum, afgangurinn er kældur niður í kæliturni til að heiti lækurinn og ylströndin útaf Nesjahrauni sé ekki jafn áberandi.

Einungis hluta affallsvatns er dælt niður við Kröflu, Græni lækurinn þar fer ekki framhjá neinum.

Affall Svartengisvirkjunar er alþekkt, -kallast Blá Lónið. Þar þéttist hraunið ár frá ári og blái pollurinn hækkar. Ekkert gengur að dæla þessum pækli þar sem pípur og borholur stíflast jafn harðan vegna útfellinga. Innan nokkurra ára þarf að fara í mjög dýra aðgerð til að koma sullinu til sjávar.

Hellisheiðarvirkjun er lang stærst þessara virkjana og þar fer fram alvöru niðurdæling. Reyndar er fyrsta niðurdælingarholan notuð til gufuöflunar þar sem jarðgufan reyndist allt annarsstaðar en menn ímýnduðu sér.

Afleiðingar niðurdælingarinnar koma vel fram á skjálftavefsjá Veðurstofunnar.

Það ætti að vera sjálfsagt mál að ekki verði virkjað í Bjarnarflagi þar til lausn fæst á loftmengun, grunnvatnsmengun og "skjálftamengun"

Hrein orka!

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 17:20

8 identicon

Gunnar Th. Þú hlýtur að vera að grínast. Jarðskjálftar eru ekkert til að leika sér að. Þetta er gífurlegt afl sem verður vegna flekahreyfingar jarðskorpunnar. Jafnvel þó að jarðskjálftarnir eru „hættulausir“ þá ertu samt að eiga við jarðskorpuhreyfingar. Þú ert að breyta einu dýnamískasta (kvikasta) kerfi náttúrunnar. Smá breyting á einum stað í kerfinu hefur gífurleg áhrif annarsstaðar. Við erum að tala um kerfi sem er viðkvæmara en veðrakerfi jarðarinnar (sbr. hnattræna hlýnun). Með þessum dælingum erum við mögulega að breyta framgangi flekahreyfinga varanlega, og það er ekki nokkur leið fyrir okkur að vita hvernig. Við gætum verið að auka líkurnur á eldgosum, stærri jarðskjálftum o.þ.h. við gætum líka verið að skemma jarðhitasvæði, færa þau til, kæla þau. Við gætum verið að hæga á, eða auka hraðan á landrisi. Jarðskjálftar er ekki eitthvað sem þú villt selja túristum.

Annars þá er ég orðinn þreyttur á þessu viðhorfi að maður þarf alltaf eitthvað að selja. Ég er orðinn þreyttur á að svara: „eitthvað annað“ ef einhver spyr mig hvað á að koma í staðinn fyrir stóriðjuna. Ég vill svara: „Ekkert“. Það er krafa kapítalismans að allt þurfi að stækka, allt þurfi að aukast. Síaukinn hagvöxtur, stærra efnahagslíf, stærri iðnaður, meiri framleiðsla, fleiri túristar, stærri jarðskjálftar, meiri mengun og meiri vinna og meira púl. Ég vill stoppa. Ég vill hafa það sem við höfum og njóta þess. Lífið er gott, það er algjör óþarfi að auka puðið við að lifa bara svo þú getir eignast fleiri óþarfa veraldlega hluti og monntað þig af stærri efnahagi en Eistland. Það er kominn tími til að stoppa. Slappa af. Ef fólk spyr um atvinnu, hvar á allt fólkið að fá vinnu, þá svara ég að það er næga vinnu að hafa nú þegar. Fólk einokar hana bara. 40 stunda vinnuvika er allt of mikið. Stórir bisnesskarlar eru að taka of mikið af rekstrinum til að fólk fái sanngjarnt útborgað. Þess vegna er fólk atvinnulaust. Það er næg vinna í landinu, hún er bara illa dreifð.

Fyrst kapítalisminn er farinn að orsaka jarðskjálfta, og séð er fram á að þróunin haldi áfram þá er kapítalisminn ekki eitthvað sem við eigum að sætta okkur við. Hnattræn hlýnun sömuleiðis. Það er kominn tími til að stoppa. Ekki fleiri virkjanir, ekki fleiri iðnaðir, notum það sem við höfum. Náttúran höndlar ekki meira. Ég segi STOPP.

Rúnar (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 17:40

9 Smámynd: Júlíus Valsson

Gunnar Th.

Svarið við spurningu þinni er að finna hér:
http://juliusvalsson.blog.is/blog/juliusvalsson/entry/453514/

Júlíus Valsson, 15.10.2011 kl. 18:56

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gunnar, það virðist að þínu mati ágæt að loka báðum augum - og það fast- á móti öllum tilfellum sem heita mengun af mannavöldum. Verði þér að góðu að borða fisk úr Þingvallavatninu.

Úrsúla Jünemann, 15.10.2011 kl. 19:18

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Júlíus, eru þriggja ára gamlar "hugsanlegar, e.t.v., kanski" pælingar á blogginu þínu, svar við spurningu minni?

Ég spyr bara aftur: Er kvikasilfrið að koma frá Nesjavöllum?

Spyr sem ekki veit.

Rúnar, þú getur verið rólegur. Ef eitthvað er, þá er það ekki svo slæmt að fá þessa smáskjálfta fram, þeir draga úr heildarspennunni í jarðskorpunni og minnka líkur á spennusöfnun með tilheyrandi stórskjálftum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2011 kl. 20:06

12 identicon

Gunnar,

Kvikasilfrið kemur úr virkjuninni,  enginn hefur efast um það.  Hvaðan annarsstaðar ætti það koma.  Komdu með vísbeindingu.  Ekki loka báðum augum. 

Andrea (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 20:38

13 identicon

Og svo sendir Okurveitan þetta kvikasilfursblandaða vatn í rörum á höfuðborgarsvæðið þar sem við neyðumst til að drekka þetta glundur. Kannski er það þess vegna sem ég finn alltaf fyrir þessum fiðringi í maganum þegar ég er búinn að drekka teið mitt. Það skyldi þó aldrei vera.

Hámark ósómans finnst mér þó að HS-Okra skuli hafa leyft sér að byggja rafstöðð á bökkum Bláa lónsins fallega.  Hvers vegna þarf endilega að skemma svona náttúruperlur með eiturspúandi vélum? Ég er sannfærður um að hvíta eimyrjan sem streymir upp í loftið frá risastóru strompunum er baneitruð.

Austubæingur (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 21:58

14 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Rúnar (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 17:40

Bestu blogg-ummæli sem ég hef lesið.

Andrés Kristjánsson, 15.10.2011 kl. 22:01

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Árið 2008 var í framhaldi af fréttum um kvikasilfur í urriða í Þingvallavatni, tekin sýni úr urriða í 12 stöðuvötnum á Íslandi:

  • Apavatn
  • Baulárvallavatn
  • Elliðavatn
  • Hraunsfjarðarvatn
  • Kvíslavatn
  • Ljótipollur
  • Mývatn
  • Skálavatn
  • Skorradalsvatn
  • Stóra-Fossvatn
  • Þingvallavatn
  • Þórisvatn

Niðurstaða:

"Ekki verður séð urriði úr Þingvallavatni frábrugðin urriða annarra vatna er varðar uppsöfnun kvikasilfurs þegar tillit hefur verið til stærðar hans og útskolunartíma Þingvallavatns."

Rannsóknina gerðu:

  • Guðjón Atli Auðunsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Jón Ólafsson, Jarðvísindastöfnun Háskóla Íslands
  • Guðni Guðbergsson, Veiðimálastofnun
  • Hilmar J. Malmquist, Náttúrufræðistofnun Kópavogs

Ekki loka báðum augum???

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2011 kl. 22:11

16 identicon

Tek undir með Andrési varðandi ummæli um blogg Rúnars.

.

Hvað verður gert á Þeistareykjum? Verður sams konar niðurdæling?

Þurfa Húsvíkingar að hafa áhyggjur?

Í grein á vef veðurstofunnar segir að byggst hafi upp spenna sem framkallað geti jarðskjálfta að stærð 6,8. Sagan segir okkur að við slíku megi búast á Húsavíkursprungunni, sem liggur jú í gegnum norðanverðan kaupstaðinn.

Gæti virkjun við Þeistareyki, með tilheyrandi niðurdælingu, aukið hættuna?

http://onlinelibrary.wiley.com/store/10.1111/j.1365-246X.2011.05176.x/asset/j.1365-246X.2011.05176.x.pdf;jsessionid=3F89A55FBB5ED735BD9BAD1ADA018EDD.d01t02?v=1&t=gtt5ur8d&s=c84370fba3115c1651ccb68ed5ca84151c207cfa

einsi (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 22:30

17 identicon

Svona hægfara spennulosun minnkar auðvitað líkurnar à stærri skjàlfta og er þssvegna jákvæð.

Gud (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 22:58

18 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef það er hægt að losa um spennu í jörðu með stjórnanlegum hætti þá er hér um stórkostlegt tækifæri að ræða til að koma í veg fyrir stóra hamfaraskjálfta og mikil skammsýni að stöðva slíkt vegna tímabundinna óþæginda.

Það er líka mjög gott að geta skapað smáa skjálfta til að halda opnum glufum fyrir gufu upp úr jarðskorpunni og þannig halda uppi afköstum virkjana.

Takist okkur að stjórna skjálftavirkni með svona aðferðum þá erum við að sjá fram á mikla möguleika í fyrirbyggjandi aðgerðum og forða bæði skemmdum á mannvirkjum og hugsanlega mannfalli.

Það er því rétt að skoða þetta betur áður en fólk ríkur upp í geðshræringu og tekur vanhugsaðar ákvarðanir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.10.2011 kl. 23:15

19 identicon

já, einstaklega góð ummæli hjá Rúnari, algerlega sammála.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 00:14

20 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Rúnar!

Sigurður Haraldsson, 16.10.2011 kl. 00:54

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur líka mælst arsenik í Þingvallavatni en þegar ég vildi kanna það mál fyrir nokkrum árum rakst ég á vegg.

Það má sjá vel hvernig affallið frá Nesjavallavirkjun rennur til norðurs í átt að vatninu og safnast saman í tjörn. 

Hins vegar skilst mér að menn hafi gefið sér að vatnið renni ekki undan hallanum heldur síist ofan í jörðina og fari í hina áttina, til suðurs. 

Ef um verður að ræða skjálfta upp undir fjögur stig á Richter í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá hótelunum við Mývatn, það virka slíkir skjálftar, sem eru svona nálægt fólki, ekki eins og "smáskjálftar".

Ómar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 07:19

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta enn einu sinni að ef öll virkjanleg orka Íslands er virkjuð fyrir sex risaálver mun aðeins 2% vinnuaflsins fá þar vinnu, enda eru þetta kostnaðarsömustu störf sem hægt er að skapa.

Jafnvel þótt menn gæfu sér að vegna afleiddra starfa sé hægt að fjórfalda töluna upp í 8% standa meira en 90% vinnuaflsþarfarinnar útaf. 

Hvernig menn geta fundið út að stóriðjan leysi atvinnuvanda þjóðarinnar er mér alveg hulin ráðgáta. 

Og ef það á að verða lausnin, að þúsundir starfa muni skapast við virkjanaframkvæmdirnar mun koma að því þegar ekki verður hægt að virkja meira, að þetta fólk verði atvinnulaust. 

Ómar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 07:23

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður ekki virkjað nema fyrir eitt álver (hugsanlega tvö) í viðbót, svo þú getur verið rólegur hvað það varðar. Þeir sem vilja hins vegar virkja yfir höfuð, til hagsbóta fyrir þjóðina, eru ekki rólegir vegna skrítinna umhverfissjónarmiða.

Þú minnist á arsenik og svo gefurðu í skyn einhverskonar samsæri að þagga þig niður.

Ég hrakti kvikasilfurshysteríuna hér að ofan með einföldu gúggli. Júlíus, Andrea og Úrsula þegja þunnu hljóði um það.

"Kvikasilfrið kemur úr virkjuninni, enginn hefur efast um það. Hvaðan annarsstaðar ætti það koma? Ekki loka báðum augum".

Sagði Andrea. Engin veit hver hún er og sjálfsagt er hún fegin núna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 11:58

24 identicon

tja, þingvallaurriði:

http://www.veidikortid.is/Pages/16?NewsID=521

 Altso, stór urriði úr Þingvallavatni (60 cm +) er óneysluhæfur vegna kvikasilfursmengunar. Er það svo í öðrum vötnum, og hversu lengi var það svo?

Og svo þessi hlekkjaröð:

http://www.natturan.is/frettir/4546/

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 12:36

25 Smámynd: Júlíus Valsson

Gunnar Th.
Þriggja ára gamlar pælingar mínar voru afar varfærnislega orðaðar. Ég bjóst reyndar við einhverjum gildum rökum með og móti. Enginn mótmælti þessu. Mitt svar í dag, eftir að hafa rætt bæði við íslenska, bandaríska og kanadíska jarðfærðinga er: "Já".

Júlíus Valsson, 16.10.2011 kl. 13:27

26 Smámynd: Júlíus Valsson

Hver er það sem rannsakar gæði kalda vatnsins (þ.e. eysluvatns) á Íslandi? Orkuveitan? Neee... það getur ekki verið

Júlíus Valsson, 16.10.2011 kl. 13:53

27 identicon

Jarðskjálftanir á Hellisheiði er spennulosun af manna völdum og er fikt við öfl sem maðurinn ræður ekki við. Það eru óþekktar afleiður spennulosunar þar af mannnavöldum. Það er vitað að við spennulosun í jarðskjálftum vegna eðlilegrar náttúrulegrar hreyfinga verða skjálftar á næstu spennusvæðum. Stundum strax eða nokrum mánuðum síðar (suðurlandsskjálftarnir).Eigum við von á spennulosun upp á 6-7 á richter í Þingvallalægðinni, Bláfjallasvæðinu eða sunnar vegna fikts manna við náttúruöflin á Hellisheiðinni ??

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 14:44

28 identicon

Það hefur mælst yfir 20 gráðu hiti við sunnanvert Þingvallavtn og þar eru útfellingar á steinum. Ég held að það hljóti að vera Nesjavallavirkjun að þakka. Þetta getur hver og einn skoðað sjálfur.

Jóhann Ísak Pétursson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 15:38

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Ekki verður séð urriði úr Þingvallavatni frábrugðin urriða annarra vatna er varðar uppsöfnun kvikasilfurs þegar tillit hefur verið til stærðar hans og útskolunartíma Þingvallavatns."

Hvað skiljið þið ekki við þetta? Ég undirstrika mikilvægt atriði, en urriðinn er sennilega stærstur í Þingvallavatni af ofangreindum 12 vötnum. Þ.a.l. er mesta kvikasilfrið í honum.

Júlíus, efastu um að vísindalegt eftirlit þeirra opinberu fyrirtækja sem selja neysluvatn, sé gert af fagmennsku?

Jóhann Ísak, Þingvallavatn er á jarðhitasvæði. Það sem þú persónulega heldur varðandi heitar uppsprettur í vatninu, er lítils virði í umræðunni hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 18:53

30 identicon

Stakk ég á kýli Gunnar? Það sem þú persónulega heldur er auðvitað rétt enda ertu greinilega mjög öfgalaus maður. 

Jóhann Ísak Pétursson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 19:56

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég á nú bara við að vangaveltur um hvort heitar uppsprettur í vatninu sé Nesjavallavirkjun "að kenna", eru dálítið langsóttar og erfitt að sanna svoleiðis tilgátur. Ef menn vilja vera á móti jarðvarmavirkjunum, þá er betra að nota sterkari rök en þetta.

En auðvitað eiga allar skoðanir rétt á sér. Ég er ekki að banna þér að hafa skoðun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 21:13

32 identicon

Ég hef aldrei heyrt um volgt vatn í Þingvallavatni fyrr en nú. Né heldur útfellingar. Og áður, aldrei neitt um kvikasilfur eða Arsen.

Urriðinn tékkar sig fyrst inn, þar sem stærri urriði er eldri, og hann er jú ránfiskur, þannig að staður hans í fæðukeðjunni tryggir honum það að fara fyrstur fiska yfir mörk.

Nú þyrfti að skima vatnið sjálft nokkuð reglulega (ppm/mercury) og reyna að sjá hvað er í gangi, og svo fiskinn að sjálfsögðu.

Synd að alvöru-urriðar úr Þingvallavatni séu orðnir óætir.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 00:17

33 Smámynd: Júlíus Valsson

Umræðan á þessu bloggi fjallar um tvennt:

1) Manngerða jarðskjálfta á Hengilssvæðinu.
2) Magn kvikasilfurs í urriða í Þingvallavatni. 
3) Gæði neysluvatns á Íslandi

Ég hef skoðun leikmanns á hvoru tveggja:

1) Manngerðir skjálftar mjög nálægt aðal flekamótunum á Reykjanesi eru afar áhugaverðir út frá landreks-/jarfræðilegur sjónarmiðum og verður mjög spennandi að sjá til hvers þeir leiða í jarðskorpunni. Þetta minnir einna helst á æfingar íslenskra bankamanna hér á landi árið 2007. Við verðum eflaust fræg af endemum fyrir þessar tilraunir.
2) Á vef Umhverfisstofnunar er þetta að finna:

"Kvikasilfur í fiski

5.10.2007

Umhverfisstofnun tók nýlega þátt í norrænu verkefni þar sem mælt var magn kvikasilfurs í urriða til að kanna áhrif umhverfis á upptöku þess í fiski. Sýni voru tekin af urriða í Elliðavatni, Mývatni, Stóra-Fossvatni og Þingvallavatni.

Magn kvikasilfurs sem mældist í fiski úr þessum vötnum var á bilinu 0,01 – 0,05 mg/kg sem er mjög lágt gildi. Undantekning var þó stórurriði úr Þingvallavatni en í honum mældist kvikasilfur á bilinu 0,2 – 0,9 mg/kg. Um er að ræða  60–90 cm langan fisk og um 4 til 7 kg að þyngd."

Urriðinn í Þingvallavatni er ÓÆTUR. Hann er óætur hvort sem menn miða við stærð hans og/eða frárennslli úr vatninu! Það eru slæmar fréttir ef urriði í öðrum vötnum landsins er einnig óiætur vegna kvikasilfursmengunar. 

Ég legg til að einhver annar en Orkuveitan rannsaki þetta mál til hlítar bæði hvað varðar uppsprettu mengunar í Þingvallavatni og almennt gæði neysluvatns hér á lendi. Einhvern tímann fá íbúar Reykjavíkur að drekka það vatna sem Orkuveitan er nú að dæla niður í jarðskorpuna, eða hvað? 

ps
Hvernig fór annars með blýumengaða vatnið á Keldum?

Júlíus Valsson, 17.10.2011 kl. 15:23

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Merkilegt að þú skulir ekki skilja þetta með Urriðann, Júlíus.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 18:23

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er EKKI meiri kvikasilfursmengun í Þingvallavatni en í öðrum vötnum og læt ég hér með lokið athugasemdum mínum hér um það mál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 18:25

36 Smámynd: Júlíus Valsson

R U sure?

Júlíus Valsson, 18.10.2011 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband