Tákn vestræns frelsis og lýðræðis.

Frelsisstyttan í New York, sem nú á merkisafmæli, er eitt helsta kennileiti heims og líklega helsta tákn vestræns lýðræðis og frelsis.

Bandaríkjamenn voru víst í upphafi ekkert sérstaklega hrifnir af þessari gjöf en nú er líklega leitun að nokkrum þar sem afneitar mikilvægi þessarar stórfenglegu styttu.

Í fréttum í morgun var greint frá því að 60 milljónir Bandaríkjamanna byggju ekki við eitt af fjórum tegundum frelsis, sem Roosevelt lýsti yfir sem stefnumarki í janúar 1941.

Það er frelsið sem svo sjaldan er nefnt, "frelsi frá skorti".  Þeim Bandaríkjamönnum, sem ekki njóta þessa frelsis fer fjölgandi.

Annað fjórfrelsið, sem erfitt er að viðhalda er "frelsi frá ótta."  Árásin á Tvíburaturnana 11. september 2001 réðst beindist sérstaklega gegn þessu frelsi.

Ekki skal gert lítið úr þeirri áherslu á frelsið sem Bandaríkjamenn leggja á frelsið og það mikilvæga hlutverk sem þeir hafa gegnt í því að berjast fyrir því, til dæmis í Seinni heimsstyrjöldinni.

En stuðningur þeirra við ófrelsisstjórnir víða um heim sem þeir hafa veitt eingöngu vegna þröngra eiginhagsmuna er blettur á þessu forysturíki vestræns lýðræðis.

Og mannréttindabrot þeirra á ýmsum sviðum og tregða við að taka upp ýmis mál af þeim toga hafa ekki verið þeim til sóma.

Frelsi eins endar þar sem frelsi annars  byrjar. Þessu hafa ákveðnustu talsmenn yfirgangs óhefts og eftirlitslauss gróða oft gleymt með afdrifaríkum afleiðingum.

Að vísu er orðið frelsi fyrst í röðinni í kjörorðinu frelsi!  Jafnrétti ! Bræðralag, en frumforsenda fyrir frelsinu er það að allir hafi jöfn tækifæri til að njóta þess og að samstaða sé um það.

Nær ótakmarkað frelsi örfárra á kostnað fjöldans hlýtur að verða að víkja fyrir því að stefnt sé að mestu samanlögðu frelsi allra jarðarbúa.  

 

 


mbl.is Frelsisstyttan 125 ára í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

frelsisstyttan í bandaríkjunum er táknmynd frímúrarareglunnar áður en Frakkland gekk í skrokk á samtökunum sem þóttu ótæpilega áhrifarík á sínum tíma.

sumir halda því fram að styttan hafi í raun ekki verið gjöf frá Frökkum sjálfum, heldur frá frönsku frímúrareglunni.....ekki skal ég fella dóm um það, en margur telur Frakkland ekki hafa þverbrotið allar alþjóðlegar reglur og ályktanir sameinuðu þjóðanna í Líbíu.....þannig að hver veit.

þessi stytta hefur lítið annað að segja fyrir mig.  hvað er vestrænt frelsi og lýðræði....???

eins og það hefur verið notað eftir kalda stríðið (og í raun í kalda stríðinu líka), þá er þetta vestræna frelsi og lýðræði eitthvað sem allar þjóðir utan Bandaríkjanna og evrópu óttast hvað mest......því ekkert land vill lenda í klóm stærsta herveldi síns tíma.  Júgoslavia, Serbia og Kosovo, Ísrael og Palestina, Írak 1991 og 2003, Afganistan, Pakistan og SÝRLAND OG LÍBÍA hefuð og vilja sleppa við slíkar hörmungar sem vestrænt frelsi og lýðræði felur í sér fyrir þá sem hlaupa ekki í takt.

war on terror......

el-Toro, 28.10.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband