Sex til sjö fyrirtæki í staðinn?

Það hefur verið fyrirsjáanlegt síðustu árin að það hefur verið fjarri því að til værinæ g orka handa 340 þúsund tonna álveri á Bakka, sem Alcoa viðurkenndi að væri lágmark.

Síðan breytti Alcoa um taktík með því að segja að 250 þúsund tonna álver væri nóg. Væntanlega var þá undirliggjandi að orkuverðið væri "viðunanlegt" eins og það er orðað, sem sé, að orkan fengist á lægra verði en aðrir vilja borga fyrir hana og auk þess var síðar hægt að hóta lokun álversins nema að það yrði stækkað.

250 þúsund tonna álver þarf meira en 450 megavatta orku og augljóst er að sú orka er ekki fyrir hendi nema að farið sé í að virkja Skjálfandafljót eða Jökulsá á Fjöllum. 

Stundum er hægt að lesa ýmislegt út úr ummælum manna. Í útvarpsviðtali í kvöld kom fram hjá talsmanni norðanmanna að sex til sjö fyrirtæki þyrfti til að koma í staðinn fyrir Alcoa. 

Sú spurning vaknar því hvort krafan verði ekki sú að allt sem hægt er að virkja verði virkjað til þess að "bæta upp tjónið" sem brotthvarf Alcoa veldur. 

Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld lýsa norðanmenn yfir að áfram verði sóst eftir orkufrekum iðnaði. 

Það þýðir að enn hefur ekkert breyst hjá áltrúarmönnum varðandi það að það sé eftirsóknarverðast að viðkomandi iðnaður eyði sem allra mestri orku. Hugtakið "orkunýtinn iðnaður" virðist víðs fjarri í hugum Íslendinga. 

Ég vísa í blogg mitt á undan þessu um það sem bíður Mývetninga þegar reist verður 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi eins og nú stendur til að gera. Nýjustu upplýsingar um það sem er að gerast á Hellisheiði eru sláandi. 

Ég á venjulega ekki sjö dagana sæla eftir atburði eins og brotthvarf Alcoa. Mér er í minni þegar reiðir Húsvíkingar skóku framan í mig hnefana á fundi Íslandshreyfingarinnar-lifandi lands á Húsavík 2007 þegar við vorum kölluð "óvinir Norðurlands" og bætt við: "Þið ætlið að koma í veg fyrir hækkun fasteignaverðs hér og þar með möguleika okkar til að flytja suður." 

Ég er viðbúinn viðbrögðum svipuðum þeim sem ég fékk vorið 2005 þegar ég greindi frá áliti norsks snjóflóðasérfræðings sem benti til þess að afar hæpið væri að draga línur í miðjum bratta eins og er í vestfirskum bæjum og slá því föstu að snjóflóðahætta væri ofan við línuna en ekki fyrir neðan hana. 

Fyrir vestan barst pati af því að ég ætlaði að fjalla um þetta í kvöldfréttum og sveitarstjórnarmenn hringdu bæði í mig á leiðinni suður og í Boga Ágústson fréttastjóra til þess að koma í veg fyrir að ég fjallaði um þetta. 

Eftir að fréttin var samt flutt fékk ég upphringingar með tilfinningaþrungnum orðum eins og þessum: "Ertu ekki ánægður með að hafa eyðilagt ævistarf fjölda fólks í tveggja mínútna frétt?" 

Mér leið ekki vel undir þessu, fann að eftir þetta yrði ég kannski kallaður "óvinur Vestfjarða". 

Haustið eftir féll á Flateyri snjóflóð yfir sams konar snjóflóðahættulínu og ég hafði sýnt í fréttinni og eftir það fékk ég ekki fleiri upphringingar frá æstu fólki. 

Ég hef síðan verið undir það búinn að fá svipuð viðbrögð vegna frétta minna eða bloggskrifa og hef ákveðið að lifa við það. 

 

 

 


mbl.is Alcoa hættir við Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að Húsvíkingar og landsmenn allir, megi gleðjast yfir því, að af þessu varð ekki, mikið mun skynsamlegra að fá 5-6 minni fyrirtæki í staðin, sem menga minna, og eru ekki í eign einhverra auðhringa út í heimi.

Það sem Landanum líst ekki á er þetta Schengen rugl, opið land fyrir erlend glæpagengi, sem kostar skattgreiðendur stórfé, að fylgjast með, og elta uppi, á sama tíma sem skorið er niður hjá Landspítala um ca. 600 miljómir, þetta gengur ekki svona, nú verður þjóðin að standa upp, og taka völdin í sínar hendur.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 20:06

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Tek heilshugar undir þetta hjá ykkur báðum! Skynsemin fékk loksins að ráða, en kannski bara óvart.

Guðmundur Pétursson, 17.10.2011 kl. 20:24

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "Þið ætlið að koma í veg fyrir hækkun fasteignaverðs hér og þar með möguleika okkar til að flytja suður."  ...hefurðu eftir manni á Húsavík.

Það er hálf ömurlegt að sjá hvernig þú setur þetta upp. Manni flökrar við svona lymskulegum áróðri. Húsvíkingar vita hvað ég meina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 20:56

4 Smámynd: Sævar Helgason

 Heiðar Már Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið í sl. viku. þar kemur m.a fram :

Ekkert hagkerfi ræður við 25% fjárfestingu á örfáum árum einsog gerðist í kringum virkjun Kárahnjúka og tengda stóriðju.  Þar við bætist að arðsemi verkefnisins er engin, því miður.  Ríkið er ekki rétti aðilinn til að hagnýta tækifæri á hagkvæman hátt.  Ríkið skapar aldrei varanlegan hagvöxt, það gerir einkaframtakið.

Gott að framámenn í viðskiptalífnu eru að átta sig á þeirri hörmulegu stóriðjustefnu sem fylgt hefur verið til þessa. Nú er sem betur fer að koma til sögunnar raunhæfari áherslur.

Sævar Helgason, 17.10.2011 kl. 21:15

5 Smámynd: Óskar

Tek heilshugar undir með Ómari.  Fleiri álver er EKKI það sem þjóðin þarf á að halda.

Óskar, 17.10.2011 kl. 21:44

6 identicon

Það sem upp úr stendur er þetta. Alveg blákalt:

- Fyrirtækið metur það sem svo að vandkvæði séu á því að ná nógri orku í minni stærðina af álveri.

- sem afleiða af því yrði stækkun enn ólíklegri.

Niðurstaðan er sú að Ómar hafði rétt fyrir sér. Þessar stærðartölur voru bull, og jafnvel þótt að hægt hefði verið að kreista út þetta afl fyrir 1 álver, þá hefði það verið fullnýting á orku mestri til langs tíma fyrir 1 fyrirtæki.

Hann er ekki óvinur Þingeyinga fyrir sýnina, en mér finnst nú að eitthvað mætti hið opinbera gera þeim til liðkunar annað en að bjóða bara upp á virkjanaábyrgðir fyrir BARA ál.

Það mætti kannski skoða vegabætur og stuðning við ýmislegt smærra. Það þarf ekki að vera örsmátt endilega, enda enn hægt að virkja fyrir eitthvað minna....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 21:49

7 identicon

Fyrirtæki sem hefja myndi þrýstimótun á Íslandi úr áli t.d. frá álverinu í Straumsvík myndi skapa grundvöll fyrir margvíslega frekari framleiðslu á þróuðum vörum fyrirtækja út um allt land, bæði norðan og sunnan heiða. Spurningin er í raun sú hvort þjóðin sé nægilega vel að sér til að geta skapað verðmæti sjálf úr því hráefni sem hér verður til. Háþróaðar og hannaðar, vottaðar og upprunatengdar vörur úr "íslensku" áli ættu leikandi erindi á alþjóðlegan markað ef þær væru einnig samkeppnishæfar í gæðum og sérstöðu. Það er lítilsvirðing við atvinnulífið ef stjórnvöld hvetja ekki til þess að sköpuð sé sem mest fjölbreyttni og sem mest verðmæti úr allri innlendri framleiðslu... og orku!

Undirritaður er iðnhönnuður.

Hrafnkell Birgisson (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 22:31

8 Smámynd: Sævar Helgason

Það er miskilningur varðandi álið-að það sé íslensk framleiðsla þó framleiðslan fari fram hér á landi. Álfyrirtæki sem hér starfa eiga alla framðleiðsluna. Innlendi hlutinn er raforka og vinnuafl við framleiðsluna. Hér í árdaga álframleiðslu í Straumsvík voru svona hugsjónir í gangi að nýta það ál sem fyrirtækið framleiddi hér á landi og stofnuð var álpönnuframleiðslu fyrirtæki á Eyrarbakka . Þetta fyrirtæki fékk ál í fyrstu frá Ísal en magnið var svo lítið að sú sala lagðist af. Þá keypti fyrirtækið hráál frá Danmörku og var rekið í nokkur á þannig. En Ísland var langt frá mörkuðum og fyrirtækið hætti rekstri hér og fór til Danmerkur. Öll þessi álver hér eru með stóra langtímasölusamninga til úrvinnslufyrirtækja sem staðsett eru í hinum stóru markaðslöndum. Þó er einhver vísir að uppsetningu á álkaplaiðnaði á Reyðarfirði tengt Alcoa. Það gæti verið fengur fyrir Alcoa þar sem hægt er að afhenda álið í fljótandi formi.....

Sævar Helgason, 17.10.2011 kl. 22:47

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hrafnkell, vandamálið við að framleiða smáhluti úr áli, eins og heimilisáhöld og íhluti í vélar og tæki, er að hlutirnir eru ódýrir miðað við rúmmál og því afar dýrir í flutningi, hlutfallslega.

Nú er að fara að rísa álkaplaverksmiðja á Reyðarfirði. Álverið sjálft framleiðir reyndar háspennuvíra nú þegar, en þarna er um annarskonar framleiðslu að ræða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 22:55

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Verð að segja það Ómar að þessi landsfjórðungur hljóta að meta þetta sjálfir hvað er best eða er það ekki???,en ekki bara umkverfissinnar!!!!Kveðja

Haraldur Haraldsson, 17.10.2011 kl. 23:12

11 Smámynd: Óskar

Haraldur- við eigum öll þetta land, við eigum öll orkuna!  -- Venjulega þegar framkvæmt er úti á landi þá koma peningarnir að sunnan án þess að nokkrum detti í hug að spyrja okkur borgarbúa hvort við viljum fjármagna enn ein fiskflutningagöngin á Vestfjörðum eða eitthvað annað eins rugl fyrir austan.  - Við eigum bara að borga!

Óskar, 17.10.2011 kl. 23:24

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er þetta ál sem er framleitt hérna ekki sent beint út á á heimsmarkað og íslendingar hafa ekkert með það að gera heldur alþjóðleg stórfyrirtæki.

Varðandi það nota ál framleitt hér til framleiðslu á ýmsum hlutum o.s.frv. - að td. þessi aflþynnuframleiðsla fyrir Norðan að þá eins og mig minni að sagt væri á sínum tíma að ekki væri hægt að nota ál sem framleitt væri hér því það væri ekki nógu hreint.

Aldrei botnað almennilega í þessu dæmi. Og hvað? Er það þá sent út á markað og unnið frekar í öðrum verksmiðjum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.10.2011 kl. 23:31

13 Smámynd: Sævar Helgason

Álverin hér á Íslandi eru eign erlendra fyrirtækja sem hafa gert samninga um raforkukaup til álframðleiðslu hér á landi. Þau eiga allan tækjabúnað sem til framleiðslunnar þarf og flytja inn allt hráefni sem þarf til rafgreiningar á súráli svo úr verði ál sem þau flytja síða út sem sína eign-eðlilega.

Síðan eru sum þeirra sem flytja út  hráál til umbræðslu og málmblöndunar erlendis . Eitt þeirra fullvinnur hrálið frekar á notendastig og geta það verið um 200 mismunandi álmelmi allt eftir óskum viðskiptavina. Öll þessi álfyrirtæki kaupa íslenskt vinnuafl. Ef t.d Kínverjar settu hér upp álver er mjög líklegt að eingöngu ynnu þar Kínverjar....

Sævar Helgason, 17.10.2011 kl. 23:55

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvaða álver fullvinnur álið frekar og afhverju er það ekki almenna línan að gera það?

þ.e.a.s. að maður skyldi ætla að það væri hentugara að fullvinna þetta fyrst byrjað væri á þessu bræðsluveseni heldur en að transporta með það fram og til baka um heiminn.

Svo er það náttúrulega með súrálið sem flutt er inn. það er tollfrjálst á Íslandi. Við EU aðild kæmi 4% tollur á súrál frá Ástralíu þaðan sem þetta kemur aðallega, skilst manni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 00:06

15 identicon

Óskar. Þú segir eftirfarandi: "

Haraldur- við eigum öll þetta land, við eigum öll orkuna!  -- Venjulega þegar framkvæmt er úti á landi þá koma peningarnir að sunnan án þess að nokkrum detti í hug að spyrja okkur borgarbúa hvort við viljum fjármagna enn ein fiskflutningagöngin á Vestfjörðum eða eitthvað annað eins rugl fyrir austan.  - Við eigum bara að borga!"

ÞÚ ert nú ekki alveg með hlutina á hreinu.

Ég ætla nú að byrja á því að benda þér á það að stæðsti hluti gjaldeyris kemur nú í dag  frá landsbyggðinni.  EKKI frá ykkur 101 lattlepjandi lýðnum.

Og í öðru lagi er það ALGJÖRLEGA landsbygðinni að þakka að reykjavík skuli vera höfuðborg Íslands.  Rvk og nágreni byggðist upp á vörum og gjaldeyri sem kom úr síldarveiðinni sem EINGÖNGU kom úr landsbyggðinni.  SR.  Síldarverslun ríkisins tildæmis var með vöruskiptasamninga við Sovét og fengum við tildæmis olíu og timbur frá þeim í skiptum fyrir síld.

Og hverjir borguðu semsagt brúsann fyrir ykkar ástkæra bæ.  Landbygðin EKKI rvk.

Svo að ég mæli nú með því að þú kynnir þér aðeins málin áður en þú gasprar svona helv. vitleysu næst.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 00:39

16 identicon

Vel mælt Jón Ingi

Samúel Karl (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 01:15

17 Smámynd: Björn Emilsson

Islendingar ættu að yfirtaka alla þessa álframleiðslu og hagnast á því.

Björn Emilsson, 18.10.2011 kl. 02:19

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Ingi

Landbyggði skapar bara gjaldeyristekjur af auðlindum sem allir Íslendingar eiga (fiskur og orka). Þið fáið ekkert hrós fyrir þetta. Þið eruð bara heppin að vera staðsett nálægt virkjanlegum fossi eða bryggju.

Hvaða gjaldeyristekjur hafa þið skapað án þess að nota auðlindir Íslands??

Ég veit allavega að CCP, Össur HF og Marel eru í RVK. Og skapa milljarða í gjaldeyristekjur.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2011 kl. 08:28

19 identicon

Og...

-Marel bygðist upp í kring um þjónustu við sjávarútveg eða hvað?...

-Reykjavík byggðist upp sem þjónustu-höfn og þjónustupakki við landsbyggðina.

-Reykjavík er í fólksfjölda verulega yfir þeim mannfjölda sem aðrar borgir hafa í öðrum löndum í prósentuvís, - svona eins og London væri 3x stærri, Berlín 10 x stærri o.s.frv...

-Mestöll útflutningsframleiðsla fer fram á landsbyggðinni.

-Íslendingar eiga ekkert í álinu sem flutt er út þótt það sé tekið inn sem "exchange"

-Rafmagnið er hins vegar útflutningur.

-"Peningarnir að sunnan", - hvaðan koma þeir upprunanlega?

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 09:18

20 identicon

Ætli þeir hafi ekki komið úr einhverri peninga prentvél. Og það er ekki svo að það sé enginn sjávarútvegur í Reykjavík, þar er t.d Grandi eitt stærsta útgerðafyrirtæki á landinu og Ögurvík og svo fleirri og fleirri smærri útgerðafyrirtæki og fiskvinnslur. Ég held við ættum að hætta þessum landbyggða og höfuðborgarskætingi og haga okkur eins og ein þjóð þar sem allir skipta máli.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 09:28

21 identicon

Umhugsunarvert viðhorf kemur fram í færslunni hér að ofan: "Verð að segja það Ómar að þessi landsfjórðungur hljóta að meta þetta sjálfir hvað er best eða er það ekki???,en ekki bara umkverfissinnar!!!!"

Sá misskilningur er víða ríkjandi að fámenn sveitarfélög séu einráð um hvernig náttúruperlum Íslands er ráðstafað. Þetta er mjög ólýðræðislegur þankagangur, auk þess sem í landinu gilda lög sem segja til um að vernda beri umræddar perlur. Á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum eru nokkur höfuðdjásn Íslenskrar náttúru. Af hverju ekki að sýna þeim og því fólki sem erfir landið virðingu og nýta þessi dýrmætu hlunnindi sveitarfélögum á svæðinu til framdráttar?

Sigrún P (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 09:59

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það eina sem sameinar innbyggjara hérna eru ,,vondu útlendingarnir" hinumegin við pollinn.

það er ekki bara að það sé landsbyggð - borg. Nei nei, svo deilir landsbyggðin endalaust innbyrðis. Og jafnvel borgin líka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 10:01

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Logi

Staðreyndin er sú að þessar gjaldeyristekjur sem þú ert að tala um sem má þakka landsbyggðinni er vegna auðlinda í eigu ALLRA Íslendinga. Landbyggðar gjaldeyristekjurnar koma ekki vegna þess að landsbyggðarfólk er svona klárt. Heldur vegna þess að það er bara tilviljun að auðlindir Íslands eru staðsettir í landsbyggðinni.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2011 kl. 10:02

24 identicon

Jahh, nú fór sleggjan með hvelli.

Heldur þú/þið að það sé einhver tilviljun að auðlindir landsbyggðarinnar séu EKKI allar á einhverjum 1-2% landsins?

Og auðvitað er landsbyggðarfólkið ekki "svona klárt". Það reynir þó að hanga á sínu, enda væri lítill arður af landsbyggðinni ef enginn væri þar, - og er þá eðlilegt að fólk vilji fá eitthvað fyrir sína heimabyggð frekar en að vera eins og partur af "Province" í Frakklandi fyrir 1789.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 10:26

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þá á ekki að tala um Rvk vs. landsbyggðin. Þetta er einn heildarpakki sem þarf að vinna saman. Einhver Óskar byrjar þessa umræðu með heimskulegu bulli. Það er eins og hvann viti ekkert í sinn haus.

Varðandi álið, þá framleiða álverin mismunandi ál. Fjarðaál, Alcoa framleiðir líka hágæða ál, t.d. háspennuvíra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2011 kl. 10:31

26 identicon

París vs landsbyggðin endaði með frönsku byltingunni.

Róm vs landsbyggðin fór ekki í byltingu, en hrundi bara.

Þeir sem sitja nær krúnunni verða að gera sér grein fyrir því hvaðan brauðið kemur....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 10:55

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,París vs landsbyggðin endaði með frönsku byltingunni."

En þar var það í raun París sem gerði uppreisn gegn landsbyggðinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 11:00

28 identicon

Það var pöpullinn í landinu gervöllu sem reis upp gegn borgaraðalnum. Landaðallinn var oftast betur "jarðtengdur" og slapp því oft við það að missa hnappinn.

Gleymdi Romanov vs landsbyggðin. Svaka afleiðingar.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 11:09

29 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Ómar, við sem segjum sannleika hvað náttúruna varðar fáum oft á tíðum ákúrur fyrir þangað til að ákúrunar koma í andlit á þeirra sem senda þær á margföldum hraða til baka! Enn og aftur hafðu þökk fyrir elju þína til handa landanum og framtíð Íslands.

Sigurður Haraldsson, 18.10.2011 kl. 12:33

30 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ómar, þú ert ágætasti penni og hefur tekið þátt í ágætri umræðu í gegn um árin.

Ég á þó bágt með að trúa að þorri Húsvíkinga vilji álver til að geta flutt í burtu í krafti hækkaðs húsnæðisverðs. Ég ætla ekki að véfengja að þeir séu til, en örugglega hæpið að fullyrða sisvona um Húsvíkinga almennt.

Nú þegar álverið verður ekki byggt, þá hljóta sumir hópar að fagna, því nú er hægt að einbeita sér að...??? (tillögur óskast).

Störfin hjá Alcoa í Reyðarfirði eru eitthvað um 400+ í byggðarlagi 12,000 manns. Það er ágætt innlegg þó það dekki ekki nema hluta atvinnuþarfar og ýmislegt farið úrskeiðis þegar fólk ofmetur hlutina.

Og varðandi álframleiðslu innanlands, þá hefur það verið rætt síðan 1970, a.m.k. Og fyrir rúmum 20 árum sendi ég inn arkitektúrtillögu þess eðlis að nota ætti ál, einmitt til að ýta við þessu. En staðreyndin er á endanum sú að álið sem notað yrði væri ekki íslenskt og líklegast innflutt sem fullunnin iðnaðarvara erlendis frá. Klumparnir sem álverksmiðjurnar framleiða henta engan veginn til iðnframleiðslu nema í vissum ferlum.

Þetta er hrávara sem Alcóa á og gerir við það sem þeim finnst skynsamlegast. Enda eru þeir með verksmiðju á Íslandi til að kaupa rafmagn til að búa til sína vöru. Íslendingar eru að selja Alcoa rafmagn og fá einhvern slatta af störfum í staðinn. Þetta er nú bara ekki svo slæmt.

Þeir sem eru atvinnulausir hljóta að vera sammála.

Ólafur Þórðarson, 18.10.2011 kl. 13:42

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held að, til langs tíma litið, sé misheppnuð byggðastrategía að skella álveri niður í dreifðum byggðum. Eg held það. Td. Austurland, að það sem mér sýnist vera að gera er að jú þetta styrkir svæðið sem álverið er staðsett á - en veikir jaðarbyggðir svæðisins. þetta gæti alveg verið stórskaðlegt til langs tíma litið. Auk þess sem það er ekki eins auðvelt að ætla að fara vinna í álveri í vaktarvinnu eins og margir halda. Það er ein og margir haldi að sé bara eitthvað easy djobb að vera á vöktum í álveri til langs tíma. Misskilningur. þrælavinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 14:38

32 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er vel launuð vinna.. miklu meira en önnur verkamannavinna. Sem er sannkölluð þrælavinna.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.10.2011 kl. 14:54

33 identicon

Álverið í Straumsvík er að hefja framleiðslu á hágæða "boltum" sem eru þær einingar sem þarf til fyrir þrýstimótun.

Spurningin er hvort RioTinto Alcan sé tilbúið til að selja þessa "bolta" til íslensks fyrirtækis sem myndi hefja þrýstimótun á Íslandi eða að setja sjálfir upp og fjármagna slíka framleiðslu á Íslandi.

Það yrði stórkostleg bylting fyrir allan iðnað í landinu, að meðtalinni starfsemi hönnunarfyrirtækja, ef hægt yrði að nálgast prófíla til frekari framleiðslu innanlands. Til að byrja með yrði líklega mestmegnið af prófílunum flutt beint út en með tíð, tíma og hugviti íslensks atvinnulífs yrðu til fleiri og fleiri fyrirtæki sem myndu þróa og framleiða sérstæðar vörur úr prófílunum.

Þrýstimótunin sjálf er ekki vinnuaflsfrek en krefst vélabúnaðar og þónokkura fermetra undir hann. Vöruþróun í kringum frekari framleiðslu úr álprófílum gæti hins vegar skapað amk mörg hundruð störf á ólíkum sviðum í tímans rás.

Fyrir þá sem hafa áhuga má finna fjölmörg áhugverð og upplýsandi myndskeið á netinu sem sýna þrýstimótun á áli t.d. hér:

www.youtube.com/watch?v=iiGlq7408ME

Höfundur er iðnhönnuður.

Hrafnkell Birgisson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 15:11

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Þetta er vel launuð vinna.. miklu meira en önnur verkamannavinna. Sem er sannkölluð þrælavinna."

Mörg vekamannavinna er illa launuð já. En málið með álversvinnu er að það er vaktavinna. þetta er ekkert eins auðvelt og margir halda. Furðulegt hvernig fólk lítur framhjá þessu. Er ekkert spennandi að vinna vaktavinnu til langs tíma. Td. fyrir fjölskyldufólk.

Jú jú, þá veit eg hvað kemur: Sjómenn og hjúkrunnarfólk. Já já, það er rétt. það eru margir sem vinna vaktavinnu. En það breitir ekkert því að vaktavinna er erfið og slítandi og hentar alls ekki öllum.

Og launin góð - ekki miðað við alla næturvinnuna. þetta er í raun skítakaup fyrir afar slítandi þrælavinnu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 15:29

35 identicon

Gott mál að losna undan álþjáningarruglinu.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 15:58

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er alveg rétt hjá Ómari Bjarka, vaktavinna er ekki fyrir alla og hún getur verið slítandi. Á móti kemur að fólk á frí að meðaltali annan hvern dag. (Í álverinu)

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2011 kl. 16:30

37 identicon

Ég veit það að t.d í álverinu í Straumsvík að menn hætta ekki fyrr en þeir eru nánast bornir út á börum fyrir aldurs sakir. Yfir 200 starfsmenn hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi hafa náð yfir 30 ára starfsaldri sem segir nokkuð mikið um hversu þetta er mikil slítandi þrælavinna. En starfsmannafjöldi er um 450

Fólkið

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 17:05

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þarna er lykilorð: ,,Að meðaltali".

,,Starfsaldurinn er að meðaltali hár"

Það eru ekki allir að vinna vaktavinnu sko.

þetta þarf ekkertað deila um. þetta er þekkt staðreynd. það eru margir sem halda að vaktavinna í álveri sé eitthvað djollý. Misskilningur. Og alþekkt að margir reka sig harkalega á. þetta er ekkert spennandi að gera að ævistarfi og í dag þá er fólk farið að setja svona miklu meira fyrir sig en áður var.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 17:37

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Vaktavinna hefur áhrif á eðlislæga dægursveiflu hjá manninum. Manninum er eðlilegt eins og öðrum spendýrum að sofna á kvöldin, vakna á morgnana, borða á nokkurra klukkustunda fresti og menn eru misjafnlega upplagðir til vinnu eftir því hvenær sólarhrings er. Fæstum lætur vel að vaka á nóttunni en þó eru þeir til.

Líkamshiti erlægstur snemma á morgnana en hæstur síðdegis. Þetta kann að hafa áhrif á vinnuhæfni og nákvæmni manna. Þannig hafa rannsóknir sýnt að vinnuslys tengjast oft þreytu og svefnleysi, að fólk á erfiðara með að einbeita sér ef eðlileg dægursveifla hefur verið trufluð.

Vaktavinna hefur áhrif á fjölskyldulíf og þátttöku í félagslífi. Sá sem vinnur vaktavinnu missir af mikilvægum samverustundum fjölskyldunnar sem oft eru um helgar eða á kvöldin þegar flestir eiga frí. Erfitt er að stunda félagsstarf sem miðar við „venjulegan" vinnutíma t.d. hópíþróttir, kórsöng o.s.frv. Á hinn bóginn finnst þeim sem vilja vera út af fyrir sig stundum að vaktavinnan losi þá undan þeim kvöðum sem fjölskyldulíf og þátttaka í félagslífi gæti lagt á þá. Vaktavinna hefur áhrif á heilsuna á ýmsan hátt. Sumt vaktavinnufólk á erfitt með að fá nægan svefn og nær ekki djúpum svefni. Ýmsir sem vinna vaktavinnu finna fyrir þreytu, kvíða og depurð.

http://php.lsos.is/files/3/20060223142555424.pdf

Halló! Ræða þetta eitthvað? Vaktavinna per se er hreinlega hættuleg heilsunni. það er eins og þetta megi samt ekki ræða á Íslandi. Feimnismál.

það að vinna vaktavinnu er fyrir flesta, burt sé frá sjálfri vinnunni, eyðandi,slítandi og skemmandi. Miðað við það þá er um skítakaup að ræða. Skítakaup.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 17:58

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Vaktavinna á misjafnlega við fólk. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki, 10% fólks nýtur hennar, aðrir þola hana mismunandi vel. Hvort fólk er árrisult eða kvöldsvæft kemur hér við sögu."

Aðeins 10% sem hentar vaktavinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2011 kl. 18:05

41 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bara smá komment varðandi umræðuna hér að ofan um lattelepjandi 101-liðið og að þar verði engin verðmæti til...

Hagkerfið í 101 Reykjavík veltir 200 til 300 milljörðum árlega 

Tek fram að mér finnst þessi landsbyggðar/höfuðborgarrígur óþolandi og fráleitur.

Haraldur Rafn Ingvason, 18.10.2011 kl. 18:30

42 identicon

Tek undir með honum nafna mínum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 18:43

43 identicon

„Þegar velta fjögurra útibúa fjármálafyrirtækja og útsvar þúsunda íbúa, tryggingargjöld rekstaraðila og fasteignagjöld sömu aðila eru meðtalin er ekki óvarlegt að áætla að velta miðborgarinnar losi 300 milljarða þegar allt er talið,“ segir Jakob í Fréttablaðinu í dag.

Segir á eyjan.is

Og þessi síða er með allann heilagann sannleikann...

Má ég benda þér á að mikið af þessum heimilisföngum eru höfuðstöðvar fyrirtækja.  Og er þá leikur einn að segja að tekurnar verði þarna til.  En rétt þenkjandi fólk veit betur.  Það er leikur einn að leika sér með tölur.

Og það sem einn sagði hér fyri ofan og bennti á.  Að HB Grandi væri rvk fyrirtæki.  Jú jú höfuðstöðvarnar eru í rvk.  En flest skipin eru gerð út annars staðar.  Svo sem Akranesi og Vopnafirði.  Og munið það að HB var á Akranesi sem sameinaðist Granda.  Og þá mætti alveg eins segja að þetta fyrirtæki væri frá Akranesi.  Enn og aftur leikur að tölum og/eða nöfnum og stöðum...

Jón Ingi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 19:44

44 identicon

Það ekki satt sem Jón Ingi heldur fram að skipin séu ekki gerð út frá Reykjavík. Það er stórt frystihús á Grandanum þar sem að allflestir togarar Granda landa sínum afla.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 20:10

45 identicon

Rafn.  Mæli ég hérmeð að þú lesir aftur það sem ég skrifaði.

Ég sagði aldrei að engin skip væru gerð út frá rvk.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 21:32

46 identicon

Nei en þú talaðir þannig að flest skipin væru gerð út annarsstaðar eins og Vopnafirði og Akranesi  sem ekki er rétt, því að  þau eru gerð út frá Reykjavík einnig eins og Ottó N Þorláksson, Ásbjörn, Örfirrisey, Faxi, Þerney, annars skiptir engu máli hvar skipin eru gerð út, við erum ein þjóð og flestir sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu eru aa* menn eða eiga ættir til hinna og þessara staða á landinu. Við erum jú ein þjóð en ekki margar þó svo að menn láti þannig hér á blogginu.

* aðfluttir andskotar

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 21:56

47 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef unnið vaktavinnu allt mitt líf og mér finnst það fínt.

Það er eiginlega betra heldur en dagvinna.

Í vaktavinnu fær maður frí á virkum degi og getur gefið sér tíma til að fara í klippingu, banka eða annað sem er lokað á virkum dögum.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 08:21

48 identicon

Vaktavinna:

Búinn að prófa margar, - slor-vinna, sjókokkur, og svo...bóndi. (24 tímar með bakvaktinni :D) Er víst einn af þessum 10%, þótt að klukkan í mér hafi kolruglast á sjó.

Þetta hentar ekki fyrir fjölskyldufólk með börn og þann daglega púls, þannig að hún þarf að vera vel borguð. Betur en dagvinna.

En annars, með borgina og útgerðina. Svona í stuttu, þá minnir mig nú að Reykjavík sé stærsta verstöð landsins (landanir) með Vestmannaeyjar á hælunum. En það eru hvað, - 1/5 af afla landsmanna sem fara á land í Reykjavík. 4/5 annars staðar. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti.

Það stendur þó upp úr að það eru landið og miðin sem skila inn gjaldeyrinum, og að taka innri hagkerfistölur úr Reykjavíkinni einni er að minnsta kosti blekkjandi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 09:32

49 identicon

Nei en þú talaðir þannig að flest skipin væru gerð út annarsstaðar eins og Vopnafirði og Akranesi  sem ekki er rétt, því að  þau eru gerð út frá Reykjavík einnig eins og Ottó N Þorláksson, Ásbjörn, Örfirrisey, Faxi, Þerney, annars skiptir engu máli hvar skipin eru gerð út, við erum ein þjóð og flestir sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu eru aa* menn eða eiga ættir til hinna og þessara staða á landinu. Við erum jú ein þjóð en ekki margar þó svo að menn láti þannig hér á blogginu.

* aðfluttir andskotar

Rafn Haraldur Sigurðsson, 18.10.2011 kl. 21:56

Þetta er ekki rétt hjá þér.

Hér er floti HB Granda.

Ásbjörn RE-50Ístogari1978Reykjavík
Faxi RE-9Nóta- og togveiðiskip1987Reykjavík
Helga María AK-16Frystitogari1988Akranes
Höfrungur III AK-250Frystitogari1988Akranes
Ingunn AK-150Nóta- og togveiðiskip2000Akranes
Lundey NS-14Nóta- og togveiðiskip1960Vopnafjörður
Ottó N. Þorláksson RE-203Ístogari1981Reykjavík
Sturlaugur H Böðvarsson AK-10Ístogari1981Akranes
Venus HF-519Frystitogari1973Hafnarfjörður
Víkingur AK-100Nótaskip1960Akranes
Örfirisey RE-4Frystitogari1988Reykjavík
Þerney RE-101Frystitogari1992Reykjavík

5 af 12 skipum HB Granda eru með heimahöfn í rvk

Og ekki landa þau öll 5 þar, allavega ekki  Faxi.  Hann landar ýmist á Akranesi eða Vopnafirði.

Þannig að athuga skalt þú mál þitt og dragðu nefið á þér uppúr latteinu áður en þú byrjar að blaðra einhverja vitleysu

Jón Ingi (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 17:42

50 identicon

bara svo þú vitir það þá drekk ég ekki Latte

Í athugsemd 44 sagði ég,   Það ekki satt sem Jón Ingi heldur fram að skipin séu ekki gerð út frá Reykjavík. Það er stórt frystihús á Grandanum þar sem að allflestir togarar Granda landa sínum afla.

Af þessum 12 skipum eru 8 togarar eða frystitogarar og af þeim  eru 5 sem landa í Reykjavík sem er nokkuð gott af 4 heimahöfnum.

Annar skil ég ekki þessar hártoganir út af því hvar þau landa, sem skiptir ekki nokkru máli þau eru að afla gjaldeyri fyrir þjóðina.

En ég verð að láta þig fá rós í hnappagatið fyrir samantektina.

 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 18:41

51 identicon

Mikið er það furðulegar samræður hér, Island er ein heild og á þá ekki að karpa um hvaða landsfjórðungur aflar mest tekna. Gæta þarf í staðin jöfnunar í heild og ganga út frá því. Þegar einhver landsfjórðungur fer höllum fæti á að leiðrétta það á sem bestan hátt þar sem það er landinu í heild til góða nú og í framtíðinni. Stundum fynst mér barnalegar athugunasemdir settar fram frá suðvesturhornungum sem frá öðrum landshlutum, svo kallað barnalegt þras "pabbi minn er bestur". Það er þóðinni til heilla að við stöndum saman í staðin fyrir að fara á svona látt plan t.d. það eru gerðir út svo og svo margir héðan og þaðan. Við höfum landið bara að láni til nýtingar en ekki eyðileggingar, það gleyma flestir að við erum bara hér í þann tíma sem við lifum og höfum þar með lán og leyfi að gera okkar besta á nýtingu landsins og skila því á sama ástandi og þegar við tókum við. Þetta er rétt hjá Ómari um skamvinnan gróða og gleima eyðileggingum með of nýtingu landsins. Hver hefur kynt gæði og fegurð landsins betur en Ómar. Nú hefur Alcoa fengið á baukinn og við verðum líka að líta á þá stórkostlegu eyðileggingu sem þessi samsteipa hefur skilið eftir sig um allan heim og þá mest við hráefnaöflun. Í mörgum löndum hafa þeir skilið eftir miljónir hektara af eyðileggingu og það er bara að googla sig fram til þeirra staðreinda bæði í loftmyndum sem og á jörðu niðri. Þeir sem eiga hlutabréf í Alcoa eða þessu Kínverska er skít sama um afleiðingar gerða sinna svo lengi þeir fá arð!

Ingolfur Torfason (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 09:29

52 identicon

Og annað af hverju ætti Ómar, sem hefur stúterað og talað um gæði landsins manna mest að hafa áhyggjur af þessu hann kemur ekki til með að lifa þegar landið verður þurausið í okkar tíð við auðæfanýtingu, jú hann gætir hagsmuna komandi kynslóða, það sem fynst ekki á korti eða bókum græðgissinna, þær bækur sem eru þar í gangi eru bankabækur og arður, annað fynst ekki í þeirra vitund!

Ingolfur Torfason (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 09:44

53 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ingólfur, þú ættir e.t.v. að setja upp einhverja síu á gúgglið þitt og útiloka greinar frá Saving Iceland og slíkum fyrirtækjum.

Alcoa hefur á síðustu árum fengið margar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir umgengni sína við bæði mannfólkið og umhverfið.

Vissulega er hægt að finna eldri sögur og ófögur dæmi um slæma umgengni fyrirtækisins. Það er samt sem áður liðin tíð.

Það virðist hins vegar vera mörgum "náttúruverndarsinnanum" ofraun að viðurkenna það og sýna sanngirni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2011 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband