Ekki mun af veita.

Ekki mun af veita að standa vaktina varðandi verndarflokk og biðflokk Rammaáætlunar, því að nú hefur það komið fram, sem Íslandshreyfingin varaði við á dögunum, að virkjanamenn munu nota aðstöðu sína og fjármagn til að færa sem flestar, helst allar virkjanahugmyndir sem falla undir verndar- og virkjanaflokkunum í orkunýtingarflokk.

Frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu Reykvíkinga, hefur nú verið sett fram athugasemd við Bitruvirkjun um að hún verði færð úr verndarflokki í orkunýtingarflokk og að þar með skuli valtað yfir næstu nágranna hennar, Hvergerðinga, sem megi láta brennisteinsmengun og jarðskjálfta af mannavöldum ganga yfir sig.

Að ekki sé minnst á það að Bitruvirkjun stenst engan veginn skilyrði um éndurnýjanlega orku og sjálfbæra þróun.

Af þessu má ráða að reynt verði að snúa rammaáætlun í þessa veru hvar sem því verði við komið og því eins gott að fjárvana og aðstöðulaus samtök náttúruverndarfólks taki í á móti fyrst tónninn hefur verið gefinn svona rækilega.

Nú kunna menn að spyrja, af hverju ekki var neitt sambærilegt að finna í stefnuályktun Samfylkingarinnar á síðasta landsfundi hennar og er nú í ályktun VG.

Ástæðan er sú að í ályktun Samfylkingarinnar er farin önnur leið sem leiðir til svipaðrar niðurstöðu.

Þar er sett fram krafan um skilyrði sjálfbærrar þróunar og endurnýjanlegrar orku sem sjálfkrafa myndi slá margar virkjanir út af borðinu, sem nú eru í orkunýtingarflokki svo sem Bitru-, Hverahliðar-Meitils- og Gráhnjúksvirkjun á Heillisheiðarsvæðinu og stækkun Reykjanesvirkjunar, Trölladyngju- og Eldvarpavirkjun á vestanverðum Reykjanesskaganum.

Sömuleiðis hefur bæði 2009 og 2011 verið ályktað um friðun suðurhálendisins, og 2009 sérstaklega tiltekið svæðið milli Suðurjökla og Vatnajökuls.

Undir það falla virkjanir í Reykjadölum, við Torfajökul, Bjallavirkjun, Skaftárvirkjun, Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun.

Þegar margir heyra þetta reka þeir vafalaust upp ramakvein yfir óbilgirninni sem felist í þessu.

Þeir hinir sömu halda þó áfram að stagast á því að við virkjum hreina og endurnýjanlega orku þótt það sé alls ekki raunin í flestum framangreindum tilfellum og mörgum fleiri.


mbl.is Vilja stækka verndarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Af því að þú ert maður víðsýnn, þá spyr ég þig hvar séu að þínu skapi helstu virkjanakostir fyrir smára og stórar vrikjanir.

Kveðja

Guðmundur Agnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 22:24

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það geta ekki allir grætt á bröndurum, eins og Ómar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 22:52

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Sæll Ómar

Góð spurning hjá Guðmundi, hverjir eru helstu virkjunarkostir fyrir smáa og stjóra virkjunarkosti í dag?

Annað, þetta er hreinn og Grænn virkjunarkostur og endurnýjanleg orka ... hverjir eru kostir hennar umfram að flytja dýrum dómum til landsins "fossil fuel" sem gengur á kolefniskvóta landsins?

Bk, Jón

PS. Þú stóðst þig vel á fundinum í Hveragerði.

Jón Á Grétarsson, 30.10.2011 kl. 23:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Ómar þú hefur selt sálu þína til flokks sem er ekkert betri en Sjáfstæðisflokkurinn sem vill virkja allt og selja bæði land og þjóð fyrir slikk. Það er svolítið tómarúm inn í mér að sjá hvernig þú spilar úr því sem þú hafðir.  Að sjá þig sprella þarna með Jóhönnu á landsfundi brast eitthvað inn í mér, og síðan get ég ekki skoðað þig í öðru ljósi en sem manns sem ert tilbúin til að afsala okkur landi og þjóð til ESB með manni og mús.  Þar með get ég ekki stutt neitt sem þú segir um náttúruvernd eða sjálfstæði hér eftir, því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 23:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi að lokum eins og kaninn já slíkum stundum; truly sorry. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 23:48

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú hefur ekkert fyrir þér, Ásthildur, í því að ég vilji "afsala okkur landi og þjóð til ESB með manni og mús."

Ég hef verið fylgjandi því að eftir skaðlegan þverklofning flestra flokka um ESB síðustu 15 ár og karp um það út og suður, að við förum þá leið, sem ég vil nefna "norsku leiðina", þ. e. að íslenska þjóðin, eins og Norðmenn á sínum tíma, fái að samþykkja eða hafna samningi, sem liggi á borðinun hreint og kvitt og ljúka málinu á þann eina lýðræðislega hátt sem þarf að viðhafa í svo stóru máli. 

Ég treysti þjóð minni vel til þess að ákveða þetta sjálf og ráða þessum máli til lykta eftir að hafa verið sett í sömu stöðu til þess og Norðmenn voru í.

Ef / þegar þar að kemur mun ég taka afstöðu til þess, sem þá liggur fyrir.

Ég minni á að Íslandshreyfingin hefur haft frumkvæði í því, allt frá vorinu 2007, að vara við og sporna gegn þeirri sölu orkuauðlindanna og annarra auðlinda til erlendra aðila sem hófst í aðdraganda Magma málsins þegar byrjað var að braska með Hitaveitu Suðurnesja.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 00:25

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við framleiðum þegar fimm sinnum meiri orku en við þurfum til eigin nota og það er ekki vegna skorts á orku til eigin nota sem við flytjum "fossil fuels" til landsins.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 00:27

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ómar elskulegur Íslandshreyfingin er núna innan flokks hjá Samfylkingunni, svona hjáleiga ekki satt.  Og Samfylkinginn er eini flokkurinn á Íslandi sem er með ESB fyrst á sinni dagskrá.  Ætlarðu að segja mér að Islandshreyfinginn sé ekki innlimuð í Samfylkinguna?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 00:46

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki rétt Ásthildur, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji "virkja allt". Þessi bjánalegi áróður virðist hafa skilað sér ágætlega hjá öfga friðunarsinnum.

Ómar, 100% orkunnar sem Íslendingar framleiða, fer til "eigin nota".

Þú klifar á því að fá störf skapist í stóriðjunni.

  • Alcoa Fjarðaál kaupir vörur og þjónustu á Íslandi fyrir 30-35 miljarða á ári. 
  • Helmingur hins jákvæða vöruskiptajöfnuðar á Íslandi árið 2010, sem var 120 miljarðar, kom vegna álversins í Reyðarfirði.
  • Alcoa Fjarðaál styrkir allskyns samfélagsverkefni á Íslandi um hundruðir miljóna.
  • Afkoma Landsvirkjunar hefur sjaldan verið betri en síðustu misseri og forstjóri fyrirtækisins þakkar það aukinni raforkusölu til stóriðjunnar, sem aftur skilar sér í einu lægsta raforkuverði til almennings sem þekkist í heiminum.
  • Alcoa Fjarðaál hefur styrkt stöðu mannlífs og lífsgæða á Mið-Austurlandi og koma fyritækisins á svæðið er öflugasta byggðaaðgerð sem nokkurn tíma hefur verið framkvæmd á Íslandi.
  • Fyrir komu álversins voru meðal tekjur á Austurlandi með þeim lægstu á landinu. Í dag eru þær með þeim hæstu.

Er orkan frá Kárahnjúkum ekki til eigin nota?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 02:32

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stór hluti af veltu fyrir tækja á Íslandi, jafnt í sjávarútvegi, ferðamannaþjónustu og öðru, fer í að borga erlend lán. Mörg fyrirtæki eru yfirveðsett í erlendum skuldum og hagnaður fer að töluverðu leyti úr landi.

Engum dettur samt í hug að segja að eitthvert tiltekið brot af sjávarafurðum eða veltu ferðaþjónustunnar sé ekki til "eigin nota". Veltan og þjónustan í kringum þessi fyrirtæki, kemur allri þjóðinni til góða. Sömuleiðis raforkusala til fyrirtækja, hvort sem þau eru í eigu innlendra eða erlendra aðila.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 02:47

11 identicon

Varðandi virkjanakosti þá óttast ég það, að þegar jarðefnaeldsneyti verður orðið annað hvort ófáanlegt eða ókaupandi á milli 2040 og 2050 þá verður með sama framhaldi búið að nýta alla hagkvæma virkjanakosti á Íslandi í þágu álframleiðslu eða ámóta iðnaðar. Þá verður lítið sem ekkert eftir fyrir okkur sjálf til að knýja okkar eigið samgöngukerfi. Þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa enn frekar að hnappa okkur saman á Suðvesturhorninu vegna þess að við munum ekki hafa efni á samgöngukerfum fyrir öll krummaskuð landsins. Einkabílisminn verður fyrir bí, og almenningssamgöngur það eina sem hægt verður að bjóða upp á, sem er í sjálfu sér gott mál.

Ellilífeyrisþegi (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 06:10

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alltaf verið að finna leiðir til að búa til orku.  Vetni er að koma sterkt inn og gas er hægt að framleiða í fjósum landsins.  Það sem mest liggur á að finna upp eru vélar sem nýta eldsneytið betur.  Það hefur bara ekki verið knýjandi þörf fyrir slíkt, því menn hafa alltaf haldið að eldsneyti væri óendanlegt.  Og svo hafa öfl sem hafa peninga af að selja olíu ekki áhuga á því að nýta eldsneytið betur.  Var sagt einhverntíma að það hefði verið fundin upp aðferð til að nýta dropana sem fara niður um púströrin, en sú uppfinning hafi verið látin hverfa.  Einhver olíufurstinn hafi keypt hana og sett ofan í skúffu.  Sel það nú ekki dýrara en ég keypti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 09:40

13 identicon

Þú vilt fara norsku leiðina.  Ja hérna hér.

Norska leiðin er sú að nýta orkuauðlindir landsins þar.

Hvað fer mikið af raforkuframleiðslunni þar til "eigin nota", eða olíunni?

Mjög lítið.  Enda eru þeir ekki í stórum fjárhagsvandræðum.

-Förum norsku leiðina. (Nei takk við ESB).

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 13:15

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Norðmenn hafa ákveðið að nýta ekki virkjanlegt vatnsmagn sem er álíka mikið að magni til og allt óvirkjað vatnsafl á Íslandi.

Munurinn á sjávarútvegi og áliðnaði er sá, að sjávarútvegurinn notar hráefni, sem fæst að langmestu leyti innan íslenskrar lögsögu og arðurinn rennur til fyrirtækja í íslenskri eigu.

Hráefnið í álvinnsluna er flutt hingað yfir þveran hnöttinn og arðurinn af Fjarðaráli rennur til erlendra eigenda verksmiðjunnar.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 14:24

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú hefur greinilega ekki lesið athugasemd #9

"Like I´m talking to a fucking wall"

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 14:43

16 Smámynd: Guðlaugur Jónasson

Hvert er verð á raforku til virkjana, hver er arðsemin, hver er arðsemiskrafan (LEYNDÓ) og virkjað með ríkisábyrgð, er þetta eðlilegt, ef eitthvað klikkar eins og náttúruhamfarir sem enginn gerir ráð fyrir hér á Íslandi, keypt umhverfismat sem þarf til að hefja framkvæmdir, já ef eitthvað klikkar þá borgar lýðurinn og enginn er dreginn til ábyrgðar, svo við minnumst nú ekki á það sem Hvergerðingar þurfa að þola.

Mér hefur fundist fáránlegt hvað einfaldur auðtrúa og heimskur lýðurinn gasprar eftir auðvaldin VIRKJA VIKRJA og það er hvergi minnst á orðið ARÐSEMISKRAFA.

Það er eingöngu náttúruverndarsinnum að það þakka að það er fyrst núna verið að tala um að selja fleirum en Álverum orkuna og að fá hærra verð fyrir hana.

Annars er ég Hjartanlega sammála Ómari með nauðsyn þess að vernda þessa staði hér að ofan sem hann telur upp, það er fullt af fólki sem situr alla daga við tölvuna hefur engann skylning á þessu, en sem betur fer er mikið af fólki sem elskar landið okkar og vill varðveita það eins og við tókum við því.

Hvað hin og þessi álver eru að skapa þá er þetta alveg orðið ágætt hvað er búið að virkja og rúmlega það.

Guðlaugur Jónasson, 31.10.2011 kl. 15:03

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "Það er eingöngu náttúruverndarsinnum að það þakka að það er fyrst núna verið að tala um að selja fleirum en Álverum orkuna og að fá hærra verð fyrir hana. "

Og svo bætir Guðlaugur við:

"... þá er þetta alveg orðið ágætt hvað er búið að virkja og rúmlega það."

Afskaplega erfitt að rökræða við svona fólk

Keypt arðsemismat?  ... og þú kemur hér fram undir fullu nafni!

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 15:52

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður ekki neitt úr neinu næstu árin á Húsavík, sannið þið til,  "Það er eingöngu náttúruverndarsinnum að það þakka ..."

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 15:54

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Varðandi athugasemd 9:

Gunnar segir:
Alcoa Fjarðaál kaupir vörur og þjónustu á Íslandi fyrir 30-35 miljarða á ári.

Eitthvað verða þeir væntanlega að borga fyrir rafmagnið, innkaup, þjónustu og annað - alveg hægt að sjá jákvæðar hliðar á því að við getum hugsanlega borgað fyrir orkuna og þjónustuna sem þeir njóta við viðskipti sín á Íslandi, enda er útflutningsverðmætið mun meira en þessir umtöluðu milljarðar, sjá næsta punkt...

Gunnar segir:
Helmingur hins jákvæða vöruskiptajöfnuðar á Íslandi árið 2010, sem var 120 miljarðar, kom vegna álversins í Reyðarfirði.

Vöruskiptajöfnuður er ekki það sama og þetta séu peningar í vasa fyrir ríkið... Hvaðan hefurðu þessa tölu annars, mér þætti fróðlegt að fá heimildina Gunnar? Heildarútflutningur á áli 2010 voru um 225 milljarðar - þannig að arðsemin þarf að vera töluverð til að 1 af 3 álverum standi undir 60 milljarða vöruskiptajöfnuði - (ekki að það sé neitt rangt við að hafa arðsemi). Þess má einnig geta að það er mikill flutningur vara á milli svæða í heiminum varðandi álframleiðsluna, skip koma hingað um langan veg með vörur sem eru grafnar úr jörðu við misjafnan aðbúnað annars staðar í heiminum (ætli við myndum sætta okkur við þann aðbúnað hér á Íslandi - en það er náttúrulega önnur og okkur "óviðkomandi" hlið málsins að mati einhverra). Það er náttúrulega viðskiptahagsmunir sem ráða ferðinni fyrir álverin - vonandi (fyrir þá sem vinna við þessi störf og fyrir þá sem eru háðir veru álvera í byggðinni sinni) verður hægt að viðhalda þessari atvinnu um langa framtíð - það er þó ekki sjálfgefið.

Gunnar segir:
Alcoa Fjarðaál styrkir allskyns samfélagsverkefni á Íslandi um hundruðir miljóna.

M.a. íþróttahúsið (innanhús fótboltavöllurinn) á Reyðarfirði sem byggt var þarna á sínum tíma, sem ég persónulega tel vera mikið lýti á bænum (en það eru væntanlega einhverjir ósammála því mati mínu). Merkilegt reyndar að samkvæmt heimasíðu þeirra, þá voru samfélagsstyrkir árið 2009 3 milljónir króna, http://www.alcoa.com/iceland/ic/info_page/2009_styrkir.asp - var mun meira árin á undan - þó engar hundruðir milljóna... Það virðist eitthvað vera að gefa undan í þeim efnum...hvað sem veldur því.

Gunnar segir:
Afkoma Landsvirkjunar hefur sjaldan verið betri en síðustu misseri og forstjóri fyrirtækisins þakkar það aukinni raforkusölu til stóriðjunnar, sem aftur skilar sér í einu lægsta raforkuverði til almennings sem þekkist í heiminum.

Við höfðum að jafnaði haft lágt raforkuverð í gegnum tíðina á Íslandi, miðað við önnur lönd - ekkert nýtt þar í sjálfu sér. Reyndar hefur orkuverð til almennings víða hækkað, hvað sem veldur því. Spurning hvort að við þurfum að selja það ódýrt til stóriðju bara vegna þess að við setjum lágan verðmiða á rafmagnið? Er hugsanlega komið nóg af svo góðu og getum við farið aðrar leiðir og fengið hærra verð fyrir rafmagnið? - því má alla vega velta upp. Annars er það ánægjulegt að afkoman er góð hjá Landsvirkjun, hverju sem má þakka það og vonandi getum við aukið virði orkunnar enn meira á næstu árum, svo við getum fengið sem mest fyrir þá orku sem við ákveðum að framleiða. Það er engin ástæða að selja orkuna ódýrt sama á hverju dynur eða virkja allar sprænur og gufustróka landsins.

Gunnar segir:
Alcoa Fjarðaál hefur styrkt stöðu mannlífs og lífsgæða á Mið-Austurlandi og koma fyritækisins á svæðið er öflugasta byggðaaðgerð sem nokkurn tíma hefur verið framkvæmd á Íslandi.

Það er þín skoðun, og væntanlega fleiri. En í raun vantaði vítamínsprautu varðandi atvinnu uppbyggingu á Austurlandi á sínum tíma - það er mat einhverra að þetta hafi verið málið - aðrir eru efins. Ég sé í sjálfu sér ekkert að því að velta upp öllum vangaveltum varðandi það og einnig hvort þetta sé stefna sem við viljum halda áfram að keyra í framtíðinni annars staðar. Það er ekki sjálfgefið að áframhaldandi stóriðjustefna sé einungis jákvæð í dag og til allrar framtíðar.

Ég held að það sé það sem þeir sem vilja ræða aðrar hliðar málsins vilja m.a. koma fram með...ekkert að því í sjálfu sér. En aðrir vilja verja þessa stefnu fram í rauðan dauðann...ekkert að því heldur ef það er eitthvað sem þeir hinir sömu telja verjandi. Álverið á Reyðarfirði er svo sem ekkert að fara í bili...hvað sem verður um önnur svipuð verkefni á landinu. Hvernig metur þú mannlíf og lífsgæði annars - er það málið að lífsgæði aukist við atvinnu í stórum verksmiðjum? Verður mannlíf betra og hvernig mælir maður það, við að það komi stóriðja?

Gunnar segir:
Fyrir komu álversins voru meðal tekjur á Austurlandi með þeim lægstu á landinu. Í dag eru þær með þeim hæstu.

Hvar færðu þessar upplýsingar, mér þætti fróðlegt að sjá heimildina? Ekki það að þetta geti ekki verið rétt, en ég hef mínar efasemdir. Mér þætti alla vega fróðlegt að vita hvaðan þú hefur þetta Gunnar (bæði fyrir og eftir). Ég gúglaði þetta aðeins en fann svo sem ekkert sem studdi þessa fullyrðingu (hvað sem veldur því), en ég fékk m.a. upp að verslunarmenn á Austurlandi töldu sig hafa lægri laun en í öðrum landshlutum...hvað sem því veldur. Kannski þeir ættu bara að sækja um í álverinu...

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 16:50

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svatli, Þú hefur efasemdir um upplýsingar sem koma frá manni sem hefur lifað og hrærst í þeim veruleika sem Austfirðingar búa við og hafa búið við sl. 22 ár.

En hefur þú engar efasemdir um upplýsingar sem eru á skjön við þessar, komandi frá aðilum sem hafa gert það að hugjónastarfi sínu að vera á móti virkjanaframkvæmdum? Aðilum sem varla hafa komið á Austurland, hvað þá búið þar?

Árið 2010 flutti Fjarðaál út afurðir fyrir 110 miljarða króna sem er um 16% af heildarútflutningi frá Íslandi. Vöruinnflutningur fyrirtækisins, hráefni o.þ.u.l., nam 50 miljörðum og mismunrurinn er því 60 miljarðar, eða um helmingur hins jákvæða vöruskipajöfnuðar á Íslandi þetta ár. (Fréttablaðið "Álpappírinn" bls. 8, gefið út af Alcoa Fjarðaáli) 

 Svatli telur að Alcoa framleiði 1/3 áls í landinu, af því álverin eru þrjú  en raunveruleikinn er sá að fyrirtækið framleiðir um helming af heildar verðmætum framleiðslunnar, eða rúmlega 350.000 tonn.

Um samfélagsstyrkina átti að standa hjá mér "Alcoa Fjarðaál hefur styrkt allskyns samfélagsverkefni á Íslandi um hundruðir miljóna. "

Svatli nefnir 3 miljónir árið 2009 en kýs að geta þess ekki að úthlutun styrkja er ekki lokið það árið, samkvæmt heimasíðunni. Hvers vegna getur hann þess ekki?

Listi yfir styrkina má sjá m.a. HÉR Listinn nær í raun aðeins yfir árin 2006-2008, að báðum árum meðtöldum, að upphæð um 190 miljónir króna. Styrkirnir endurspegla e.t.v. afkomu fyrirtækisins hverju sinni og ekkert óeðlilegt við það. Árið 2007 voru eftirfarandi styrkir veittir:

Sómastaðir (AF) 16.000.000 (2 ár)
Norðurland, 6 verkefni (AF) 13.000.000

Skíðaskáli Seyðfirðinga 12.132.000
Fjölgreinanám á Austurl. (AF) 10.200.000 (3 ár)
Þekkingarsetur Austurlands (AF) 9.945.000 (1 ár)
Tryggvasafn (AF) 5.460.000 (2 ár)

Jazzhátíð Austurlands 1.500.000
Hollvinasamtök FSA-tækjakaup (AF) 1.500.000

Trjáplöntur fyrir Skógræktarfélag Reyðarfj. 1.000.000
Skaftfell menningarmiðst. vegna Listahátíðar 1.000.000
Sjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright 1.000.000

Sjúkrahúsið Neskaupsstað 50 ára 750.000
Mænuskaddaðir, ráðstefna. 700.000

Blátt áfram 500.000
Menningar og listamiðstöðin Eskifirði 500.000
Túlkaverkefni nýbúar 500.000
Guðjón Sveinsson, Breiðd.vík 500.000
Björgunarsveit á Reyðarfirði 500.000
Smærri styrkir bæjarhátíðir o.fl. 500.000
Alþjóðlega vídeóhátíðin 400.000
Fransmenn á Fáskrúðsf. 400.000

Áhaldakaup, Fimleikadeild Hattar 380.000
Þjóðahátíð, Rauði krossinn 300.000
Eldri borgarar á Eskifirði 300.000
(Safnaðarheimilið Reyðarfirði) 300.000
Birds.is 300.000
Kórinn-Fjarðabyggð 300.000

Skógardagurinn mikli 250.000
Austfirsk alþýðulög 250.000
Geðhjálp 250.000
Austfirsk hönnun 200.000

Útisýning Eskifirði 150.000
Krabbameinsfélag 150.000
Tengslanet austfirskra kvenna 100.000
Öryggi í umferðinni 100.000
Stöðvarfjörður - legó 50.000


SAMTALS KR. 81.817.000

(Meira síðar)

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 18:38

21 identicon

Ég hef búið á Austurlandi í 47 ár  en get varla tekið undir neitt sem Gunnar Álkói segir hér...enda ekkert að marka mann sem hefur gengið Álkóa algerlega á hönd. Það flýtur þó eitthvað smálegt gott með þessu álbrölti en það er því miður munfleira neikvætt við þetta brölt, ekki síst áhrif á náttúruna.

Daus (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 19:00

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Annars er það ánægjulegt að afkoman er góð hjá Landsvirkjun, hverju sem má þakka það", segir Svatli og virðist ekki taka mark á því sem ÉG hef beint eftir Herði Arnarssyni, forstjóra landsvirkjunar:

 "Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari. Forstjórinn segir að áherslan verði nú á Þingeyjarsýslur og staðfestir að samningaviðræður standi yfir við Alcoa.

"Ársreikningur Landsvirkjunar sem birtur var í dag sýnir hreinar eignir upp á 188 milljarða króna, sem skiluðu á síðasta ári 26 milljörðum króna í handbært fé, og átti fyrirtækið um áramót 66 milljarða króna í lausu fé, sem er það mesta í sögunni.

Auknar raforkutekjur af álverum skýra aukinn hagnað..." HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 19:13

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nýjustu tölur um styrki Alcoa, Fjarðaáls:

"Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa veittu 148 milljónum króna í samfélagsstyrki á Íslandi á árinu 2010. Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa hafa veitt rúmlega 520 milljónir króna í samfélagsstyrki á Íslandi frá árinu 2003 til 2009." http://www.alcoa.com/iceland/ic/pdf/2010/2011_factsheet_is.pdf

Örlítil ónákvæmni hjá mér varðandi meðaltekjur, því þarna átti að vera: 

" Fyrir komu álversins voru meðal tekjur á Austurlandi með þeim lægstu á landsbyggðinni. Í dag eru þær með þeim hæstu."

Samkvæmt upplýsingum frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga, er Fjarðabyggð tekjuhæst af stærri sveitarfélögum landsins miðað við íbúafjölda. Meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð árið 2010 voru rúmar 537 þúsund krónur.

Árið 1988 voru meðaltekjur á Austurlandi þær lægstu á landinu: HÉR 

Ég er ekki hissa á þú biðjir aðra um að gúggla fyrir þig Svatli. Hver gúgglar fyrir þig á loftslag.is?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 19:41

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Meðaltekjur á Íslandi og Austurlandi hafa hækkað töluvert á tímabilinu 2000 – 2008. Meðalhækkun hefur þó verið heldur meira á Austurlandi frá árinu 2000-2005"  (Sjálfbærni.is )

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 19:43

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þar sem Svatli krefst heimilda fyrir hverju orði sem ég segi og er greinilega með vænisýki fyrir því að alltaf sé verið að ljúga að honum, (sem er þá viðbót við vistkvíðan sem hrjáir hann) væri ekki úr vegi að hann fengi einhvern til að finna fyrir sig heimildir fyrir því að:

 "..skip (Alcoa) koma hingað um langan veg með vörur sem eru grafnar úr jörðu við misjafnan aðbúnað annars staðar í heiminum (ætli við myndum sætta okkur við þann aðbúnað hér á Íslandi - en það er náttúrulega önnur og okkur "óviðkomandi" hlið málsins að mati einhverra."

Ég frábið mér heimildir frá umhverfissamtökum og heimildir eldri en 5 ára.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 21:05

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vil að lokum taka skýrt fram að ég tel að sjálfsögðu að öll umræða um orkuverð á fullkomlega rétt á sér. Íslenska þjóðin á að standa vörð um að auðlindirnar skili sem mestu í þjóðarbúið.

Ef "eitthvað annað" skilar meiru, þá eigum við að snúa okkur að því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 21:09

27 identicon

"Árið 2010 flutti Fjarðaál út afurðir fyrir 110 miljarða króna sem er um 16% af heildarútflutningi frá Íslandi. Vöruinnflutningur fyrirtækisins, hráefni o.þ.u.l., nam 50 miljörðum og mismunrurinn er því 60 miljarðar, eða um helmingur hins jákvæða vöruskipajöfnuðar á Íslandi þetta ár. (Fréttablaðið "Álpappírinn" bls. 8, gefið út af Alcoa Fjarðaáli) "

Útflutningur frá Íslandi, en Íslendingar flytja hins vegar ekkert ál út.

Álíka íslenskt útflutningslega eins og Breskur togaraþorskur var hér áður. Nema hvað það er látið mælast í gegn um vöruskiptajöfnuð. Virðisaukinn er utan lands. En straumsalan er sannur útflutningur.

By the way.....útflutningur ber ekki vsk, - hvernig er það þarna? Mestöll orkusala til íslendinga fer til einkanota og ber fullan vsk....allt í Steingrím...

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 21:23

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Allar hagtölur setja þennan útflutning í reikningana. Er það bara djók?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 21:35

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... hagvísar

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 21:37

30 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sjálfsagt að meta það vel við Alcoa að fyrirtækið veiti einhverju af tekjum sínum til samfélagsverkefna hérlendis. Ég hygg þó að flest stórfyrirtæki geri svipað þótt þau séu ekki að auglýsa það hástöfum.

Líta ber á það líka í réttu samhengi að líkast til nema þessir styrkir fyrirtækisins um 1% af tekjum þess af viðskiptum þess við Íslendinga þannig að ástæðulaust er að falla á kné og kyssa fætur forystumanna þess þótt það sé metið sem gott er.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 23:01

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hefur Alcoa verið að auglýsa sín samfélagsverkefni "hástöfum"? Geturðu komið með einhvern samanburð við þessi "flest stórfyrirtæki" ? Hvaða fyrirtæki og hversu mikið þau hafa styrkt samfélagsverkefni?

Finnst þér 520 miljónir til samfélagsverkefna á 6 árum, litlir peningar, af því þú lítur á þá í einhverju "samhengi"?

Er ég að falla á kné og kyssa fætur forystumanna Alcoa, af því ég tel rétt að almenningur sé upplýstur um þessa hluti?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 00:07

32 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gott að Gunnar byrjaði að svara mér á fullu að pæla í eigin fullyrðingum. Ég var reyndar ekki að væna hann um eitt eða neitt, en hann vænir mig um að vera með vistkvíða (hvað sem það nú er?)...

Gunnar segir:
Fyrir komu álversins voru meðal tekjur á Austurlandi með þeim lægstu á landinu. Í dag eru þær með þeim hæstu.

Þarna segir hann að meðaltekjur á Austurlandi séu þær hæstu í landinu í dag - en samkvæmt eigin heimild, þá eru meðaltekjur á Austurlandi aðeins lægri en landsmeðaltal (það þýðir að þær eru ekki með þeim hæstu, en nærri meðallagi þó) - tekjur í álverinu sjálfu eru fínar samkvæmt heimildunum (ég hef svo sem ekki haldið öðru fram)...það er sjálfsagt það sem hefur meðal annars haft áhrif á hækkun meðaltekna á Austurlandi á tímabilinu og það má alveg segja að það sé jákvætt.

Mér finnst sjálfsagt mál að fyrirtæki sem fær að kaupa raforku ódýru verði á Íslandi gefi eitthvað til baka í formi styrkja til samfélagsins - þó ekki hlaupi það nú á hundruðum milljóna króna eins og Gunnar hélt fram upphaflega - það sést best á hans eigin heimildum...

Hér er heimild varðandi misjafnan aðbúnað fólk þar sem báxít er grafið úr jörðu http://www.guardian.co.uk/environment/2010/jun/13/mining-aluminium-tribes-india-jagger - Nokkuð nýlegt bara...og hefur ekkert með umhverfissamtök að gera í sjálfu sér...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 00:13

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú tekur ekki eftir, Svatli,

" Fyrir komu álversins voru meðal tekjur á Austurlandi með þeim lægstu á landsbyggðinni. Í dag eru þær með þeim hæstu."

Og svo þetta:

"...þó ekki hlaupi það nú á hundruðum milljóna króna eins og Gunnar hélt fram upphaflega - það sést best á hans eigin heimildum..."

Ertu alveg úti á þekju, Svatli?

Lestu nú athugasemdirnar áður en þú bullar svona:

"Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa veittu 148 milljónum króna í samfélagsstyrki á Íslandi á árinu 2010. Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa hafa veitt rúmlega 520 milljónir króna í samfélagsstyrki á Íslandi frá árinu 2003 til 2009." http://www.alcoa.com/iceland/ic/pdf/2010/2011_factsheet_is.pdf

Þetta er allt saman í athugasemd #23

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 00:47

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sá nú ekki í fljótu bragði minnst á Alcoa í þessari grein

Bianca Jagger lifir á því að skrifa svona greinar. Hún ferðast um heiminn, heldur fyrirlestra og skrifar um:

  • crimes against future generations
  • climate change
  • the rainforest
  • renewable energy

Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og lifir sannkölluðu "þotulífi" í dag, eins og hún hefur gert alla tíð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 01:06

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samkvæmt Umhverfisráðuneyti Indlands er þetta allt tóm kjaftæði í blessaðri konunni:

"The Ministry of Environment and Forest says No Discharge from Red Mud Pond in Lanjigarh
In response to allegations raised by certain groups claiming leakage from the Red Mud Pond at the Alumina refinery in Lanjigarh, the Ministry of Environment and Forest, Government of India appointed a high level technical committee from the Central Pollution Control Board and they joined representatives of the State pollution Control Board to visit the area and report.

The team visited the site on the 25 April 2011 and 17 May 2011 and collected samples from all the surrounding water bodies and from the Red Mud Pond to check for the presence of toxic substances. After analyzing all the samples, they submitted their report which is now available on the website of the Ministry www.envfor.nic or www.moef.nic and in the report below.

The report states that “No discharge was observed from the red mud pond or water pond or any outlet of the industry to Bamsadhara river”. The report also said that Vedanta Aluminum has adopted “good environmental practices’” and said it has “..very advanced processes and an environmental laboratory equipped with state of the art equipment..”

The Lanjigarh alumina refinery incorporates very stringent environmental standards. It is among the few Alumina Refinery with a zero discharge system and complies with all the air and water environmental norms. It has developed a zero waste road map with the help of many of India’s top scientific institutions and experts from abroad. The group is actively working on its implementation. The refinery has a state of the art online stack emissions monitoring system as well as a real time ambient air quality monitoring system to ensure compliance with environmental standards."

http://www.vedantaaluminium.com/latest-news.htm

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 01:23

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hér er heildarskýrsla indverska Umhverfisráðuneytisins um þetta mál:

http://lanjigarhproject.vedantaaluminium.com/moef3.pdf

 Bianca Jagger... huh

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 01:31

37 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, var ég að tala um Alcoa almennt þegar ég talaði um báxítið? Held nú ekki, enda er aðferðin sú sama við að nálgast það, að taka mikið af jarðveg ofan af efsta lagi jarðvegarins, sama hvort það er Alcoa eða aðrir. Það er ekki sjálfgefið að fréttir fyrirtækisins sjálfs eða skýrslur úr stjórnsýslu Indlands endurspegli upplifun þeirra sem búa í nágrenninu. Hitt er annað mál að fyrirtækin eru að flytja hrávöruna um langan veg og þau þurfa að grafa stórar holur í jarðvegin - hvort sem þau reyna að loka holunum aftur, eða fara vel eða illa með þá sem lifa nálægt - sum fyrirtækin gera mikið úr því að þeirra aðferðir séu sjálfbærar, vonandi er það rétt hjá þeim...en ekki er þó sjálfgefið að það endurspegli raunveruleika þeirra sem lifa þar um kring í öllum tilfellum.

Ég biðst forláts á að hafa ekki séð athugasemd #23 hjá þér Gunnar, sá aðra þar á undan, en eins og ég sagði áður, mér finnst það sjálfsagt mál að stór fyrirtæki skili einhverju til samfélagsins, ekkert að því í sjálfu sér, skattar fyrirtækisins og þeirra sem þar vinna skila sér líka til samfélagsins - ekkert að því og er það jákvætt svo langt sem það nær. En þessi heildartala samfélagsstyrkja er um 0,5% af árlegum útflutningi fyrirtækisins (2010), en nær þó yfir lengri tíma en bara það ár (7 ár). Kannski er hægt að segja að árlegir styrkir til samfélagsverkefna sé um 0,1% af heildarútflutningi fyrirtækisins, en bara að það komi sér vel í samfélaginu, þá er það hið besta mál fyrir samfélagið...

Hitt er annað mál að það virðist fara óskaplega í taugarnar á þér að einhverjir vilji hugsa um annað en álver. Ég hef t.d. hvergi í minni athugasemd verið sérstaklega neikvæður út í Alcoa (þó þú virðist álíta svo vera Gunnar). Ég bendi einfaldlega á að það eru margir á þeirri skoðun að nú sé nóg komið að svo góðu og við getum væntanlega tekist á við önnur verkefni en að keyra áfram stóriðjustefnu út í eitt. Önnur verkefni geta líka skilað einhverju til samfélagsins - álver eru ekki þau einu sem gera það. En á það virðist ekki mega minnast fyrir sumum...það er að mínu mati ámælisvert að ekki megi fara fram umræða án þess að því fylgi upphrópanir og persónuleg skot og uppnefningar (t.d. vistkvíðadæmið hans Gunnars)...

PS. Gunnar, þú talaðir ekkert um landsbyggðina varðandi launin í athugasemd 9, ég gerði athugasemd við það, þó þú virðist hafa klórað í bakkann með það síðar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 08:05

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alltaf sama sagan með þig, Svatli og þína "samskiptatækni".

 Þú talar digurbarkalega niður til viðmælenda þinna, ýmist í 2. eða þriðju persónu. Þú virðist leggja þig sérstaklega fram um að tala hér gáfulega til að fela innihaldsrýrð þess sem þú hefur til málanna að leggja. Þú segir "sumir"eru svona eða hinsegin, í stað þess að segja þú, svo hægt sé að svara dylgjum þínum beint. 

Ég var að fjalla um áhrif Alcoa, Fjarðaáls á atvinnu og mannlíf á Austurlandi. Innlegg þitt í þá umræðu er m.a. að tala um hvernig önnur fyrirtæki koma fram við starfsmenn sína og umhverfi í öðrum heimsálfum. Það sem þú samþykkir af hógværð og lítillæti á annað borð að sé jákvætt við komu fyrirtækisins til Austurlands, segirðu: "ekkert að því í sjálfu sér" .... og "svo langt sem það nær" og fl. í þeim dúr.

Það hefur aldrei farið í taugarnar á mér ef einhver vill hugsa um "eitthvað annað" en álver. Það hefur hins vegar oft farið í taugarnar á mér þegar fólk notar sem röksemd, "eitthvað annað" sem valkost við staðreyndir sem liggja á borðinu.

Umhverfisverndarsinnar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að koma í veg fyrir byggingu álvers og virkjunar á Austurlandi. Þeir notuðu stöðugt sem röksemd í áróðri sínum, að "eitthvað annað" væri svo miklu betra. Þeir lofuðu meira að segja 700 störfum í "einhverju öðru", ef hætt yrði við framkvæmdirnar, eftir að þær hófust!

Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vestjörðum lyftu brúnum þegar þeir heyrðu þessa snilld, og buðu umhverfisverndarsinnunum Vestur með hugmyndir sínar. Nú tæpum áratug síðar, bólar ekki á einu einasta starfi úr hugmyndabanka umhverfisverndarsinnanna, þrátt fyrir að að eftir því hafa verið kallað sérstaklega á opinberum vettvangi.

Nei, ég er svo sannarlega ekki á móti "einhverju öðru", en ég verð þó að setja þann fyrirvara á þá skoðun mína, að þetta "annað", útiloki ekki aðrar raunhæfar áætlanir um atvinnusköpun.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðanir að pláss sé fyrir 1-2 álver í viðbót á Íslandi en eftir það verði að beina fjárfestum á aðrar brautir. Umhverfisverndarsinnum tókst að koma í veg fyrir álver á Bakka en einhverjir fleiri möguleikar eru þar í spilunum, þó þeir séu óljósir enn sem komið er. Margir óttast þó að lítið sem ekkert muni gerast þar á næstu árum. Tíminn verður að leiða það í ljós, úr því sem komið er.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 11:33

39 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, Gunnar, það er alltaf sama sagan með mig - erfitt fyrir þig að svara mér...ekkert nýtt í því, enda virðistu oft ekki svara mér mjög efnislega (það er einnig tilfellið í þinni síðustu athugasemd). Ég get ekki að því gert að þú þolir ekki mín skrif (digurbarkaleg eður ei). Merkilegt hversu neikvætt orðið umhverfisvernd hljómar úr þínum ranni Gunnar. En það má náttúrulega ekki nefna "eitthvað annað" í huga þínum, sem telur að framtíðinn liggi i 1-2 álverum, án þess að þú missir þig og fabúlerir um þessa "þá" sem vilja bara "eitthvað annað"...hverjir eru þessir "þeir" eru það kannski hinir illu "umhverfisverndarsinnar" sem allt eru að drepa í þínum huga Gunnar? Nei - forði oss frá að við hugsum á öðrum nótum en þú Gunnar...

Taktu eftir að ég skrifa til þín í fyrstu persónu, nú ættirðu að geta svarað núna Gunnar, en sumir eru kannski eitthvað viðkvæmir fyrir því ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 12:34

40 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er ekki svaravert, Svatli. Þú getur ekki einu sinni áttað þig þig þú ert skotinn í kaf með rökum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 13:11

41 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú ert fyndinn Gunnar, en ef þér líður betur að halda að þú hafir unnið rökræðuna í þínum huga - þá máttu halda það mín vegna...truflar mig ekki hið minnsta hvað gerist í huga þínum.

Ég var nú bara með vangaveltur varðandi punkta þína í athugasemd 9) - þú hefur nú ekki svarað því öllu svo vel sé, en ert þó búinn að leiðrétta sjálfan þig í einu tilfelli og við höfum komist að því að ca. 0,1% af árlegum útflutningstekjum Alcoa fer í samfélagsverkefni að þeirra vali (gott mál að mínu mati).... Ennig hefurðu bara ýjað að því að sú ("Bianca Jagger... huh")  sem skrifar á Guardian hljóti að vera eitthvað skrítin af því að hún lifir af því sem hún gerir...hún er náttúrulega bölvaður "umhverfisverndarsinni" í þínum huga Gunnar.

Og að sjálfsögðu var samskiptatækni mín til umræðu hjá þér, kemur efninu náttúrulega ekkert við, en hvað um það, þú komst "sterkur" inn þar :) Þetta eru náttúrulega skotheld "rök" hjá þér Gunnar - þannig að þú ert búinn að skjóta mig á kaf með rökum að eigin mati Gunnar...bara að þú snúir þessu rétt í eigin huga - þá er allt gott ;) Kannski stóriðjustefnu verði haldið við ef þú snýrð því rétt í þínum huga, þú getur alla vega reynt að hugsa þig fram til þess Gunnar...hugurinn ber þig hálfa leið :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband