18.10.2011 | 19:10
Stóð mjög tæpt 2009.
Það fór ekki hátt sem gerðist þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst, að litlu munaði að lögreglan yrði algerlega uppiskroppa með búnað, sem hún notar í óeirðum.
Þessu tókst að bjarga í horn samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk þá.
Alvarlegt þjóðfélagsástand ríkjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Uppiskroppa með hvað, Ómar? Kylfur, táragas? Svona fullyrðingar þarf að skýra nánar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2011 kl. 19:25
Uppiskroppa með gas. Ég gagnrýndi á sínum tíma að ekki skyldi rannsökuð nánar framganga lögreglunnar við Rauðavatn og seinna, þegar ég var sjálfur viðstaddur bak við Alþingishúsið var ég gagnrýninn á sumt af því sem hún gerði.
Á hinn bóginn voru oft áberandi ofbeldismenn, sem sækjast eftir hasar í mótmælaaðgerðum og koma óorði á friðsama mótmælendur.
Vegna tilvistar slíkra manna viðurkenni ég að lögreglan þarf að hafa yfir þeim búnaði að ráða, sem notaður er í slíkum tilfellum.
Mótmælendur sjálfir viðurkenndu þetta í raun þegar þeir í síðustu mótmælaaðgerðunum slógu skjaldborg um lögregluna til að verja hana fyrir þessum fáu en áberandi ofbeldisseggjum.
Ómar Ragnarsson, 18.10.2011 kl. 19:46
Lögregla verður að gera upp hug sinn hverja hún vill verja í framtíðinni okkur eða stjórnmálamafíuna sem er ná tengt bankamafíuni og dómstólum!
Sigurður Haraldsson, 18.10.2011 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.