Gagnslaus fundur og breytir engu?

Nei, ekki gagnslaus þessi íbúafundur í Hveragerði í kvöld hvað það varðar, að í raun var upplýst að hann breytti engu um aðgerðir, stefnu og fyrirætlanir Orkuveitu Reykjavíkur.

Skiptir þá engu þótt allir fundarmenn risu úr sætum og klöppuðu fyrir bæjarstjóranum Aldísi Hafsteinsdóttur, þegar hún krafðist þess að þessum tilraunum yrði hætt nú þegar og gefið ráðrúm til skoða framhaldið betur.  

Forstjórinn upplýsti að niðurdælingin, sem koma á í veg fyrir að affallsvatn mengi Gvendarbrunna, væri forsenda fyrir rekstri virkjunarinnar og aðeins um tvo kosti að velja: Að halda áfram á sömu braut eða að leggja virkjunina niður. 

Sem þýðir að í raun breytti þessi fundur engu og var að því leyti til gagnslaus. Ljóst er af orðum forstjórans að ekkert svigrúm er til að hætta niðurdælingunni, enda hefur þegar runnið mengað affallsvatn frá virkjuninni í nokkur ár án niðurdælingar að nokkru marki og væntanlega ekki á það bætandi. 

Aðspurður um það hvers vegna ekkert hefði verið gert til að láta vita um það fyrirfram að skjálftar gætu fylgt niðurdælingu svaraði forstjórinn: "Það var vegna einfeldni og andvaraleysis."

Hreinskilið svar sem afsökunarbeiðni fylgdi, en vekur þó spurningar um það hvort víðar í starfsemi fyrirtækisins ráði einfeldni og andvaraleysi ríkjum. 


mbl.is Fjöldi á fundi í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Ómar mér finnst svar Forsjóra við fyrirspurn um af hverju Hvergerðingum var ekki sagt frá þessari hættu vera mjög alvaralegt...

Það var vegna einfeldni og andvaraleysi... Þetta er mjög óábyrgt svar og sínir kæruleysi í vinnubrögðum og það er eitthvað sem OR má ekki við, nóg hefur verið um þannig vinnubrögð finnst mér og ef það var ekki að stjórna því að Hvergerðingar voru ekki látnir vita hræðsla við að þá hefði þetta verkefni aldrei farið af stað mætti frekar halda og þess vegna tekin þessi áhætta að loka augunum gagnvart hugsanlegum afleiðingum og þannig vinnubrögð hefur OR ekki efni á... Tjón sem gæti komið vegna þessa skjálfta gætu kallað á skaðabætur sem OR hefur ekki efni á eins og við vitum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2011 kl. 01:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Setja Hveragerði í hengikoju og þá er málið leyst. Breyta nafninu í Manngerði.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2011 kl. 04:06

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bjarni Bjarnason ER einfaldur, hann er ekki að spila sig þannig. Afsökunarbeiðni af hálfu hans er þó lítils virði, svona álika og autt blað.

Það er þó Bjarna til málsbóta að hann kemur ekki að OR fyrr en  allar ákvarðanir hafa verið teknar um þessa niðurdælingu.

Það var annars snildarlegt hvernig Bjarni sneri sig út úr spurningu fréttamanns í gær um hversu mikið þetta magn væri, sem dælt væri niður. Hann sagði þetta vera álíka magn og rennur um Elliðaárnar. Í hugum flestra eru Elliðaárnar frekar lítil og falleg á og því gat hann mildað svarið með þessari samlíkingu.

Staðreindin er að dælt er á hverri SEKÚNDU niður meira en 500 lítrum, þ.e. 30.000 lítrum á mínútu, 30 tonnum á mínútu. Þetta er ekki neitt smáræði. Þetta magn dugir til að kynda upp ca. 15.000 til 20.000 íbúðir!!

Ég spyr hins vegar hvort ekki sé hægt að nýta þetta vatn. Ástæður niðurdælingar eru fyrst og fremst vegna þess að ekki er hægt að láta það allt renna út í náttúruna, þar sem svo gífurlegt magn mun fljótt spilla Gvendarbrunnum.

Styðst væri að leggja rör austur af heiðinni, þar er nægt landsvæði og því möguleiki á nýta það til ýmissa nota, t.d. risa gróðurhús eða hvað annað sem þarf heitt vatn. Ef þetta vatn fengist á skynsömu verði eru örugglega einhverjir tilbúnir til að nýta það til góðra verka.

Þá dygði þetta vatn sennilega til að hita upp veginn yfir Hellisheiði og gæti haldið honum auðum yfir veturinn. Það er þó sennilega frekar óraunhæf aðgerð.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2011 kl. 09:13

4 Smámynd: Sævar Helgason

Jarðvarmavirkjanir til raforkuframleiðslu með gufuhverflum eru ekki einfalt mál eins og vatnsaflsvirkjanir. Margt er hulið og kemur eingöngu fram við langa reynslu og þá mismunandi milli svæða. Og jarðvarminn er takmörkuð orka og nýtingartími í óvissu. Eins og háttar á Hellisheiði með þessum stóru jarðvarmavirkjunum þá fellur til mikið þéttivatn sem ættað er af miklu dýpi . Ýmis eiturefni einkum arsenik eru í þessu vatni. Eina ráðið til að losna við það er að dæla því aftur djúpt í jarðsprungur á virkjanastað. Hamfarir í jarðskorpunni myndast væntanlega vegna gufusprenginga og þenslu -jarðskjálftar verða til.

Nauðsynlegt er að dæla þessu eitraða vatni undir grunnvatnið og sjávarhæð. Er það örugglega vitað að tengsl við grunnvatnið (neysluvatn okkar) verði ekki ? Nær þetta grugguga vatn að sameinast Gvendarbrunnum ? Hér þarf greinilega að fara með mikilli varúð við jarðvarmanýtinguna....

Sævar Helgason, 18.10.2011 kl. 09:27

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef þessar virkjanir eru svo eitraðar sem þú segir Sævar, er virkilega spurning hvort þessi aðferð sé réttlætanleg.

Og hvað með Blálónið, er það þá ekki baneitrað?

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2011 kl. 10:03

6 identicon

Nenei, bara drep-fyndið, rán-dýrt, og banvænt fyrir bakteríur

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 10:41

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Sem betur fer eru vísindamenn Veðurstofunnar mættir. Þeir geta jú reiknað út "hlýnun jarðar af mannavöldum" með fínum módelum og ættu því ekki að vera í vandræðum með jarðskorpuna, sem að öllu jöfnu er mun staðbundnari, einfaldari og auð-rannsakanlegri en lofthjúpur jarðar.

Geir Ágústsson, 18.10.2011 kl. 14:12

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikið glapræði hefði verið ef farið hefðu áfram í virkjanaáform þeirra bjartsýnustu: Bitruvirkjun og Hverahlíðavirkjun eða eru þau áform ekki nefnd svo milli Duðurlandsvegar og Skálafells sunnan Hellisheiðar?

Á kynningarfundi um fyrirhugaða Bitruvirkjun var sagt að brennisteinninn yrði hreinsaður út. Í fyrirspurnartíma á eftir innti eg eftir þessu og spurði hvers vegna þessi tækni væri ekki strax notuð í Hellisheiðarvirkjun. Svarið var: veistu hvað það er dýrt strákur?

Ekki hefi eg mikið álit á bjartsýnismönnum eftir þetta.

Nú hefur guð almáttugur blessað Ísland með því að koma alkóamönnum til að hætta við frekari stóriðjubrambolt fyrir norðan. Nú er grátur og gnístran tanna. Jón Gunnarsson og Einar Vestfjarðaþingmaður hyggjast gerast riddarar fortíðarinnar og fá fund með Alkóa. Um hvað ætla þeir að ræða? Eru þeir til í að veita þeim meiri afslátt á orkuverði? Ætli það.

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2011 kl. 15:18

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Afhverju efna íbúarnir ekki til öflugra mótmæla?

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.10.2011 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband